Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 43
★ Falleg, sfiílhrein \ ★ Sindra húsgögn ★ klædd skinni SINDRASMiÐJAN reið og það hefði kostað hátt á' þriðja þúsund krónur. Flug- ferðir eru engar að Arngerðar- eyri, nema ef Björn Pálsson er beðinn að fljúga þangað. Út- koman á útreikningum minum varð sú, að ég ákvað að fara sjóveg á fund konunnar. Til þess þurfti ég að leigja mér trillu. Eftir japl og jaml og fuður leigði ég mér loks 15 tonna trillubát, sem lieitir Gissur hvíti, en gekk áður undir nafn- inu Höfrungur. Þetta er eikar- bátur, gamall orðinn, en að miklu leyti nýupptekinn. Hann er með June Munktell vél, sem gerði uppreisn, áður en ferð- inni lauk. Skipstjórinn á Giss- uri hvíta heitir Jón Hjörtur, og er hann einn af eigendum hans. Jón Hjörtur er aldrei kall- aður annað en Kaji. Einn há- seti var með í ferðinni. Það samdist svo um hjá okkur Kaja, að við legðum á stað kl. niu á miðvikudagsmorgni og yrðum komnir fyrir klukkan níu til fsafjarðar um kvöldið, ef hægt skyldi að fara í róður. Þetta ferðalag átti að kostá tvö þúsund krónur. Þegar ég kom niður i bát á tilsettum tíma morguninn eftir, tilkynnti hásetinn mér, að venjulega gjald- ið fyrir að fara með mann inn að Arngerðareyri væri upp und- ir fjögur þúsund krónur. Ég var hinn ánægðasti með min kaup, og með það héldum við af stað. Að vísu var veðrið ekki sem allra bezt, þunghúið loft og rok inn Djúpið, en samt var ég þess fullviss, að nú hefði djöfullinn i ferð minni orðið eftir i landi, sofið yfir sig uppi á herbergi í Herkastalanum. Þegar við komum út á Skutuls- fjörðinn fór báturinn að velta æ meir, enda var bræla og talsverð alda. Ég var hinn sprækasti, stóð uppi í stýris- húsi með skipstjóranum og henti gaman að bátnum, þegar hann skoppaði eins og kringla á öldunum. Þetta virtist ætla að verða ákaflega skemmtileg sjóferð. Sjómennirnir voru eftir klukluistundar siglingu eða svo orðnir furðu lostnir yfir þvi, að ég sltildi ekki vera orðinn sjóveikur i öllum þessum velt- ing. En ég var drjúgur og kvaðst öllu vera vanur, — fór jjaffnVel að segja hreystilegar sjóferðasögur af mér þeim til skemmtunar. Og Kaji fór að segja mér sög- ur af landkröbbum úr Reykja- vík, sem hann hafði flutt fyrir ári inn Djúp i svipuðu veðri og var nú: „Þeir lágu ælandi og spýjandi um allan bát eftir nokkurra mínútna siglingu.“ „Aumingjar“, sagði ég. „Svona mönnum er bezt að halda sig með fast land undir fótum.“ Ég hafði ekki mikið sofið um nóttina, og brátt fór ég að geispa ákaflega. Þessi geispi ágerðist svo, að ég ákvað að fara fram í lúkar og leggja mig. Þegar ég var búinn að liggja i nokkr- ar mínútur án þess að festa blund fyrir hristingi og látum, var mér liætt að finnast ferða- lagið skemmtilegt. Tíminn leið, og brátt fannst mér, að ég hefði aldrei átt að fara út á Djúp. Þetta var tóm vitleysa. Svo ósk- aði ég þess, að leið mín hefði aldrei legið á þessar slóðir. Ó, hvað ég þráði heitt að komast i land. Og á næsta augnabliki sat hetjan fram á kojubríkinni og var byrjuð að kasta upp í fyrsta ílátið, sem var i seilingarfæri: fatið undan kjötinu, sem var ætl- að til hádegisverðar. Það sem eftir var ferðarinnar inn að Arngerðareyri, gerði ég til skiptis, að leggjast upp i koju, eða skriða fram úr henni til að kúgast. Og það undarlegasta var, að mér fannst sjóveikissagan hans Kaja ekkert fyndin núna, en þó liafði ég lilegið heil ósköp að henni fyrir klukkutíma siðan. En þegar rúm liálf mila var til lands á Arngerðareyri, reis ég úr rekkju, og gekk upp á þil- far, enda hafði sjóinn lægt si- fellt eftir þvi, sem innar dró á Djúpinu. Það var sólarlaust og dimmt yfir, en eigi að síður tók ég nokkrar myndir af landsýn: nokkrum húsum á stjái, stallaðri hlíðinni fyrir ofan og öldunni við bryggjuna í forgrunn. Þær myndir eyðilögðust allar. Það vakti furðu mina, hve mörg hús voru uppistandandi á eyðibýlinu Arngerðareyri. Tvö reisuleg íbúðarhús, annað úr timbri og nær bryggjunni, hitt steinsteypt og fjær upp i hlið- inni, og nokkrir kofar nær flæð- armálinu, þar sem vel var hugs- anlegt, að mannabústaðir gætu verið. Það gat orðið torvelt að finna eina gamla konu í allri þessari húsaþyrpingu. En það leystist fljótlega úr þeim vanda. Rétt þegar við vor- um að leggja að landi, steig mjór reykjarstrókur til himins úr reykháfi stóra timburhússins næst bryggjunni, og kona kom út með skjólu í hendinni og náði í vatn i brunnhúsið. Hún er furðu- lega létt á fæti þrátt fyrir sjötugsaldurinn, hugsaði ég. Mér þótti mikil reisn af svo gamalli konu, að haldast við ein í jafn- stóru húsi og þessu, og ég tók margar myndir af þvi frá bryggj- - 43 VIKAN 39. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.