Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 41
Ííka að skiíja, að hann segðí satt til bæði um músina og náttkiól- inn. Það vandamál varð hann einnig að leysa. Það var ekki til að njósna að Elsa stóð fyrir utan skrifstofu- bygginguna. Hún vildi ekki trúa því að hann hefði hjákonur hjá sér um hábjártan daginn, en hvernig átti hún að vera viss í sinni sök? Hún var kvíðin hans vegna, og þess vegna var hún komin. Hann hafði verið eitthvað undarlega utan við sig ... já, úti á þekju við morgunverðarborðið, eins og hann vissi ekki almenjii- lega hvert hann væri að fara. Hann mátti ekki verða fyrir neinu. Hún varð að koma honum strax heim að vinnu lokinni, láta hann hvíla sig og hringja svo á lækni. Hún elskaði Hans-Pétur. Hún hafði aldrei elskað nokkurn annan. Þarna kom hann. Hann gekk öruggum skrefum út á stéttina með hattinn á höfðinu. Hann tók ekki einu sinni eftir henni, en stikaði framhjá. En hann stefndi ekki á stoppstöðina. Þorparinn sá arna! Átti hann sér viðhald eftir allt saman? Hann gekk þvert yfir torgið og inn í hliðar- götu. Hún hljóp á eftir á rauðu ljósi. Hún mátti ekki missa hann úr sjónmáli. Nú varð hún að fá að vita vissu sina. Að skammri stund liðinni fór hann inn í — leikfangabúð. Guð minn góður! Hann átti þó ekki ... hann hafði þó ekki ofan á allt eignazt börn með ástkonum sín- um! Og hún sem hafði verið gift honum í mörg ár án þess að hana grunaði nokkuð. Hún herti upp hugann. Hún gekk síðustu skrefin að búðinni og þrýsti andlitinu upp að rúð- unni. Hvað var Hans-Pétur að horfa á, þarna á borðinu? Augu hans tindruðu af gleði. Hún gat ekki lengur haft hemil á forvitninni. Hún gekk inn í búðina og nam staðar að baki hans. - — Hans-Pétur! hvíslaði hún. Hann snarsnerist við og depl- aði augunum. — Hvað ert þú að gera hérna, Hans-Pétur? Hún þurfti ekki að spyrja. Hún starði sem bergnumin á borðið. Á kassa fullan af stoppuðum, gráum músum, með gljáandi gleraugu og löng skott! — Hvað . .. hvað ætlar þú að gera með mýs? Ennþá staðinn að verki. Nú dugðu engar útskýringar. Hún hlaut að halda að hann væri genginn af vitinu. Já, það var að skömminni til skást að hún héldi það — hann gat ekki hugsað sér að stofna til einhvers uppistands í búðinni. Hún leit á hann, og hann kyngdi munnvatni. — Hans-Pét- ur, sagði hún. Hún lækkaði rödd- ina og mildaði hana. Hansi-Pési. Komdu með mér heim. Ekki hugsa um mýs framar, góði Hansí-Pési minn . .. HÚn strauk yfir handarbak hans: — Bara þegar við fáum að hvíla okkur, Hans-Pétur, þá líður það áreiðan- lega hjá ... Ennþá var nótt, hræðileg nótt, og hann byltist um í myrkrinu meðan hugsanirnar ruddust sitt á hvað í heilanum. Elsa var lika vakandi. Hún grét undir rekkju- voðinni. Hans-Pétri leið illa. Hann þorði ekki að tala, þorði ekki að rétta út handlegginn og snerta hana. Árangurslaust Hann læddist út snemma morguns með náttkjól frú Jen- sen í töskunni. Honum leið svo illa að hann treysti sér ekki á skrifstofuna. Rúmlega tíu hringdi hann í yfirmann sinn og mælti rámri röddu. Hálsinn. Raddbönd- in, kirtlarnir eða hvað það nú hét allt saman. Yfirmaðurinn óskaði honum góðs bata. Síðan fór hann í eitt stærsta tízkuvöruhúsið. Þótt hann eigin- lega hefði ekki efni á því, keypti hann glæsilegasta náttkjólinn, sem þar var finnanlegur, úr Þegar þér kaupið blússu - veljið það bezta - veljið KERKO! reyndi hann að gera sér grein fyrir, hvað eiginlega hafði skeð á milli þeirra. Svo sannarlega hafði hann aldrei viljað henni nokkuð illt, en þeim mun meir sem hann reyndi að skýra málin og þeim mun betur sem hann hagaði sér, þeim mun flóknara varð þetta allt saman. — Hansi-Pési, hvíslaði hún frá hinu rúminu. Hann lét sem hann svæfi. — Hansi-Pési, sagði hún hærra. — Grrr, hraut hann. Hann var búinn að fá meira en nóg af rökræðum, náttkjólum, músum, pottaplöntum frá því í fyrra — og ennþá var hún ekki farin að minnast á hringinn eftir viskíglasið, sem farinn var að sýna sig á ný, þrátt fyrir alla teakolíuna. hvítu nælon. Þegar hún fengi hann, hlaut hún að verða ánægð. Kjarkurinn var þó ekki mikill, þegar hann flýtti sér heim að kaupunum loknum. Sniðugt að eiga frí svona á miðjum degi, þegar allir aðrir voru að vinna. Allir? Ja, Jen- sen slátrari er í vinnunni, hugs- aði hann. Og frú Jensen er ein heima. Hann hugsaði sig svolítið um áður en hann hringdi bjöllunni á fyrstu hæð. Einhver horfði á hann í gegnum gægjugatið, en lauk ekki upp. Hann hringdi aftur. Herra Volden, hugsaði frú Jensen fyrir innan dyrnar. Hann lítur sannarlega út fyrir að vera eitthvað æstur. Hugsa sér ef hann er nú orðinn hættulegur! Ég þori ekki að opna. Hann kom með andlitið fást að hurðinni og hvíslaði: — Frú Jen- sen . . . Frú Jensen! Það er bara ég. Hann heyrði hikstað fyrir innan dyrnar. Hann barði var lega á þær nokkur högg. — Frú Jensssssen. Furðulegt hve öll s-hljóð voru hljóðbær. Dyrnar hjá nábúanum voru opn- aðar lítillega. Hvað skyldi nú vera á seyði? Eitthvað á milli þeirra .. . ? -— Frú Jensssssen. Sissssí ... Það er ég. Ég er með náttkjól- inn yðar. Náttkjólinn? Nábúinn gægðist út og hlustaði betur. Hurð Jensens slf.írara fjar- lægðist dyrastafinn lítið eitt. Og grannur handleggur teygði sig út. — 'Táttkjóllinn yðar, frú Jens- sssen. Þakk fyrir línið. Hún tók við pakkanum. Rétt á eftir rétti hún annan pakka út í staðinn. Svo skall hurðin í lás. Loksins! Hann reif pakkann upp og sjá! Það var náttkjóll Elsu. Honum fannst sem þungu fargi væri af sér létt. Nú var hann með tvo nátt- kjóla. Og nú hlaut allt að kom- ast í lag. Honum var fremur létt í skapi á leiðinni upp með lyft- unni. — Þú! sagði Elsa um leið og hann kom inn. Hún varð harla glöð við að sjá hann, svo hrædd hafði hún verið um hann. — Hérna! sagði hann sigrihrós- andi. Hann rétti henni gamla náttkjólinn. — Það var þvottahúsið eftir allt saman, laug hann. Hún starði á hann opnum munni. — Og hérna! Nýi náttkjóllinn. Sá fallegasti sem hún hafði nokkurntíma séð. Þá huldi hún andlitið í höndum sér og kjökraði. •— Ó, Hansi-Pési minn! sagði hún. — Ó, Hansi-Pési minn! Þú elskar rrig ekki lengur! Þii hef- ur ekki einu sinni tekið eftir því, að ég er hætt að sofa í náttkjól! ★ BILUÐ FLUGVÉL — BRUNNINN BÁTUR. Framhald af bls. 9. um nætur, ýlfur í rjáfri gam- allar búðar og hrun i tóftum beðið hana að koma á ný. Mig langaði til þess að kynnast þess- ari konu, og fá hlutdeild i leynd- armáli hennar, og gefa lesend- um Vikunnar tækifæri til að sjá inn í áður ókunnan heim, — veröld einsetukonunnar á Vestfjörðum. En til þess að geta talað við einsetukonuna, þlirfti ég að komast að Arngérðareyri. Ég hafði knappan tíma, og vissi ekki um neinar ferðir. Allt var i óvissu með Djúpbátinn eftir brunann; að fara landleið var ekki hægt, nema með leigubif- VXKAN 39. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.