Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 50
þátt. Við röðuðum okkur inn í stofuna með hinum börnunum, og þátturinn hófst. Annar bræðranna kom inn, með hatt og prik, sem á var fest snæri. Hann hélt prikinu þannig, að glöggt mátti sjá, að hann var að veiða. Fljótlega kom bróðir hans inn, og þeir áttu eitthvert tal saman, sem ekki heyrðist. Þeir voru brýndir með að tala hærra. Á eftir var mér sagt, að samtalið myndi hafa verið á þessa leið: — Og hvað ert þú að gera? — Og ég er að veiða. -—■ Hverju beitirðu? — Maðki. — Það áttu ekki að gera. Þú átt að beita fiskibollu. Þar með strunsaði ráðgjafinn út, en fiskimaðurinn skipti um beitu. Eftir stundarkorn kom ráðgjaf- inn aftur, og nú voru þeir farnir að tala hærra. Að þessu sinni ráðlagði hann bróður sínum að nota heldur franskbrauð en fiski- bollu fyrir beitu, og bróðir hans skipti enn um. f þriðja sinni kom ráðgjafinn inn, og nú voru þeir farnir að tala hátt og snjallt og leika af hjartans lyst. — Og hvað ert þú að gera? — Og ég er auðvitað að veiða. — Og hverju beitirðu? —■ Franskbrauði. —- Uss, það áttu ekki að gera. Þú átt að beita maðki. Fiskimaðurinn seildist í vasa sinn, tók þaðan bréfmiða, sneri stönginni við og tók að hnýta bréfmiðann á línuna. Ráðgjafinn horfði á þessar aðfarir um stund og spurði svo, heldur hissa: — Hvað ertu nú að gera? Fiskimaðurinn lauk við að hnýta bréfmiðann á línuna og gaf sér tíma til að kasta, áður en hann svaraði: — Ég er að beita fimmkalli, svo fiskarnir geti keypt sér eitt- hvað að borða. Það er ekki að furða, þótt börn og foreldrar á Selfossi séu ánægð með leikskólann sinn, þótt enn sem komið er standi hann aðeins að sumrinu, því eins og sjá má, er þetta leik-skóli í tvennum skilningi. + BABY JANE. Framhald af bls. 47. um mundi leiða til tafarlausrar bannfæringar. Að undanförnu hafði það ver- ið vaxandi erfiðleikum bundið fyrir Blanche litlu að standa við þenna sanming fyrir sitt leyti. Þegar hún horfði á Jane, þar sem hún söng og dansaði fyrir hópa hrifinna áhorfenda, veitt- ist henni æ erfiðara að bæla niður löngun sína til að njóta örlítils bjarma af frægðargeisl- um Jane. Hún hafði einhvern veginn fengið þá hugmynd, að ef henni gæfist aðeins tækifæri til að spreyta sig, mundi hún geta sungið og dansað i alla staði eins vel og Jane — og að líkindum miklu betur, þegar á allt reyndi. Það eina, sem þurfti að gera, var að hoppa um og baða út öllum öngum. Og það gat hver einasti maður. í fyrstu gaf tækifærið Blanche aðeins bendingu, en þegar telpan sinnti því ekki, tók það svo að segja i hnakkadrambið á henni og hratt henni út i það, sem hana langaði til en þorði ekki. Allt í einu stökk Blanche,úr skjóli stólsins, sem faðir hennar sat á, og byrjaði samstunis að dansa með Jane. Hún stökk ótt og títt hátt i loft, og veifaði jafnframt handleggjunum og og velti höfðinu sitt á hvað, eins og hún væri alls ekki með öllum mjaila. Svo breytti hún allt í einu til, tók títil spor og rak jafnframt upp skræki, sem voru eins og heróp Indíána. Allir hlutu að taka samstundis eftir þvílíkri sýningu — enda fór svo í þetta sinn — en þott banjóleiknum væri skyndilega hætt, hætti Blanche ekki að stíga dansinn. Hlátrasköll áhorfenda voru henni hvatning til . að halda áfram af kappi, og næst rak hún út úr sér tunguna og hristi höfuðið svo ótt sitt á hvað, að því var líkast, að hætta mundi á að það fyki af háls- inum. En á næsta andartaki kom refsingin yfir hana, liönd rak henni kinnhest, svo að söng og sveið í, og önnur liönd kippti svo hressilega í hár hennar, að hún missti fótanna og féll til jarðar. Skræk rödd Jane orgaði rétt við eyra hennar: „Farðu, burt með þig — farðu, farðu!“ Svo greip stærri og harðari hönd um annan handlegginn á á henni og kippti henni svo snögglega á fætur, að hana sundlaði. „Hvað hddur þú eiginlega, að þú sért að gera?“ þrumaði faðir hennar. „Hvað hefir hlaupið í í þig?“ Blanche leit skelfingu lostin i þrútið og reiðilegt andlit hans, og rétt sem snöggvast varð hún svo hrædd, að hún hélt, að hún mundi kasta upp. Jafnframt vör, að Jane stóð rétt hjá henni með hendur á mjöðm. Hún dró þungt andann af áreynslu og réttlátri reiði. „Þú getur ekki dansað, þú skituga, litla, feita bolla! Hefir nokkur noklcru sinni sagt, að þú gætir það?“ Svo teymdi faðir hennar hana hratt þvert yfir veröndina, nið- ur af henni og á sandinn fyrir neðan. „Snáfaðu nú brott, fröken góð,“ sagði hann kuldalega, „og komdu ekki aftur, fyrri en þú ert reiðubúin til að hegða þér kurteislega og láta vesalings Jane í friði.‘ Framhald i næsta blaöi. UNDRIN TÓLF í SOYÉT. Framhald af bls. 20. höfum viö líka tekiö á okkur ábyrgö... Og áheyrendurnir eru fylli- lega meö á nótunum. Ég var aö tala viö einn slíkan fyrir- lesara, sem rætt haföi um plá- netuna Marz. Þá bar þar að miö- aldra verkakonu, sem fann aö því viö fyrirlesarann, að hann skyldi ekkert hafa minnzt á möndulhalla plánetunnar og árs- tíðaskipti! Ég hef komið í margar helztu vísindastofnanir i Rússlandi, meðal annars i aösetursstaö rússnesku vísindaakademíunnar — litla marmarahöll viö Lenin- skij Prospekt í Maskvu Ég hef setiö aö tedrykkju rneð þeim mönnum, sem gegna því hlut- verki að fá Sovétríkjunum for- ystuna á öllum sviðum vísinda og tækni. Te, kökur og frásagnir af hinum stórfenglegustu og ó- trúlegustu áætlunum hefur ver- ið borin fram á leöurþakin fundarborðin. Sovétrikin eru land hinna ó- teljandi vísindalegu og tækni- legu tilrauna. Sú. sókn á því sviði, sem þegar hefur valdið heiminum hinni mestu undrun, og á þó eftir aö valda enn meiri undrun, hefur aldrei veriö hraö- ari og öflugri en einmitt nú. í FULLRI ALVÖRU. Framhald af bls. 2. leggja áherslu á að leysa sem fyrst? Og ef ekki er hægt að leysa það af einhverjum ástæð- um, vill félagið þá ekki upplýsa fáfróðan almenning um það á hverju standi? Þetta er í sjálfu sér ofur ein- falt mál, og sáralítill kostnaður í sambandi við það. Það þarf eng- inn að segja mér að það sé kostnaðarhliðin, sem menn eru hræddir við. Benzínstöðvarnar í Reykjavík gætu einfaldlega skipzt á um að hafa opið alla nóttina — auglýst það með spjöldum í gluggum hinna stöðvanna, hvar opið er þá vikuna, alveg eins og lyfjabúðirnar gera. Þeir, sem þurfa að fá benzín að nóttu til, telja ekki eftir sér að aka lengri leið að benzínstöð þeirri, sem opin er. Þetta verður að laga sem fyrst, það er til skammar fyrir oliu- félögin og afgreiðslumennina, að hafa ekki komið sér saman um þetta fyrir löngu síðan. Al- menningur krefst þess, og hefur fyrirlitningu á þeim, sem um þessi mál ifjalla, ef þeir ekki vilja leysa það á viðeigandi hátt. Það er áreiðanlega ekkert annað sem að er, en viljaleysi, þrái eða stórbokkaskapur. mmmmmmmm* íullll ÖMI1M álanoui í Það má cetið treusta Royal gQ _ VIKAN 39. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.