Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 31
mistur, og livarf svo fyrir hress- andi golu, sem þurrkaði skóg- inn. Um leið og bílarnir höfðu nokkra viðspyrnu, flýttum við okkur af stað í áttina að landa- mærunum. Þetta fór að styttast. Við gáfum okkur ekki tíma til að nota spilið, þegar bílarnir festust, settum við í axlirnar og ýttum. Fjórar milur. Þrjár. Tvær. Ein hæð eftir. . . . Við þustum hrópandi inn i rjóður. í miðju rjóðrinu stóð steinstólpi, með sinni brons- plötunni hvorum megin. Á ann- arri stóð: PANAMA, en á liinni COLOMBIA. Eftir 107 daga og 244 mílur vorum við komnir til Suður-Ameríku. Það liður varla á löngu, þar til þjóðvegurinn kemur í gegn um Daricn. Það er farið að afla fjár til þeirrar lagningar. Við liöfum ánægjuna af því að hafa ruðzt þar í gegn, meðan það var ennþá einhver ósnortn- asti skiki heimsins, og fyrstir til þess að sigrast á torfærunni á venjulegum bílum. Og hvorki við — né skógurinn — verður nokkurn tíma sainur aftur ☆ BOÐFLENNA í BRÚÐKAUPI. Framhald af bls. 27. þegar Klara væri búin að svala þorsta sínum.“ „Allt í lagi. Við skulum halda út í bæinn. Okkur dettur áreið- anlega eitthvert ráð í hug.“ Þegar við ókum undir krónum álmviðarins út strætið, datt mér allt í einu í hug, að eiginlega væri minning hinna látnu bezt heiðruð með því, að þeir, sem eftir lifðu, hefðu þeirra einhver not. „Larry,“ varð mér að orði. „Sérðu nokkuð athugavert við það að ganga í skóm látins manns dálitla stund?“ „Ég veit að þú ert nákunnug- ur Humphreysfólkinu," svaraði Larry, „en mér kemur ekki til hugar að vaða inn að líkbörum Humphreys gamla og draga skóna af fótum hans. Það er útilokað, það get ég sagt þér.“ „Var ég að stinga upp á því?“ „Hlustaðu nú á mig. Þú manst áreiðanlega eftir því, þegar þið strákarnir kölluðuð á lögguna og létuð taka hann fastan, þar sem hann lá dauðadrukkinn í göt- unni?“ „Ég hef ekki heldur minnzt einu orði á Humphreysfólkið ...“ „Hvern hefurðu þá í huga?“ „Reynoldsf ólkið. “ „Þá það.“ Nokkra stund ókum við svo þegjandi. „Hver er hann, þessi náungi, sem hún er að giftast?“ „Hann er útskrifaður frá her- foringjaskólanum í Annapolis. Undirforingi.“ heimiliskæliskápar - 3 stærðir Myndin sýnir ATLAS Crystal King: ★ glæsilegur útlits * hagkvæmasta innrétting, sem sézt hefur ★ stórt hraófrystihólf með sérstakri „þriggja þrepa“ froststill- ingu ★ 5 heilar hillur og grænmetisskúffa ★ í hurðinni eru eggjahillur, stórt hólf fyrir smjör og osta og 3 flöskuhillur, sem m. a. rúma háar pottflöskur ★ sjálfvirk þíðing ★ nýtízku segullæsing * færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun ★ innbyggingarmögulcikar ★ ATLAS gæði og 5 ára ábyrgð ★ þrátt fyrir alla kostina er hann lang ódýrastur! Atlas Crystal King — Hann er konunglegur! ÁTLAS Úrval annarra heimilis- tækja, m. a.: NILFISK ryksugur og bónvélar. FERM þvottavélar (4 stærðir), þeytivindur og strauvélar. ATLAS tauþurrkarar (teak eða hvítir) og teak-kæliskápar. BAHCO eldhúsviftur (2 gcrðir), tauþurrk-1 arar og gufubaðstofutæki. BALLERUP hrærivélar (3 stærðir). GRILLFIX grillofnar (2 stærðir). FLAMINGO straujárn, snúruhaldarar og úðarar. FÖMIX O. KORNERUP-HANSEN Sími 12606 Suöurgötu 10 Reykjavílt. heimilisfrystikistur - 2 stærðir bera af um útlit og hagkvæmni! Kæliskápar leysa daglega geymsluþörf heimilisins, en frysti- kistur opna nýja möguleika: Þér getið aflað matvælanna, þcgar vcrðið er hagstæðast og gæðin bezt, og ATLAS frysti- kistan sér um að halda þeim óskertum mánuðum saman. Þannig gctið þér sparað fé, tíma og fyrirhöfn, og jafnframt boðið heimilisfólkinu fjölbreytt góðmcti allt árið. omið og skoðið, hringið, skrifið 5a útfyllið úrklippuna, og við r. iiniirn veita yður nánari upp- iýsingar og leggja okkur fram um g iða afgreiðslu. Góðir greiðsliuskilmálar. Sendum um allt land. Undirrit....... óskar nánari uppl. (mynd Nafn og heimilisfang: ......................... — — Klippið hér----------------- verð — greiðsluskilmálar) um: VIKAN 39. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.