Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 49
hartnær tíu ár, greyið, og oft hef ég vorkennt honum einmanaleik- ann — því að ég er líka sann- færð um að þetta er prýðilegt eiginmannsefni: geðgæðin ein- stök, aldrei orðinu hærra þar, hlátur og kátína í kringum hann ævinlega. En ég sé nú í augun- um á honum að stundum er daprara inni fyrir; það er ekki gaman að sjá árin líða og fá ekki hlutdeild í þessu sem menn kalla hamingjuna — og hamingja er það; það er gott að vera tvö um stríðið og stritið, gott að hvíla hjá góðum maka og eiga sér vin þegar veröldin er leiðinleg -— eins og hún er nú stundum. Ja, því segi ég það, Gudda mín.“ „Ef að hann hefði haft eitt- hvert skárra starf,“ sagði spá- konan íhugandi, en lauk ekki við setninguna. „O, það sést ekki á honum,“ sagði Jakobína. „Þetta er ein- staklega hreinlegur maður og hefur alltaf verið, rakar sig ann- an hvern dag og baðar sig alltaf á laugardögum.“ „Það er sama,“ sagði frú Guð- ríður og málrómurinn var hörku- legur. „Götuhreinsara giftist ég ekki!“ f sama bili var barið að dyrum og Jakobína leit á vinkonu sína með íbyggnu brosi. „Þar kemur hann, skaltu sjá! Taktu nú vel á móti honum.“ Grímur Hafliðason var maður vel í meðallagi hár, dökkur á brún og brá, búlduleitur með brún augu og þýðlegan svip. Hann heilsaði konunum glaðlega og fékk sér sæti við borðið hjá þeim. „Við vorum nú hérna að sötra kaffi,“ sagði frú Guðríður og leit til hans eilítið fýlulega, en tók sig á og hélt áfram: „Ég geri ráð fyrir að þú viljir frekar ölsopa?“ „O, já, seint mun ég flotinu neita, frú mín góð!“ sagði hann og horfði á spákonuna aðdáunar- augum. „Sér í lagi þegar það er nú ölið þitt, þeir gera það ekki betur hjá honum Carlsberg gamla þarna úti í Kaupinhafn, það hef ég alltaf sagt.“ Spákonan reis á fætur veik sér fram í eldhúsið og kom aftur með stóra könnu og þrjú glös. Þau drukku þegjandi um stund, og þótt Jakobína liti glettnum augum á borðfélaga sína og væri mjög íbyggin á svip, varð þögnin loks dálítið óþægileg. Grímur ræskti sig, og frú Guðríður var talsvert þungbúin. Það var páfa- gaukurinn sem loks rauf þögn- ina: „Hvaða andskotans hávaði er þetta,“ sagði hann skræk- róma. „Kick them out!“ Grímur og Jakobína hlógu, en spákonan brosti lítið eitt. „Þetta er nú meira undrið," sagði Grímur og velti vöngum. „Maður heyrði nú í æsku sinni að ein- staka manneskja skildi fuglamál, en að fuglar tali mannamál, það er sjálfsagt hvergi nema í Ame- ríkunni. Ja, þeir hafa margt til síns ágætis þar. „Það er hverju orði sannara," sagði Jakobína. „Hugsaðu þér bara Grímur, að hann Hannes litli hérna úr steinbænum skuli vera orðinn milljóner í dollurum þar vestra!" „Ekki er nú alveg víst að hann sé milljóner,“ muldraði spákon- an í hálfum hljóðum. Það var sem skugga brygði yfir andlit Gríms, og hann leit rannsakandi á frú Guðríði. „Er það svo?“ sagði hann andagtugur. „Eru það þessar uppfinningar, sem hafa gert hann svona ríkan?" „Já, sennilega eru það þær, ef nokkuð er — hann nefndi mill- jón í bréfinu, en hélt þó að það gæti orðið minna, kannski hálf; það er nú reyndar feiknarpening- ur líka.“ Spákonan horfði út í loftið, dreymin á svip og ofur- litlir roðablettir komu í vanga hennar. „Við fáum nú að sjá þegar hann kemur heim bráðum, hann sagði að það yrði ekki svo langt þangað til.“ Grímur saup úr glasinu, sat svo nokkra stund niðurlútur og hugsi. Þegar hann tók til máls, var röddin dapurleg og hann virtist hafa týnt gleði sinni: „Jæja, náttúrulega ann ég þér alls góðs, Gudda mín. En milljón — eða hálf — og dollarar í þokkabót! Nei, þá kemur þú til að verða ein af fínustu frúnum í Reykjavík og líklega verða götuhreinsarar ekki lengur vel- komnir til þín.“ Hann hristi höf- uðið og muldraði eitthvað í bai’m sér, en hélt svo áfram. „Annars man ég vel eftir stráknum, góður angi, sem öllum vildi gott gera, en ekkert sérlega sprettharður, jæja, nóg um það — hver skyldi annars trúa því að svona geti skeð, nefndi hann milljón í bréf- inu, ha?“ Spákonan anzaði þessu engu, og hélt áfram að stara út í blá- inn og eilítið bros lék um varir hennar. „Ætli kunningjar mínir verði ekki velkomnir sem fyrr,“ sagði hún, sem annars hugar. „Það kann margt að breytast, satt er það. Að minnsta kosti hætti ég að spá — já, þegar sonur minn kemur heim, þá hætti ég alveg að spá fyrir fólki.“ Jakobína hló: „Hvernig fer þá fyrir þingmönnunum þínum, sem aldrei geta án þín verið — og reyndar fleirum?" Spákonan leit á hana dálítið undrandi augum, eins og hún hafði ekki vænzt þess að sjá vin- konu sína þarna. Svo var sem hún vaknaði af leiðslu: „Ég segi nú ekki að ég lofi ekki einstaka manni að heimsækja mig svo lít- ið beri á. Ég er hrædd um að hann Ávaldi Bjarnhéðinsson vilji hafa sitt, jafnvel þó að ég flytji í eitthvað fínni stofur. Og Jón minn Guðvaldarson þarf væntan- lega að spyrja um sitthvað smá- vegis. Þótt þeir séu á öndverð- um meiði í pólitíkinni blessaðir, þá fara þeir nú báðir nokkuð eftir því sem ég segi þeim, og hingað til hefur það gefizt þeim báðum vel. Það er ekki langt síð- an ég gaf honum Ávalda svolitla leiðbeiningu, og hún virðist hafa komið að liði, því að í morgun sendi hann mér hundrað krónur með kveðju og þökk.“ Framhald í næsta blaSl. LÍFIÐ ER LEIKUR. Framhald af bls. 7. — Hver gerir það? spurði ég. Litlu krakkarnir, sagði Guð- mundur og ók sínum bíl á brott. Það vantaði ekki pallinn hjá honum. Þær voru fimm, stúlkurnar, sem hugsuðu um börnin í sum- ar. Ein fóstra, Guðrún fyrrnefnd, og fjórar aðstoðarstúlkur: Mar- grét Sigfúsdóttir, María Friðriks- dóttir, Anna Hjaltadóttir og Ólöf Österby. Það var mikið að snú- ast hjá þeim öllum, en Guðrún Erla gaf sér samt tíma til að spjalla lítillega við okkur. — Þetta er í fyrsta sinn, sem þú veitir svona barnaheimili for- stöðu? — Já, ég útskrifaðist úr fóstru- skólanum í vor, og fór þá eigin- lega beint hingað. — Þú hefur náttúrlega verið á ýmsum barnaheimilum áður? ■— Já, ég hef verið á barna- heimilum Sumargjafar í Reykja- vík. — Er ekki alltaf hörgull á fóstrum? — Jú, það vantar alltaf fóstr- ur. — Já, þær ganga allar út, um leið og þær eru búnar í skólan- um. •— Já, það er talsvert um það. — Og stúlkum finnst kannski ekki taka því, að setjast í skóla og hafa svo engin not af því námi, þegar til kemur. -— Það er bara mesta vitleysa. Fóstruskólinn er mjög góður skóli upp á allt, þótt svo að mað- ur noti sér það nám aldrei á þann hátt, sem kannski er til ætlazt. Hann veitir mjög alhliða mennt- un og einmitt þá menntun, sem kemur manni bezt í daglegu lífi, ekki síður sem móðir og eigin- kona en hvað annað. Þar að auki gefur hann mikla möguleika, ef húsmóðirin hefur tök á því að vinna að einhverju leyti utan heimilis. -— Og fóstrukaupið? — Það er að vísu ekki of hátt, en það stendur til bóta. — Hvernig hefur þér líkað hér í sumar? — Alveg prýðilega. — Finnst þér ekki mikill hávaði, þegar þið hafið neyðzt til að hafa börnin inni? — Fyrst í stað var hávaðinn yfirgengilegur, en þetta venst. Og nú var komið að lokaatriði hátíðarinnar. Tveir drengir, bræður, höfðu æft stuttan leik- VIKAN 39. tw. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.