Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 8
BILUÐ FUUGVÉL Séð heim að Arng’erðareyri við ísafjarðardjúp. GREIN: GUÐBRANDUR GÍSLASON í ÞRIÐJU VIKU af júní fór blaðamaSur frá Vikunni til ísafjarðar í efnisleit. Á Vestfjörð- um er margt fróðra manna, og því auðugan garð að gresja, ef vel tekst til. En gæfan virtist snúa baki að manninum þessa daga, og hann kom heim með lítið efni, - en þá sögu bezta, sem ferðalagið sjálft hafði íagt honum til: sögu óhappa og hrakfara. Hérna á eftir fer frásögn af því, þegar blaðamaðurinn leigði sér trillu og ætlaði að leita fanga í sjálfu ísafjarðardjúpi, eftir að flest krosstré höfðu brugðizt á ísafirði. Það byrjaði með því, að ég fann ekki rakburstann minn. Það var sama livar ég leitaði, burstinn var hvergi sjáanlegur. Ég leit meira að segja ofan í klósettskálina. En það þýddi ekki að tapa af flugvélinni til ísafjarðar út af einum ómerkilegum rakbursta. Ég fékk mér bíl og ók skeggjaður með ritvélina og litla tösku út á flugvöll. Þegar við vorum að komast á leiðarenda, sprakk dekk á leigubílnum, svo ég varð að ganga það sem eflir var út að flugskýli. Samt náði ég áætluninni. Það voru fáeinar syfjaðar hræður, sem fóru með flugvélinni þennan morgun. Ég gat lesið út úr svip þeirra allra, að daginn áður liafði verið þjóðhátið. Flugtakið tókst með ágætum. Ég ballaði mér að rúðunni til liliðar við sætið og horfði yfir Reykjavík og svo Faxaflóann. Svo fór ég að lnigsa um þá óbeppni að finna ekki rakburstann. Einkennilegt, að það skyldi springa á bílnum sem flutti mig. En það var bezt að sleppa öllum slíkum bugleiðingum og fá sér blund. I siðasta skipli leit ég út um gluggann. Þá sá ég, að olíubrák var á hægri hreyfli vélarinnar. Olian kom upp rétt aftan við hreyfilinn, og taumarnir lágu aftur af vængnum og skvettust út í loftið. Þegar ég sagði flugfreyjunni af þessu, hélt liún, að allt væri lagi, en fór samt fram og sagði flugmönnun- um af ]æssu. Þeir komu, einn á fætur öðrum, og skoðuðu olíubrákina á vængnum. Loks kom flugstjórinn og leit á. Þegar hann var kominn fram í vélina aftur, kom flugfreyjan til okkar og sagði, að snúið yrði við til Reykjavikur. Hún sagði, að engin hætta væri á ferðum, og deildi brosi sínu meðal farþeganna. Tankar vél- arinnar höfðu aðeins verið yfirfylltir, og þess vegna lak út. Eldsneyti flugvélanna er fyrir hreyflana til að brenna því, en ekki til þess að skvettast yfir gesti og gangandi á Breiðafirðinum. Þess vegna var snúið til baka. Farþegarnir báru ekki annað úr býtum en hálftíma töf og tvo brjóstsykursmola. Samt lá við, að selti geig í mig við þessa töf. Vonandi.reyndist satt, að fall væri fyrir fararheill. Þegar ég kom til Isafjarðar, leigði ég mér herbergi á Hernum, sem er allsterkur á Isafirði, og hefur upp á að bjóða þokkaleg gistiherbergi og góðan viðurgerning fyrir ótrúlega litið verð. Svo fór ég að svipast um eftir efni í bænum. Ég þekkti engan, og enginn þekkti mig. Fyrst ætlaði ég að leita ráða kollega míns, Högna Torfasonar, sem nú er ritstjóri blaðs á Isafirði, en var áður blaðamaður 'i Reykjavík. Hann var í orlofi í Reykjavík og ])ví lítið á honum að græða. Ég vissi, að sýslumaður Isfirðinga er með afbrigðum fróður um þjóðleg málefni á Vestfjörðum, bæði forn og ný. Hann reyndist dvelja erlendis um þær mundir. Halldór frá Gjögri er þekktur maður vestanlands, fróður mjög og skemmtilegur til frásagna. Hann var að leggja af stað á vinabæjarmót til Noregs og mátti ómögulega vera að því að lala við mig. g — VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.