Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 24
• Kalli, heldur smávaxinn, fékk loksins að fylgja elskunni sinni heim. Þegar þau voru komin hálfa leið, skall á þau rigning, og þau flúðu inn i smiðjuna á næsta bæ. Þar klöngr- aðist Kalli upp á steðjann og fékk að kyssa hana. Svo stytti upp og þau héldu áfram. Eftir nokkra göngu spurði Kalli andstuttur, hvort liann mætti kyssa hana aftur. Hún sagði nei. — Jæja, sagði Kalli vonsvikinn, — þá er ekkert vit í að drasla þessum steðja lengra. • Kennarinn spurði Magga: — Bóndi einn, sem við skulum lcalla Jóhannes, á sjö liænur. Hvað fær liann mörg egg, ef hver hæna verpir þremur eggj- um? Maggi litli hugsaði sig um stundarkorn, klóraði sér i höfðinu og spurði liugsi: -— Hét bóndinn Jóliannes? • Það átti að jarða Gunnu gömlu, og líkmennirnir skildu gröfina eftir opna, nóttina fyrir jarðarfarardaginn. Fyllikall rangl- aði inn í kirkjugarðinn um nóttina og datt ofan í gröfina. Þar sofnaði hann. Undir morguninn kom annar fyllikall og lagði sig á næstu gröf, Ekki leið á löngu, þar til hann heyrði uml upp úr opnu gröfinni og gekk á liljóðið. Þegar sá, sem ofan í lá, varð mannaferða var, sagði hann: — Mér er kalt. — Það er ekki að undra, sagði hinn, — búinn að sparka öllu ofan af þér. • Presturinn lauk við prédikunina, þagnaði um stund, en lýsti því svo hátíðlega yfir, að kirkjunni hefði horizt gjöf að upphæð 100 þúsund krónur, og hætti svo við: — Hinir rausnarlegu gefendur hafa ákveðið að halda nöfn- um sínum leyndum, og verða þau ekki látin uppi. Um leið og hann sagði þetta, tók Steini stórbóndi viðbragð, þar sem hann sat á fremsta bekk, og stóð upp ásamt konu sinni. — Já, sagði hann liátt og skýrt yfir söfnuðinn. — Okkur kom saman um það, mér og henni Helgu, að það væri bezt að hafa það þannig. • Það var í spurningunum, að presturinn spurði Önnu litlu: — Hvernig er sjöunda boðorðið? — Prest- urinn skal ekki stela. — Presturinn? Af hverju endilega prest- urinn? Heldurðu, að þetta sé rétt? — Ég má ekki segja þú við prestinn. • Það safnaðist löng biðröð við aðgöngumiðasöl- una, því Skotinn vildi fá bezta sætið á lægsta verði. Loks gat Bandarkjamaður i hiðröðinni ekki lengur orða bundizt og sagði: — Það tekur jafn langan tíma að afgreiða einn Skota og þrjá BandarikjamenBi. — Já, sagði Skotinn. — Þetta sögðu Þjóðverjarnir líka í stríðinu. • Móðirin kom með sex ára son sinn til sumardvalar á sumardvalarheimilið. Læknirinn skoðaði drenginn og spurði svo móðurina, þegar hann fór að fylla út skýrsluna: — Hefur drengurinn afnæmi fyrir nokkru? Áður en móðirin gat svarað, hvíslaði drengurinn: — Segðu graut, mamma. • Serverið þið snigla hér? spurði heildsalinn á Borginni. — Við ververum alla, svaraði þjónn- nn. • Tízkan mælir svo fyrir, að menn með brúnt hár eigi að ganga í brúnum fötum, svarthærðir menn í svörtum föt- um, gráhærðir í gráum. En hvemig eiga sköllóttir menn að vera til fara? • Litill drengur fór upp i sveit með foreklr- um sinum og sá kýr í jfjrsta sinn. Honum varð mikið star- sýnt á júgrið og spenana. Þegar þau voru að fara heim um kvöldið, fann strákur þumalslitinn vinnuvetling við hliðið. Þá gall hann við: — Mamma! Hérna hefur beljan týnt brjósta- haldaranum sínum! • Rakari nokkur í Vestmannaeyjum er maður orðheppinn og stundum orðhvatur. Ekki munu marg- ir hafa stungið upp í hann, en þó kunnum við sliks dæmi. Einn er sá maður í Vestmannaeyjum, sem er ber-nauða-sköll- óttur, en grínisti mikill og oft fljótur til svara. Hann fór einu sinni til rakarans að láta raka sig, en er hann settist í stólinn, hugðist rakarinn vera sniðugur, strauk yfir skallann á manninum og sagði: — Þetta er bara eins og rassinn á konunni minni. Viðstaddir hlógu innilega, en fórnarlambið lét ekki lengi á sér standa, heldur strauk yfir skallann á sér og svaraði: — Já, alveg eins! húmor i midri viku Þarna kemur maðurinn minn. Við verffum að láta sem ekkert sé. 24 — VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.