Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 39
Hversvegna ekki það bezta og fallegasta í nýja eldhúsið eða um leið og þér látið mála það gamla. Þér fáið örugglega eitthvað sem fellur í yðar smekk, því að þér getið valið um 80 gerðir og liti af WESLOCK skápa- handföngum. WESLOCK BER AF - VELJIÐ Umboðsmenn á íslandi: K. Þorsteinsson & Co., Reykjavík. brott — óafturkallanlega. „Ég ætla að skreppa heim til Quinny og skila henni skónum,“ sagði ég við Larry, þegar við vorum setztir inn í bílinn. „Þeir liggja þarna enn í aftursætinu." „Þú hleypir mér út á móts við húsið hans Caps Tully,“ varð Larry að orði. „Hver veit nema Eðvarð Gos- hen og þessir stjórnmálaforkólf- ar séu staddir þar,“ varð mér að orði. „Þá skal ég svei mér kenna þeim hvernig þeir eigi að fara að til að sigra í þessum bölvuðu kosningum," hrópaði Larry. Nú eru tvö ár liðin síðan þess- ir atburðir gerðust. Það er að segja, tvö ár liðin síðan ég renndi við heima hjá Quinny og skilaði skónum, en að dómi okkar Quinny, er það merkilegasti at- burðurinn í þessu sambandi. f rauninni finnst okkur að öll þessi saga væri nauðaómerkileg, ef hún væri ekki fyrst og fremst skýring á því, hvers vegna ég kom heim til hennar og fékk lán aða skó, og síðan heim til hennar aftur og skilaði skónum . . . skýr- ingin á aðdraganda þess að við urðum hjón ... ★ VELKOMIN HEIM ELSA. Framhald af bls. 11. kjóllinn tilheyrði ekki frúnni á fyrstu hæð? Hver gat þá átt hann? Gat þarna verið um að ræða svívirðilegt lúmskt sam- særi til að splundra hjónabands- sælu hans. Átti Elsa sér kannski leynilegan elskhuga, er hafði smogið inn í íbúðina og komið þessu líka sláandi sönnunargagni fyrir í rúminu, svo að Elsa gæti krafizt skilnaðar? Hann hristi höfuðið. Þannig mátti hann ekki hugsa um Elsu. Og þó ... Kannski var þetta þvottahús- inu að kenna. Hann fór þangað að loknum vinnutíma. Hann var næstum því skömmustulegur, þegar hann smeygði sér inn fyr- ir dyrnar. — Góðan daginn, sagði hann. — Ég setti einn af náttkjólunum mínum, náttkjólum Elsu, á ég við, í þvott hérna um daginn. Það hefur víst ekki getað skeð, að ég hafi fengið vitlausan kjól til baka? Digra konan í þvottahúsinu studdi höndum á mjaðmir og gelti: — Eruð þér ekki herra Volden á Tryggðarvegi 14? — Jú ... samþykkti Hans- Pétur. — Jæja, ég er búin að fá nóg af þessu rugli um þvottinn yðar. Konan yðar var hér fyrir há- degi og spurði um hið sama. Það kemur ekki til greina. Við bringl- um aldrei neinu saman. — Nei, nei ... Afsakið þá, sagði Har.s-Pétur og hafði sig á brott. Þegar heim kom, nam hann staðar fyrir utan hjá ungu frúnni, sem hann hafði daðrað við undir þvottasnúrunum. Hann las á skiltið á hurðinni: J. Jensen, slátrarameistari. Samt sem áður herti hann upp hugann og hringdi bjöllunni. Hið innilegasta töfrabros, sem Hans-Pétur átti völ á, bliknaði jafnskjótt og dyrunum var lokið upp. Öflugur náungi, að minnsta kosti tveimur höfðum hærri en Hans-Pétur, stóð á þröskuldinum, og vöðvarnir hnykluðust undir þröngri skyrtunni. — Er ... er ... ég á við ... sagði Hans-Pétur. — Út með það! sagði maður- inn. — Jú, ég ... er frúin heima? — Nei! svaraði húsbóndinn. — Þér getið talað við mig, svo fremi þér eigið éitthvað erindi. í augum Jensens slátrara var hótun um morð. Einn af þessum afbrýðissömu, hugsaði Hans-Pét- ur. Og hann sá vöðvana harðna undir skyrtunni. Hræðslan stífl- aði kok hans eins og kartafla. — Hvað viljið þér konunni minni? — Já, hafði hann nærri svar- að. Þannig er mál með vexti, að náttkjóll konu yðar lá í rúminu konunnar minnar ... Hann sleppti því ekki fram á varirnar. Slík setning yrði hans síðasta. Stórir svitadropar spruttu fram á þunnvöngum hans. -—• Jú, jú ... stamaði hann. Og orðin gus- uðust út úr honum áður en hann hafði fyllilega gert sér grein fyr- ir merkingu þeirra: — Ég ætlaði bara að spyrja, hvort frúin hefði séð mús i kjallaranum. — Spyrja um hvað? Hans-Pétur herti upp hugann og hélt áfram. — Já .. . já . . . ég heiti Volden. Mús ... mús í kjall- aranum, á ég við. Ég bý hérna á efstu hæðinni, og mér datt í hug ... —- Þvættingur! öskraði Jensen slátrari og skellti aftur hurðinni. Hans-Pétur dró andann þungt. Eitt andartak hringsnerist allt fyrir augum hans. Hann reikaði að lyftunni og fór í henni upp á sjöundu hæð. Hné hans skulfu ennþá, og naumast var hann fyrr laus við slátrarann en hann þurfti að standa augliti til aug- lits við Elsu. Hann stakk lyklinum í skrána. Ekkert hljóð heyrðist að innan. — Elsa, sagði hann varlega. — Það er ég. Hansi-Pési. Ekkert svar. Hann læddist á tánum að stofudyrunum. — Elsku Elsa mín ... sagði hann auðmjúklega. Þá æpti hún innan úr svefn- herberginu: — Maturinn er und- ir skál í eldhúsinu. Ég vil ekki sjá þig fyrir augunum á mér framar! — En Elsa mín ... — Haltu þér saman! Ég tala ekki við þig. —- En Elsa .. . Ég fór í þvotta- húsið, og þau sögðu ... þau sögðu að ... Eftirvæntingarfull þögn að baki lokaðra dyranna. Síðan eft- ir drykklanga stund: — Hvað sögðu þau? — Ekkert, svaraði hann þreytu- lega. Það þýddi ekkert að ljúga. Þeirri leið hafði Elsa lokað. Hann lyfti skálinni á eldhús- borðinu. Steikt þorskhrogn, það versta, sem hægt var að bjóða honum, og það vissi Elsa vel. Hann át þau upp til agna, bara til að vera góður. — Elsa ... sagði hann ginn- andi. — Maturinn var dásamleg- ur, Elsa. Ekkert svar. Svo tók hann töskuna og fór út aftur. Kvöldinu varð hann að eyða á bíóum og krám. Þegar frú Sissí Jensen kom heim frá hárgreiðslustofunni, froðufelldi slátrarinn hennar af vonzku. Honum hafði orðið það á að kvænast ungri og fallegri konu, og því oftar sem hann horfði á sjálfan sig í spegli, þeim mun strangari gætur hafði hann á henni. Hún var svo fögur að hann leið allar pínslir helvítis við tilhugsunina um, að einhver snoppufríður flagari kynni að ná henni frá honum. — Er nokkuð á milli þín og afstyrmisins þarna á efstu hæð- inni? spurði hann. — Hvers? spurði frú Jensen. — Þessa veimiltítulega vinguls, hvað sem hann nú annars heitir. Vangen eða Volden. Hann kom og spurði eftir þér. — Eftir mér? Hvað vildi hann? — Hann bar vonda samvizku utan á sér. Hann vildi vita hvort þú hefðir séð mús í kjallaranum. — Ég ... Mús í kjallaranum! Hún skellihló. En hláturinn VIKAN 39. tbl. — 00

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.