Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 14
Hann sat og horfði á, þegar morð- ingjarnir réðust að húsbónda hans með brugðnum sverðum og myrtu hann þar sem hann lá. > Það var í litlu, indversku sveita- þorpi. .. v DUMBA VITNIÐ EFTIR LEONARD GRIPPLE HANN VAR HJÁKATLEG, LfTIL MANNVERA, EN VITNISBURÐUR HANS KOM FRAM HEFNDUM FYRIR MANN- INN, SEM EINU SINNI HAFÐI HAFT HANN SEM HÚSDÝR. •§ i im:? $e 1' ‘ ; v-, • . - ", . ..;• . -igziiiBXEskaS&MMfa* <~¥ ■ ■ . ••. SONN í blóma stjórnartíðar brezka Rajsins, var hinn skæði flokksfor- ingi C. E. Gouldsbury fenginn til þess að skipuleggja lögreglustarf- semi Bengal, þannig að hún gæti virkað á nýtízku hátt, rétt eins og lögreglusveit í sveitahéraði heima í Englandi. Stærsti vandi hans var að manna sveit sína hæfum leynilögreglu- mönnum. Hann komst að raun um að margir Indverjanna voru fæddir leikarar/ en höfðu hvorki líkamlegt né andlegt atgervi til þess að geta notað hæfileika sína í þágu laga og réttar. Á hinn bóginn gat hann fundið innan um einn og einn Indverja, sem hafði næga aðlögunarhæfileika og vald yfir skapi sínu, og gat hann þá fljótt gert sér grein fyrir, að hann hafði fengið mann, sem var fæddur leynilögreglumaður. Fjöldi þessara manna var ekki mikill, en þeir reyndust framúrskarandi á mannaveiðum, og áttu fullkomlega skilið hina miklu fyrirhöfn, sem Gouldsbury lagði á sig við þjálfun þeirra, svo og það traust, sem hann síðar sýndi þeim. Slíkur maður var Kali Das. Eng- inn myndi líta tvisvar á hann á markaðstorginu. Hann var lágstétt- ar Bengali, meðalmaður á hæð, og hafði ráfað úr einu starfi í ann- að með kæruleysi flökkurakka þorpsins, snuðrandi í kring um ill- ræma staði, en hann átti stóran og virkan þátt í mörgum stórmálum, sem Gouldsbury fékk til meðferðar. Oftar en einu sinni sannaði hann það, að hann var frábær leikari, og einnig skaraði hann langt fram úr öðrum hvað snerti dulbúning. Kali Das var maðurinn, sem Gouldsbury kallaði sér til fulltingis er hann stóð frammi fyrir vanda- máli lausnar á óvenju hrottalegu morði í þorpinu. Um það leyti hafði Das sannað hæfileika sína sem leynilögreglu- maður. Hann hafði fullkomnað sig í því að breyta persónuleika sínum eftir fötunum, sem hann klæddist. Honum hafði meira að segja lærzt listin að breyta dökkum andlits- dráttum sínum, svo að hann varð óþekkjanlegur. Eins og raunin var með hinn fræga Vidocq, sem stofnsetti frönsku leyniþjónustuna, hafði verið tíma- bil í lífi Kali Das, þegar hann var mikið viðriðinn þjófa og afbrota- menn. Þetta var maðurinn, sem tók að sér að vera eins manns drauga- sveit Gouldbury. Kali Das notaði aldrei sama gerv- ið tvisvar. Þegar einu máli var lok- ið, var gervið, sem Kali Das hafði notað, dautt og grafið. Þegar hann fékk næsta mál til meðferðar, steig annar og nýr persónuleiki upp á hið persónulega og oft hættulega leik- svið Kali Das. Þannig var málunum varið í sam- bandi við morðið í þorpinu. Einn — VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.