Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 37
úr röðinni eins og vera bar. Mér varð litið upp í stigann, þar sem Larry stóð enn og beið, en eftir svipnum að dæma, virtist mér ó- sennilegt, að hann mundi bíða þar öllu lengur. Mér fannst sem ég heyrði þegar í eyrum mér glumruganginn og skarkalann, þegar hann kæmi brunandi eftir marmaragólfinu á skaflajárnuð- um hnöllunum, rétt eins og skrið- dreki eftir steinlögðu stræti, og merði og molaði undir hælu.m sér þær vesælu tær, sem lágu varnarlausar í þunnu gljáleðurs- hýði. Ég þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda, og vafalaust hefur það verið ósjálfráð tilraun mín til að kæfa óp og vein hinna ristarbrotnu meyja í eyrum mér, þegar ég tók fullt viskýglas af bakkanum, sem þjónninn hélt hæversklega að mér, svalg það í botn í einum teyg, setti það frá mér á bakkann og tók mér annað ... í sömu svifum varð mér litið þangað, sem Moe Curtis stóð, um- kringdur hópi sameiginlegra kunningja okkar af báðum kynj- um. Það sló mig ónotalega hvern- ig það pískraði og hló, svo að ég gekk í áttina til hans. „Heyrðu mig um hálft orð, Moe,“ mælti ég svo hátt að allur hópurinn mátti heyra. ,,Ég hef alltaf álitið, að þú værir sannur vinur vina þinna. Traustur eins og bjarg og þagmælskur eins og gröfin, og það veit ég að þú ert. Þurfum við einhverntíma á trún- aði og þagmælsku að halda, þá máttu vera viss um, að við leit- um fyrst til þín.“ Að svo mælti snerist ég á hæl og hélt að stiganum, þar sem Larry stóð enn í neðsta þrepinu. Eftir svipnum á andliti hans, hefði maður getað haldið, að skaflarnir undir hnöllunum sneru öfugt og stæðu upp í iljarnar á honum sjálfum. Hann leit á mig, og það fór hrollur um mig við það augnaráð. „Ég komst ekki hjá að doka við og fá mér staup,“ mælti ég afsakandi. „Hvað sagði hún?“ „Ég fékk ekki tækifæri til að minnast á þetta við hana.“ „Þakka þér ástsamlega fyrir. Það var drengilega gert.“ „Hún virtist ekki einu sinni sjá hver ég var. Ekki þekkja mig. Ég segi þér dagsatt, Larry. Hún er einhversstaðar uppi í skýjun- um, skilurðu?" Hann sneri við upp stigann. „Og þar að auki kjaftar Moe þessu með skóna í hvern mann,“ bætti ég við. Larry nam staðar í stiganum. „Gerir hann það?“ „Já, raunar.“ „Það,“ sagði Larry, „er einmitt það, sem ég þurfti með. Einmitt það, sem á vantaði." Og enn sneri hann við og gekk nú niður stiga- þrepin. Hann gekk hægt og rólega nið- ur stigaþrepin sjö og hélt síðan Nýtt Toni með tilbúnum bindivökva liðar hárið á fegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- Mjög auðveit. Kiippið Með nýja Toni bindivök- A A J spissinn af flöskunni og vanum leggio pér hvern kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega bmdivökvinn er tiibúinn sérstakan íokk jafnt og 00 til notkunar. reglulega og tryggið um liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðförum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef liða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef liða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal lítið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. VATN ÓNAUÐSYNLEGT — ENGIN ÁGIZKUN —ENGIR ERFIÐLEIKAR lcið betri og varanlegri hárliðun. NO MIX Tom NEW HOME PfRM út á marmaragólfið. Það var jafnsnemma og þeir síðustu í bið- röðinni höfðu fengið sína af- greiðslu hjá brúðhjónunum og aðstandendum þeirra. Um leið og Larry hóf göngu sína út á fág- aðan marmarann, kváðu við skellir, enn hærri og hvellari, en jafnvel ég hafði gert ráð fyrir að gæti átt sér stað. Það tók und- ir í veggjum og lofti og hver ein- asti maður leit furðu lostinn í áttina á hljóðið. Klikk-klakk, klikk-klakk, klikk-klakk ...“ Larry hélt rakleitt þangað, sem frú Swift, móðir brúðarinnar stóð, og fyrr en hún sjálf vissi orðið af, hafði hann tekið hraust- lega í hönd henni og flýtti sér ekki neitt að sleppa henni aftur. Þá kom röðin að föður brúðar- innar, sem virtist ekki almenni- lega gera sér grein fyrir hvað um var að vera: „Það er ánægjulegt að sjá þig hérna, Larry, reglu- lega ánægjulegt," tautaði hann. En það var Pat litla, sem átt- aði sig á lilutunum. Hún kom umsvifalaust til Larry, tók um báðar hendur honum, þrýsti þær innilega og það var eins og öll þreytan væri rokin út í veður og vind. „Þú getur ekki trúað því hvað mér þykir vænt um að þú skyldir koma,“ hrópaði hún hátt og fagnandi. „Ég var einmitt að vona að þú létir sjá þig, svo að ég gæti kynnt þig fyrir Jim, manninum mínum.“ Og hún bætti við. „Ég er viss um að þið eigið eftir að verða góðir vin- ir ...“ Og þá brá Jim við og þrýsti hönd Larrys og brosti innilega, og þarna stóðu þeir og brostu hvor til annars, þangað til móður brúðarinnar fannst meir en nóg um og kvað tíma til þess kominn að setjast að borðum. En hún sagði ofur hæversklega áður: „Ég verð að biðja þig að afsaka Larry . ..“ Þá sagði Pat: „Þakka þér inni- lega fyrir allt, Larry,“ og hvort sem þið trúið því eða ekki, þá tyllti hún sér á tá og rak aS honum rembingskoss, að öllum ásjáandi. Að því búnu smeygði hún hendinni undir arm eigin- mannsins, sem leiddi hana á VIKAN 39. tbl. — grj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.