Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 11
O, nei, Hansi-Pési, segðu að það sé ekki satt! Segðu að þú hafir ekki verið með öðrum konum! Segðu að þú hafir verið mér trúr allan tímann! in í Elsu heyrði hann ennþá. Hún barði í rúmstokkinn: — ÚT! ÚT! Hans-Pétur lét undan síga inn í stofuna og víggirti dyrnar. Nú var fjandinn þó loksins laus. Hvern djöfulinn var manneskj- an að rausa um! Hann var sak- laus eins og nýborið lamb — eða því sem næst. Hringinn á borð- inu eftir viskíglasið hafði hann nuddað með teakolíu morgna, kvölds og miðjan dag, og skerm- EFTIR KIM fólk hingað inn! Þú hefur lifað hér með hjákonum þínum. Hérna — í rúminu mínu! — En ... sagði Hans-Pétur. — Steinþegiðu, ég vil ekki heyra eitt einasta orð frá þér. Á morgun fer ég til lögfræðings- ins. Að þú skyldir ekki geta ... en að láta náttkjól viðhaldsins þíns liggja í rúminu mínu! Ó, Hans-Pétur, að þú skulir geta verið svona andstyggilegur. Hann botnaði ekki neitt í neinu. Hann leit á rósrauðu flík- ina, sem hún hafði hent framan í hann. Nóttkjóll viðhalds? í rúminu hennar Elsu? — En ... stamaði hann. ■— Reyndu ekki að koma með neinar afsakanir. Ég veit hvað hér hefur átt sér stað. Ég þekki þó sundur mína náttkjóla og annarra. Út! Út! grenjaði Elsa og grýtti í hann bókum, mynda- römmum (brúðkaupsmyndinni), burstum og öðru sem hönd á festi. Hann beygði sig eldsnöggt og hörfaði undan í skjói. Óhljóð- inn á standlampanum hafði hann látið lagfæra eftir slysið, þegar hann datt um hann . . . Og hvað svo fleira? Nokkuð annað hafði hann ekki gert af sér. Viðhald! Hlægilegt! Kannski ekki svo mjög hlægileg hug- mynd í sjálfu sér, þar eð hann var þó á bezta aldri, en það var beinlínis fáránlegt að tortryggja hann. Hann var næstum kafnað- ur af vonzku og lauk upp frönsku altandyrunum, sem vissu út að götunni. Hann leit sem snöggvast sjö hæðir niður á stéttina. Svo fór hrollur um hann og hann lok- aði dyrunum aftur. Hann gat ekki um annað hugs- að en bölvaðan náttkjólinn. Hann kastaði honum á gólfið. Svo tók hann hann upp og þreifaði á mjúku, rósrauðu efninu með fal- lega útsauminum ofan til. Hvað átti Elsa við? Hvers vegna varð hún svona óð? Auðvitað átti hún náttkjólinn. Hann og einhver hjákona! Hlægilegt, nei, bíðum aðeins við — ekki hlægilegt, og mjög ósanngjarnt. í þessari kyn- lausu íbúð! Gat það ... ? Nei! Hann vísaði hugmyndinni frá sér. En hún lét á sér bæra á ný. Gat það átt sér stað, að náttkjóllinn væri eign frúarinnar á fyrstu hæð? Það hafði verið dag einn, einn klukkutíma, stundarfjórðung ... Nú mundi hann eftir því. Hann hafði farið með þvottinn sinn út á snúru, og í sömu svip- an kom frúin á fyrstu hæð einnig til að hengja upp. Sem einn kavalér varð hann auðvitað að bjóða henni hjálp, og þannig upp- hófst smámsaman daðurstund sumarsins. Hún var falleg. Við ættum að þekkjast betur, við, sem búum í sama húsi, hafði hann hugsað — leiðinlegt hve fólk gat verið framandi fyrir hvort öðru. Gæti hann hafa ... hafði hann tekið meira en hann átti, er hann tók þvottinn niður af snúrunni í gærkvöldi. Þannig hlaut að liggja í því. Náttkjóllinn var á- reiðanlega eign frúarinnar á fyrstu . .. hvað hét hún nú aftur? Jakkelína. Nei, það var hún, sem var gift forsetanum. Frúin á fyrstu hæð var gift slátrara. En honum hafði fundizt nafnið hennar eitthvað svo eggjandi. Hann hélt náttkjólnum upp fyrir framan sig. Þetta gat stað- izt. Jakk . . . nei, ekki Jakkelína, heldur hvað hún nú aftur hét — var sennilega tveimur númerum minni en Elsa. Hann laut áfram til að sjá hve síður kjóllinn væri, en sá þá spegilmynd sína í nátt- svartri gluggarúðunni og roðn- aði. Hún hlaut að eiga hann. Annáðhvort það eða þá hann var frá þvottahúsinu. Ókunnugur náttkjóll gat ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að læðast upp í rúmið hennar Elsu. Hann rauf víggirðinguna og læddist til svefnherbergisins. Bankaði var- lega að dyrum. — Elsa ... sagði hann. — Elsku litla Elsan mín? — Ú-hú-úhúhú-úhúhúúú, var svarið. Hann barði aftur. — Elsustúlka ... hvíslaði hann. — Táta litla ... pótintáta ... — ÚhúhúúúÚHÚÚÚ. Hann hélt fyrir eyrun. Hvílík herjans öskur! Hann vonaði að svefnherbergisglugginn væri lok- aður, svo að allt nágrennið lægi ekki á hleri. Hann hikstaði. Því- líkur fjandi, að þurfa að fá hiksta á svo alvarlegri stund. —- Litli grislingurinn minn! hvíslaði hann. - — Elsa . . . pótin- táta . .. hikk! — Þegiðu! æpti hún að innan. — Svikarinn þinn. Lausinginn þinn. — Hikk, sagði hann. — Fyllisvínið þitt! Konuníð- ingurinn þinn! Ef þú dirfist að reyna að koma inn, stekk ég út um gluggann. ÚúúhúhúúHÚúúú- úúúú ... Endalokin, hugsaði hann. Endalokin á hamingjusömu hjónabandi okkar Elsu. Hann gekk undirleitur til baka inn í stofuna. Hann lagðist á sófann og breiddi á sig frakka, en gat ekki sofnað. Snemma næsta morgun lædd- ist Hans-Pétur að heiman með náttkjólinn fræga og morgun- blaðið í töskunni. Hann gat ekki sætt sig við þá tilhugsun, að þetta yrði endirinn á sambandi þeirra Elsu. Að vísu var hann enn ekki orðinn sá heimsdrottn- ari, sem hann hafði gjarnan lát- izt vera, meðan þau voru trúlof- uð, og hún hafði sennilega einn- ig glatað einhverju af töfrum sínum, en yfirleitt höfðu þau ver- ið hamingjusöm. Hann varð að ná tali af henni. Hann varð að fá færi á að skýra þetta nátt- kjólsmál. En setjum nú svo að helvítis Framhald á bls. 39 VIKAN 39. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.