Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 33
„Fræg stríðshetja kannski?“ „Það er allt í lagi með hann.“ „Þekkirðu hann?“ „Það er Pat, sem er að giftast honum. Ekki ég.“ Mér varð svo mikið um að ég hemlaði. „Getur þú þá tekið hlutina al- varlega?" „Heyrðu — eigum við ekki að sleppa þessu og reyna að verða okkur úti um skóna .. „Þetta er einhver sú harm- rænasta ástarsaga, sem ég hef heyrt um, annars staðar en í kvikmyndum," varð mér að orði. „Hvað veiztu nema hann sé ak- feitur og ólánlegur?“ „Ég er ekki jafn svartsýnn á fólk og þú virðist vera.“ „Allt í lagi,“ varð mér að orði. „Við skulum mætast á miðri leið. Vegir ykkar skiljast. Hún heldur á brott frá þér með undirforingj- anum í tómlegt herbúðalíf og stöðugt flakk á milli herstöðva. Þú heldur á brott frá henni í dauðsmanns skóm. Hvað viltu hafa það harmrænna? Reynoldsfjölskyldan bjó í stóru, hvítu húsi við helztu götu í þessu úthverfi borgarinnar. Húsbóndinn var skömmu látinn, og allt var kyrrt og hljótt. Ekkjan var eitthvað að dunda úti í garðinum, þegar okkur bar þar að. Hún heilsaði okkur vin- gjarnlega, og í sömu svifum kom dóttir hennar, Quinny Reynolds, út á dyraþrepin, klædd skærgul- um stuttbrókum og hvítri blússu. Hörgullið hárið féll í lausum lokkum um axlir hennar og barm. „Quinny," varð mér að orði, þegar hún kom út að bílnum til okkar. „Veiztu það, að við erum staddir á barmi örvæntingarinn- ar.“ Hún hallaði sér inn um bíl- gluggann. „Það er víst ekki nýtt,“ sagði hún. „Hvaða klípu hafið þið nú komið ykkur í?“ „Ekki getur þú víst lánað okk- ur skó' af honum föður þínum sáluga?“ Quinny sneri sér að móður sinni, sem einnig var komin út að bílnum. „Þeir eru að biðja um skó af honum pabba sáluga?“ sagði hún eins og til skýringar. „Einmitt það? í sambandi við hvað, eiginlega?“ „Brúðkaup," svaraði ég. „Svojá, Þið ætlið að hengja þá aftan í bíl brúðhjónanna, geri ég ráð fyrir?“ Kuldinn í rödd hennar leyndi sér ekki, en Larry hallaði sér að mér og svaraði hreinskilnis- lega: „Nei, mig vantar skó á fæt- urna, það er allt og sumt.“ Rödd og viðmót ekkjunnar ger- breyttist. „Jæja. Einmitt það. Komdu inn, Larry, gerðu svo vel ...“ Það var annarlega svalt og drungalegt inni í anddyrinu, þar sem ýmsum munum húsbóndans sáluga hafði verið komið fyrir í stórri kistu, golfkylfum hans og öðru þessháttar, rétt eins og kist- an stæði þarna og biði þess að hún yrði send með næstu ferð yfir landamærin, til hinna dauðu. En það var ekki að sjá að Quinny þætti það að neinu leyti óviðkunnanlegt. Hún tók sér makindalega sæti á kistulokinu og spennti hendur um hné, og allt í einu var sem henni opin- beraðist hvers vegna við værum komnir þessara óvenjulegu er- inda. „Brúðkaup,“ sagði hún. „Brúðkaup Pat Swift. Ó, Larry ... ég samhryggist þér.“ Hún teygði til hans arminn, tók í hönd honum og hélt í hana drykklanga stund, þangað til ekkjan bað hana að standa upp og opnaði kistuna. Það lagði ramman þef af mölvarnarkúlum fyrir vit og um hríð starði hún ofan í kistuna. „Ekki veit ég hvers vegna maður er að geyma þetta úr því sem komið er,“ sagði ekkjan. „Það finnst mér ákaflega skilj- anlegt, frú Reynolds," sagði Larry. „Mér finnst það meira að segja ákaflega fallega gert.“ „Allt í lagi, Larry minn,“ varð ekkjunni að orði. „Ekki getum við látið þig fara í brúðkaup, svona til fótanna. Sízt af öllu í einmitt þetta brúðkaup.“ Og hún virti fyrir sér inniskódruslurnar, sem hann hafði á fótunum. Quinny skríkti, en móðir henn- ar seildist ofan í kistuna, leitaði þar andartak og dró því næst upp svarta skó og hélt þeim upp við birtuna. Og um leið vaknaði sú hugsun með mér, að þessi til- ætlunarsemi okkar hlyti að særa tilfinningar hennar og ýfa upp sorgina. „Þeir eru alveg eins og nýir,“ sagði ég. „Þetta eru fínustu skór ...“ „Ég hafði það fyrir venju, að kaup alltaf vönduðustu gerð af skóm, handa manninum mínum sáluga,“ sagði ekkjan. „Þessir kostuðu til dæmis tuttugu og sjö dali.“ Hún rétti Larry skóna. Mér kom til hugar að þeir kynnu að reynast of litlir. Kannski hálfu númeri. En einhvernveginn tókst Larry að troðast í þá. „Þeir eru kannski helzt til þröngir, frú Reynolds, en það er bara fyrst,“ sagði hann og reyndi að bera sig karimannlega. „Þakka þér innilega fyrir.“ Og ekkjan tók inniskóræflana og kastaði þeim í ruslakörfuna, og það var ekki laust við að nokk- urs saknaðar gætti í augum Larrys, þegar hann horfði á eftir þeim. Þeir hafa eflaust verið búnir að duga honum vel. Quinny fylgdi okkur út að bíln- um. Hélt í hönd Larry, og svei- mér þá, ef mér fór ekki að detta ýmislegt í hug. Þó að engum gæti dulizt innileg samúð hennar, var það samt allt annað, sem fyrst og fremst vakti athygli mína. Hún hafði til dæmis óvenjulega Tökum mál, saurnum, setjum upp Gluggatjaidaefrei ULL BOMULL TERYLENE DRALON ________RAYON _________ Marteínn Einarsson & Co. Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816 VIKAN 30. tkL — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.