Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 44
unni, sem vel sýndu stærð þess og mikilfengleika. Svo gekk ég heim a'ð dyrunum og horfði til allra átta eins og náttúruskoð- endur gera, —- því konan stóð fyrir innan gluggann og fylgdist með ferðum minum. Gífurleg stemning ríkti á staðnum, og ég var kominn í skap til að taka ævi minnar hezta viðtal við þessa einsetukonu, sem var svona ern sjötug, og hafði kjark til að búa í þessu feyskna stór- IiS'si, langt frá öllum mannabú- stöðum. Hún stóð í hislaginu með kúst í hendi, þegar ég knúði dyra. Hún opnaði dyrnar varlega, tyllti kústinum niður við hlið sér og horfði á gestinn. En í því- líku skapi sem ég var, fékk slíkt ekki mikið á mig. Ég ætlaði að vinnu liug þessarar konu strax i upphafi. „Komdu sæl og blessuð. Ég heiti Guðbrandur Gíslason og er frá Vikunni, og er á ferðalagi hérna um Vestfirði i leit að ein- hverju markverðu. Mikið finnst mér fallegt hérna á Arngerðar- eyri. Ég finn að það búa ein- hverjir leyndir töfrar í þessum fjöllum hérna fyrir ofan, töfrar, sem maður skilur ekki strax við komuna hingað, en þú hlýtur að njóta afskaplega vel, hm. En það er náttúrlega oft næðingur liérna með hlíðinni um vetur, veit ég er. Annars, eh, eiginlega er ég kominn alla leið hingað frá Reykjavík í þeim erindagjörðum að fá að rabba við þig um þitt líf og þina dvöl hérna á þessum eyðilega stað!“ Ég var geysilega mælskur, og undrun konunnar jókst með hverju orði sem ég sagði. Hún varð bókstaflega ein spurn í framan. Loks, þegar ég ætlaði að fara að slá henni gullhamra fyrir hve hún væri ungleg í útliti þrátt fyrir háan aldur, tók hún fram í fyrir mér: „Afsakið, en þér ætlið að finna Jóhönnu Þórðardóttur en það ekki?“ Ég varð hvumsa við: „Jú, eruð þér ekki hún?“ „Nei, Jóhanna Þórðardóttir á heima þarna í litla húsinu við sjóinn. líg er ráðslcona við vega- vinnuflokk sem er að vinna hérna fyrir ofan, og ég er aðeins búin að vera hérna i nokkra daga.“ Og vesalings konan benti mér af hinni mestu hógværð á hús Jóhönnu Þórðardóttur í flæðar- málinu spölkorn frá, svo neðar- lega, að öldurnar sleiktu gang- veginn þangað, og þó var lág- sjávað. Svo stóð hún lengi í bíslaginu og horði á eftir mér, undarleg- um náunga, komnum úr Reykja- vík til þess að gera hosur sínar grænar fyrir vegavinnuráðskonu á Vestfjörðum. Það var runninn af mér mesti ££ — VIKAN 39. tbl. móðurinn, þegar ég kvaddi dyra á býli Jóhönnu Þórðardóttur. En nú var annaðhvort að duga eða drepast, fara halloka fyrir djöfl- inum i ferð minni eða gjörsigra hann. Hún heilsaði mér alúðlega, en þó með þeirri varhygli fólks, sem veit ekki hvort er komið í Iieimsókn, illvættur eða dánu- maður. Henni hefur i fyrstu mis- heyrzt, þegar ég bar upp erindi mitt. Hún hélt að ég ætlaði að ræða við sig um Vikuna og við- horf fólks á Vestfjarðakjálkan- um til hennar. En fyrsta spurning mín var annars eðlis, og þá var hún fljót að skilja hvert leiðin lá. „Ég vil ekki hafa viðtal við einn eða neinn,“ sagði hún á- kveðin. „Ég kæri mig ekkert um að vera opinber manneskja. Þið rangfærið þetta allt saman og færið til hins versta vegar. Ég hef einu sinni komið í blöðin, það var þegar ég fótbrotnaði, og ég man ekki til þess að neitt einasta atriði af frásögnum blað- anna um það hafi verið rétt. Þannig er nú það.“ „En ég er nú kominn hérna alla leið frá Reykjavík til þess að tala við joig, og báturinn hing- að kostar tvö þúsund krónur. Svo er ég hérna í eigin persónu og hlýði á orð þín, en ekki fjarlæg- ur fréttaritari, sem hefur alla sína vitneskju á snöpum.“ „Ykkur var nær, að vera ekki að flækjast þetta. Svo vil ég jafnvel borga þér fargjaldið til þess að þú farir. Ég hef það jafnvel handbært liérna.“ „Svo ég spyrji nú almennt, hvernig hefur þú kunnað við þig i einverunni?“ „Það kemur engum við“. „Hvað ertu búin að búa hérna lengi?“ „Það er nú tímana tvenna.“ „Svo ég leyfi mér að spyrja, hvað ertu orðin gömul?“ „Það eru ekki allir á einu máli um það. Sumir segja að ég sé orðin sjötug, aðrir að ég sé yngri, enn aðrir halda því fram að ég sé eldri. Svo hef ég að" minnsta kosti séð á prenti. Ann- ars vita kirkjubækurnar það, og er nóg. Þannig gekk samtalið i lengri tíma. Ég reyndi eftir öllum leið- um að fá hana til að ræða við mig, en j)að var aldeilis ógerlegt. Jafnvel löngu eftir að ég var búinn að gefa allt viðtal á bát- inn og farinn að ræða almenn efni yfir kaffibollanum eins og gengur, var hún tortryggin og hélt mig vera að svíkjast að sér. Jóhanna á sæmilegt útvarps- viðtæki, og hlustar, skildist mér, allmikið á útvarp. Henni þótti verst, hvað jazzinn fær mikið rúm i dagskránni. Aragrúi af fjölskyldumyndum i bogadregn- um römmum eins og myndir af langfeðgum Reykvíkinga, prýddu veggina. Hún sýndi mér ýmsa úr ætt sinni, enda á hún til gáfu- og merkismanna að telja. Hún sagðist heldur vilja hafa þessar myndir hjá sér en „bölvað ab- straktið, sem ku vera slett á veggi í Reykjavík nú orðið.“ Kaffið, sem ég þáði hjá Jó- hönnu, var ágætt, sterkt dálítið en bragðgott. Hún hafði upp á að bjóða margar tegundir af kaffibrauði, sem smakkaðist á- gætlega. En þrátt fyrir þessa gestrisni, held ég að koma mín liafi verið henni til mikils ama. Hún varð æf, þegar ég vildi fá að taka af henni eina mynd. Nei, lnin kærði sig ekki um að verða opinber manneskja. Og þegar ég loks fór frá heim- ili hennar i flæðarmálinu, sló hún varnagla fyrir komu minni, að ef orð birtist um komu mina að Arngerðareyri, myndi hún lögsækja mig. Og með það fór ég. Hún stóð í dyragættinni og horfði á eftir mér, þar sem ég gekk, sigraður maður, eftir flæð- armálinu í átt til bryggjunnar, þar scm báturinn lá og beið mín. Hún stóð þarna, grönn, allt að því horðuð, gömul kona með skarð í efra gómi og livítt hár, en hafði samt haldið leyndar- máli sínu fyrir farandkalli úr Reygjavík, komnum um langan sjóveg til að ræna því frá henni. Ráðskonan kom í gættina á húsinu stóra og horfði á mig paufast um borð. Mér fannst fjallið og báran í fjörunni lilægja að mér, þegar báturinn lagði frá. Drottning þeirra hafði hahlið sínum lilut fyrir enn einum flökkuhrafni. Að visu var þessi drottning gömul kona og höll Iiennar lítill kofi í flæðarmáli, en eigi að síður það, sem hvert land þarfnast milli fjallsins og fjörunnar: mannleg vera, líf, sem gleðst yfir grænu strái að vori, og fyllist hvítu stolti fjalls- ins, þegar snjóar í hæstu toppa á haustin. DAUFDUMBA VITNIÐ. Framhald af bls. 15. nokkra menn, sem hann hefði grun á. Hann sneri sér því næst til undirmanns síns og sagði honum, að hann skyldi handtaka hvern þann mann, sem dvergur- inn benti á. Þessi einkennilega ráðstefna á miðtorgi bæjarins stóð ekki mjög lengi. Þegar Gouldsbury gaf merki um að henni væri lokið, kinkaði dvergurinn kolli í ákafa, og tróð sér svo í gegn um mann- þröngina, sem hafði alveg gleymt aðalmáltíðinni sinni. Dvergurinn leit með óskertri athygli á hvern mann, sem hann gekk framhjá, þangað til hann kom að tveimur gjörvilegum ungum mönnum, sem stóðu með þóttasvip spölkorn frá hinum þorpsbúunum. Jafnframt því að steita vísifingur frarnan í þessa menn á víxl, virtist hann reyna að segja á sinn frumstæða hátt eitthvað, sem enginn skildi. Síð- an sneri dvergurinn sér snöggt við, og benti á aðra tvo menn, sem einnig stóðu saman utan við hópinn. Mennirnir fjórir, sem hann hafði bent á, voru samstundis teknir fastir af óeinkennis- klæddu lögreglumönnunum. Allt þetta hafði skeð með slíkum hraða, að hinir þorpsbúarnir, sem viðstaddir voru, vissu ekki hvað- UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? I»að er alltaf sami lelkurinn i hénni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af hezta konfckti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- in Nól. Nafn Heimill Örkin er á hls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Margrét Jónsdóttir, Mávahlíð 23, Rvík. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.