Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 22
Nýi sjónvarpsturninn, sem nú er verið að smíða í Moskvu, verður hæsta bygging í heimi. Honum er ætlað að verða einkonar tákn Moskvu, eins og Eiffelturninn er tákn Parísar, nema hvað þessi Moskvuturn verður tveim hundruð metrum hærri — og vel það. Hann verður flóðlýstur alla nóttina þegar þar að kemur, og þar sem hann verður 508 metrar á hæð, sést hann að sjálfsögðu langar leið- ir að. Undirstöðubyggingin verður hringmynduð og turninn sívalur. Neðst verður hann hvorki meira né minna en 65 m að þvermáli. Fjórar hraðgengar lyftur eiga að annast mannflutn- inga í allt að 400 m hæð, en þar verða út- sýnissvalir, og á að sjást þaðan yfir alla hina miklu höfuðborg Rússaveldis. Sjónvarps- stöðin á að verða til húsa á níu hæðum, neð- arlega í turninum. Þar fyrir ofan verða svo veitingastaðir á nokkrum hæðum. OO — VIKAN 39. tbl. GEIMTURN A EYÐIMÖRKINNI Þá er það ekkl ncinn smáræðis turn, sem rúss- neskir vísindamcnn ráðgera að reisa einhversstaðar á óbyggðum. Það er tæknisérfræðingurinn, dr. G. Pokrovsky, scm á að sjá um þær framkvæmdir. Að sjálfsögðu mundi það hafa ómetanlega þýð- ingu fyrir stjarnfræðilegar og geimfræðilegar rann- sóknir, að hafa þannig fastan stað til þeirra hluta í 150 km hæð. Sama máli gegnir um „lofttóms“- tilraunir alls konar. Loftþrýstingurinn er lægri, þeg- ar komið er í þá hæð, en unnt er að ná i tilrauna- klefum á jörðu niðri. Vitanlega er með öllu óframkvæmaniegt að rcisa slíkan turn úr venjulegum byggingarefnum — hann mundi hrynja fyrir sinn eiginn þunga, löngu áður en þcssari hæð væri náð. Dr. Pokrovsky hyggst ráða þann vanda á þann hátt að gera turninn úr einu tröilstóru plasthylki, sem lagt verði á eyðimörkina í stórum, hringlaga brotum, þar sem botn þess verði grunnfestur. Þá verði vctnisgasi dælt inn í hylkið neðan frá. Þcgar gasþrýstingurinn inni í því er orð- inn meiri en loftþrýstingurinn umhverfis, réttist hylkið smámsaman úr brotunum og rís frá jörðu, cn eftir því sem það rfs hærra, vcrður ioftþrýst- ingurinn umhverfis það að sama skapi minni, en gasþrýstingurinn aftur á móti jafn. Fyrir bragðið á turninn að geta orðið hin stöðugasta bygging, þrátt fyrir hæðina. Samkvæmt útrcikningum doktorsins, verður grunnflötur turnsins um 10 míiur að þvermáli! Hann á að verða 160 km á hæð, og cfst uppi verður at- hafnasvæði um tvö hundruð metrar að þvermáli. Þar uppi á að koma fyrir þungum tækjum til stjarn- fræðilegra athugana, t. d. tækjinn til nákvæmra at- hugana á Marz — scin geta jafnvel fylgzt með öllum geimförum, sem lcnda þar. Göng verða upp eftir turninum fj*ir hraðgengar lyftur, knúnar með gasþrýstingi. Þannig hugsa viökomandi tæknisér- fræðingar í Sovétríkjunum sér það að minnsta kosti. VIKAN 39. tbl. — 23 SÖLGEISLALEIÐSLUR Tveim vísindamönnum í Sovétríkjunum hefur nú tekizt að leysa þraut eina mikia, sem vfs- indamenn og tæknisérsfræðingar í öðrum lönd- um hafa glímt við árum saman að undanförnu — þeim hefur tekizt að gera nothæfar SÓLAR- GEISLALEIÐLUR. Það þýðir með öðrum orð- um, að fært verður að flytja „sámþjappað" sólar- ljós langar leiðir meö leiðsium, sem gerðar eru úr hárgrönnum glerþráðum. Þessi glerþráðaleiðsla liggur innan úr sveigjan- legum pípum. Sóiargéislanum er síðan varpað af feiknsterkum holspegli inn í leiðsluna, og berst svo eftir henni með ótölulegum endurspeglunum eins langt og vera vill. Þvermál hvers glerþráðs í leiðslunni nemur aðeins fjögur tii fimm hundraðasta hluta úr millimetra, en allir mynda svo þessir þræðir alldigra en mjög sveigjanlega strengi. Þannig renna svo sólargeislamir eftir leiðslunni líkt og vatn streymir eftir pfpu. Megin- strengurinn skiptist sfðan í aðra og grennri strengi. Sumir þeirra enda í einskonar ljósalögnum. Aðrir í tækjum, sem notuö eru við málmsmíði, lóðun, bræðsiu, logskurð og suðu. Læknar geta notað geislahitann til að brenna með mein úr innri líffærum, þar eð leiðslan er svo grönn, að þeir geta þrætt hana eftir æðum að vild, alla lcið inn í hjartað, ef mcð þarf. Þá verður sólarljósið og „beiziað" á þcnnan hátt til upphitunar í byggingum og fjölmargra annarra nota. Enn á þó tækni þessi cftir að fullkomnast mikið, áður en svo verður. Eins og er, reynist ckki unnt að flytja geislana lengri leið en fimmtfu metra frá speglinum, án þess að nokkuð dragi úr orku þeirra, það er að scgja, glerþræðirnir drekka hana í sig. FEGURRI TÖNLIST EN AÐUR hefur heyrzt Rússneskir tæknisérfræðingar á sviði tónlistar spá þar undrum og stórmcrkjum á næstunni. Fyrst og fremst nýrri gerð smáhljóðfæra, sem hafa yfir að ráða hin- um ótrúlcgustu tónbrigðum, og loks hjálpartækjum til handa tónskáldum, sem gera þeim klcift að semja, endursemja og fága tónverk sín jafnóðum og þau verða til, á sama hátt og máiarinn getur unnið mynd sína. Fyrir atbeina þessarar tækni og tækja, getur tónskáldið ekki einungis skráð tón- vcrk sitt um lcið og hann semur það, held- ur og líka hcyrt það Icikið með öllum þeim hljóðfærum og röddum, sem hann hyggst nota við flutning þess. Að þvf loknu getur hann stjórnað flutningi verksins, samræmt og mótað styrk hinna ýmsu hljóðfæra og radda og temprað hraða flutningsins, með þvf að hrcyfa stjórnstllla. Kerfi ljósa, þétta, rafeindafruma og raf- hreyfla getur sem sé framleitt einskonar „gervihljóðfæraraddir“ — sem auk þess hafa sex sinnum flciri tónbrigði en hljóm- borð fiygilsins. Sum svo hárffn, að mann- legt eyra fær vart greint þau. Þannig getur nútímatækni gert draum gömlu mcistaranna um hið fullkomna hijóðfæri að vcruleika, segja þessir rúss- nesku tæknifræðingar. Þá er í ráði að byggja nokkrar borgir á hafsbotni, þar sem haffræðingar og aðrir vfsindamenn, sem við skyld fræði fást, geti haft aðsetur sitt. Verður sökkt niður geysistórum málmhylkjum, sem síðan vcrða tengd saman með vatnsþéttum og loftþétt- um göngum, og mynda þau þannig borgina, þar sem vísindamennirnir vinna að athugunum sínum og rannsóknum. Málmhylkin vcrða að sjálfsögðu með stórum gluggum og jafnvcl gagnsæjum hvelfingum, en hvert þcirra um sig vcröur 20 mctra á hæð og 8 metrar að þvermáli. í málmhylkjunum verða íbúð- ir, rannsóknastofur og verkstæði alls konar, og loks verður í borginni sérstök miðstöð, þar sem rafeinda- heilar létta undir með vísindamönnunum, og taka á móti alls konar upplýsingum, scm berast frá fjöi- virkum mælitækjum, sem staðsett vcrða á mismun- andi dýpi og starfa algerlega sjálfvirkt. Öll merki verða send með hátíðnishljóðsambandi. Þessi fyrrnefndu málmhylki eiga að standa á stór- um stoðum, en á botni þeirar vcrða sérstaklcga gerð- ar útgöngudyr, þar sem íbúarnir gcta komizt um borð í litla kafbáta, sem hafðir verða í áætlunar- ferðum milli borganna á hafsbotni og borganna á þurrlendinu. Sterkar ljósvörpur verða notaðar til að lýsa upp hið myrka djúp umhverfis þessar furðuborgir. Þarna niðri verður unnið að því að komast að ýmsum þeim leyndardómum hafsins og hafdjúp- anna, sem enn eru mönnum — jafnvel vísindamönn- unum hulin ráðgáta. BORGIN Á HAFSB0TNI NÝR EIFFELTURN Þá eru rússneskir vísindamcnn og tæknisér- fræðingar önnum kafnir við undirbúning að smíði jarðflaugar, sem er uppfinning rússneska vísindamannsins, Dimitrij Nalivkin. Þessi „far- kostur“ verður, þegar til kemur, um tvö hundruð smálestir að þyngd. Þar verður komið fyrir kjarnorkuofni, sem sendir gifurlcga heita strauma niður um trjónu flaugarinnar, og eiga þcir að brenna og bræða jarðveg og bergtegund- ir, en samþjöppuðu gasi er þrýst út um skut hennar, og knýr það hana áfram niður göngin, sem hún myndar sér með brunanum og bræðsl- unni.. Að sjálfsögðu er ekki gert ráð fyrir að manna slíka jarðflaug, heldur verður hún búin allskonar mælitækjum, scm senda frá sér upplýsingar um hitastig og efnasamsetningu jarðarinnar, á leið flaugarinnar inn að glóandi kjarna hennar. Þetta verður þó ekki ncma fyrsta skrefið í þeim við- tæku rannsóknum, sem rússneskir vísindamcnn hafa í liyggju að framkvæma í iðrum jarðar. BRÆÐIR 0G BRENNIR SÉR JARÐGÚNG Rannsóknir rússneskra vísindamanna þykja hafa leitt i ljós, að risastórir svifbílar verði heppilegasti farkosturinn í sambandi við hagnýtingu á hinum óraviðu auðnum Norður-Síberíu, sem kalla má sam- vaxnar ísbreiðum norðurhjarans. Rússar ráðgera því nú að smíða slíka svifbíla. Eiga þeir að hafa margfalt burðarmagn á við stærstu flutningaflugvélar og geta farið yfir auðnirnar með margfalt meiri hraða en hraðskreiðustu flutninga- lestir. Tilraunir, sem rússncskir tæknisérfræðingar hafa þegar gert með slíka farkosti, hafa leitt i ljós að hreyfilorkuþörfin stendur stöðugt í öfugu hlutfalli við stærðina — Því stærri, sem þessir svifbílar eru því minni hreyfilorku þarf hlutfallslega til að knýja þá. Eins og stendur vinna rússnesku tæknisérfræð- ingarnir að smíði risasvifbíls, sem á að uppfylla eftirfarandi kröfur: Að geta tekið stökk yfir gil, gljúfur og árfarvegi. Að hann blási ekki upp mold- roki, ryki eða lausamjöll, þar sem hann fer yfir. Að hrcyfiiorkan nýtist að mestu leyti til að knýja bílinn áfram, en sem minnst af henni fari í það að halda honum á svifi. — RISASVIFVÉL METERSLANGAR GULRÆTUR Landbúnaðarvísindamenn í Sovétríkjunum liggja ekki heldur á liði sinu. Með kynbót- um eg samæxiun jurta, meðal annars þeirra, scm 'hafa vissan mismun litningafjölda, telja þes;ir vísindamenn sig geta ræktað ávexti án kjarna, og verði þá öll þau næringarcfni, sem annars eru í frjói eða kjarna, eingöngu í ávextinum sjálfum, og geti það orðið til að auka stærð ha.ns og þunga um allt að því 40%. Eru kjarnalausar plómur þar fyrstar á áætluninni. Samkvæmt þeim árangri, sem landbúnaðar- vísindamennirnir telja sig þegar hafa náð með rannsóknum sínum og tilraunum, verð- ur þess ekki langt að bíða að rússncskir garð- yrkjubændur geti ræktað salathöfuð, sem verða einn metri á þvcrmál — og gulrætur, sem vcrða einn mctri á lengd! UNDRIN TOLF I SO

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.