Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 19
 Sérstaklega falleg sjalkragakápa úr mjúku kamelhári, beigelituð að utan, en millibrún að innan, en á svona óhnepptum sjalkragakápum sést innra borðið mikið og áríðandi að litirnir fari vel saman. Þessar kápur eru sérstaklega vinsælar til kvöld- og eftirmiðdags notkunar. Takið eftir hattinum, sem fer mjög vel við þetta mjúka kápusnið. Með svona kápu væri t. d. hatturinn, sem fylgir gráu dragtinni <3 með uppstandandi kraganum alveg ófær. <3 Klassiskur frakki úr köflóttu tweed. Kraginn fellur ekki þétt að hálsinum, en við hana er not- aður svartur skinntrefill. Parísarhúfa úr dökku filti fylgir. Grá-brúnn frakki, sem hægt er að nota báðum megin, en hitt borð hans er smáköflótt í hvítu og sama grábrúna litnum. Hann er beinsniðinn og ermarnar svolítið víðar fremst. En það bezta við hann er þó trefillinn, sem nýtur engu minni vinsælda í haust en i fyrra og hitteðfyrra. Það er tízka, sem hentar okkur fádæma vel í okkar veðráttu. Þeir eru notaðir jafnt úr sama efni og kápan eða prjónaðir, og eru þeir prjónuðu hafðir mjög stórir. L <1 Líka eru skinntreflar mikið notaðir. Smart dragt úr brúnleitu tweedi með mjög síðum jakka. Pilsið slétt og jakkinn einhnepptur. Með henni fylgir vesti í hrúnu ullarfilti með sama sniði og karlmennirnir hafa hingað til eignað sér. í liálsinn er bundinn trefill úr mjúku, brúnu skinni. Langir lianzkar eru mikið í tízku og eru notaðir við þessa dragt, þó að ermarnar séu fullsíðar. Jtir Hér er blessuð Greta Garbo komin ljóslifandi. Húfan eins og notuð var, þegar hún var upp á sitt bezta, hárið eðlilegt og ótúberað, hálfsítt. Dragtin er úr rifluðu flaueli, tvíhneppt með hálfsíðum ermum, en blússulíning- arnar látnar standa fram úr ermunum. Kraginn kæruleysislega uppbrettur og þá vantar eklcert <3 nema sólgleraugun. Þá er aftur kominn tími til að fara að hugsa fyrir vetrarkápu, og eins og sjá má af þessum myndum, er úr miklu að velja, bæði hvað kápur og hatta snertir. Tízkan virðist vera að færast í það horf, að meiri fjölbreytni gæti nú en oft undanfarið, en suma vetur hefur það verið svo, að allar konur virtust steyptar í sama mót og götumyndin því harla fábreytileg. VIKAN 39. tbl. 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.