Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 11
láti yfir sér. Að svo mælti tók hann járnið úr eldinum og byrjaði að slá og móta það æfðum smiðshöndum. Er hann hafði unnið nokkra hríð bar skugga fyrir smiðju- dyrnar og einhver heilsaði glað- lega á hann. Gísli leit upp og tók vel kveðjunni þegar hann sá hver kominn var. — Svo þú ert kominn Björn minn. Og hvaðan mundi þig nú helzt bera að svona snemma dags? Og Gísli glotti og brá hendi í skeggið. Komumaður var kornungur, nokkuð hávaxinn en rengluleg- ur, föt hans voru rifin og skórn- ir slitnir, fátækur unglingur, fjármaður hjá Brandi sýslu- manni á Kollafjarðarnesi. Björn roðnaði við spurningu Gísla, sleit strá af smiðjuveggn- um og tuggði. — Ég er í fjárleit, anzaði hann. — Og kominn í smiðju til mín, sagði Gísli og hló hátt. Kannski þjófaleit? Ætlarðu máske að rífa niður móhlaðann a tarna? — O nei, ekki var það nú meiningin, sagði Björn og hló við. Sauðina sem ég leitaði að fann ég strax. Finnst bara á- stæðulaust að framvísa þeim strax. Var að hugsa um að nota tímann fyrir sjálfan mig, sem mér var ætlaður í leitina. — Já, sei, sei, vinurinn. Svo nú á að hitta sína sætu. O jamm o já, víst ertu þess maklegur. Ekki trúi ég Brandur skaðist til muna á því. Svo er að minnsta kosti að sjá á þínum búnaði, að hann ofætli þér ekki verkalaunin, og Gísli gaut horn- auga að rifnum og skitnum föt- um Bjarna. — Brandur er góður hús- bóndi, sagði Björn einarðlega. Það er ekki honum að kenna þótt föt mín séu slæm. Ég er bara mesti jarðvöðull, og þjón- ustan mín ekki sérlega vandvirk eða nostursöm. — Það á líklega fyrir sér að breytast, trúi ég með þjónustu- brögðin, þegar þið Björg gangið í hjónabandið. — Já, þegar það verður, sagði Björn undirleitur og settist nið- ur á steininn við smiðjudymar. — Nú, sagði Gísli, og gerði sér upp undrun. Hefirðu þá ekki jáyrðið frá henni ennþá hand- salað og munnþrykkt? — Ekki enn, en takist mér að hitta hana í góðu tómi núna, hef ég ákveðið að biðja hennar og fá afgerandi svar. — Svo þetta er þá bara bón- orðsför góðurinn, já, ég óska þér allfa heilla, sagði Gísli vingjarn- lega um leið og hann dró hvít- glóandi járnið úr eldinum. En hvað hefurðu svo hugsað þér framtíðis? Veit Brandur um samdrátt ykkar? — Já, hann veit það og hefur fast að því boðið mér Hlíðina. Hönd Gísla sem hélt á hamr- inum stanzaði í miðju höggi, og hann starði opinmynntur á unglinginn. — Boðið þér Hlíðina, endur- tók hann hissa. Bara bauð þér Hlíðina. Svo reiddi hann hamarinn og lét höggin ríða hart og títt svo að söng í steðjanum. — Sá þykir mér huga að lítil- magnanum. Það er mikið ián umkomulitlum að eiga slíkan húsbónda. Björn glotti, því honum var vel kunnugt hvernig giftingu Gísla var á sínum tíma varið. — Brandur er stórmenni, sagði hann ákveðinn. Hann fer ekki eftir mannvirðingum. In'ki honum vel við einhvern, skipt.ir það hann engu hvort sá er rík- ur eða stórættaður. Gísli anzaði þessu engu en spurði eftir litla þögn: — Hvern- ig mundirðu nú bregðast við, ef þú ættir þér keppinaut um meyna Björgu? — Attu við morðingjann ó Felli, spurði Björn og fölnaði við. — Ef til vill. Kvenfólk fer ekki í manngreinarálit þegar ástin er anars vegar. Morðingj- ar eru þeim sízt verr að skapi en aðrir. — Ekki hræðist ég þann keppinaut, anzaði Björn. Aldrei mun ég trúa því á Björgu að hún svo mikið sem líti á hann, jafn ljótan. — Fríðleikurinn sést illa í myrkri. Fólk segir að hann hafi oft brugðið sér yfrum í haust eftir að dimma tók, og varla vex honum í augum að skreppa bæj- arleið í myrkri. Leiðin milli Fells og Ljúfustaða er ekki svo löng heldur. — Birni var orðið órótt af þessu tali Gísla og vissi varla hvort hann var að stríða honum eða segja satt. — Ég get ekki gert við myrk- fælninni, vonandi eldist hún af mér. Hefði ég hest gæti ég vel ferðazt í myrkri, en hestar tolla bara aldrei út frá ef hætt er að nota þá, strax komnir inn í sveit eða hingað upp eftir. — Satt er það, sagði Gísli. Víst var Grettir Asmundsson myrkfælinn, þótt mikill væri að öðru leyti. Um hitt er lakara, að guggna fyrir meðbiðlinum. Hafðu mín ráð og fáðu þér eitt- hvað í hendur sem dugir ef þú mætir kauða. Það mundi kannski lækka dressið á þeim á Felli. Varla held ég að Þórður bræði úr sér mörinn við að hefna fyrir þann sunnlenzka. — Ekki hef ég hugsað mér að fremja mannslag, sagði Björn og hrollur fór um hann. Og vopn á ég ekki annað en smalaprikið mitt. Það hæfir líka bezt kjarki mínum og karlmennsku. — Heimskulega þykir mér þú mæla, sagði Gísli og áttu ef til vill eftir að iðrast þess síðar, að láta ekki hart mæta hörðu. —- Við skulum ekki ræða þetta frekar, sagði Björn og stóð upp. En mig langar að biðja þig bón- ar. Sauðina sem ég átti að sækja rak ég hér ofan í víkina, býst varla við að þeir fari langt, en vildirðu samt senda fyrir þá ef þeir skyldu ætla upp. — Velkomið er það. Næga hef ég sendisveinana. En hvað á að gera með sauði heim núna, gleymdist að slátra til vetrar- ins á Kollafjarðarnesi, eða eiga þeir að fara í veizlu ykkar Bjargar? — Varla býst ég við því. En verið gæti þeir eigi að fara í brúðkaupsveizlu Brands sýslu- manns sjálfs. — Hvað segirðu, spurði Gísli hissa. Er sá mikli maður þá loksins búinn að sjá þá konu, er hans sé verð. — Hefur þú ekki heyrt það. Svo er þó sagt að honum yrði sízt minni r.ot af haustmyrkrinu til þeirra hluta en sumum öðr- um, þótt Brandi sé reyndar sjaldan þörf á að láta myrkur skýla gjörðum sínum. -— Onei, það skeður nú margt án þess að ég verði þess var, anzaði Gísli. — Og hvert á hann að hafa leitað fanga? Björn hikaði við, fannst sem hann hefði þegar sagt of mikið, að hann væri að bregða trúnaði við húsbónda sinn og fleipra um það, sem honum kom ekki við. En, hugsaði hann með sér, hann hafði reyndar ekki verið beðinn að þegja yfir bæjarslúðrinu, og Gísla var jafngott að frétta það hjá sér sem öðrum. — Það er sagt að það sé dótt- ir Þórðar á Felli. I annað sinn varð Gísla svo mikið um tíðindi að hamar hans stöðvaðist í loftinu. Hann gleymdi jafnvel að draga and- ann, en starði gapandi á Björn. Allt í einu stökk hann fram og reiddi hamarinn að piltinum, sem átti sér einskis ills von og hné næstum niður af skelfingu. — Ef þú vogar þér að ljúga, læt ég hamarinn ríða í hausinn á þér, hvæsti hann út úr sér. — Vægð, vægð, veinaði dreng- urinn, og titraði af ótta. Skratt- inn hirði mig, ef ég lýg. Mér var sagt þetta. f guðs nafni, dreptu mig ekki. Augnablik stóðu þeir þannig, drengurinn titrandi af ótta, of hræddur til að hreyfa sig. Og heljarmennið með reiddan ham- arinn. Hvorugur þeirra hafði tekið eftir konu sem kom gangandi til þeirra hröðum skrefum og stanzaði þegar hún heyrði síð- ustu orð þeirra. — Hvað gengur hér á? spurði hún hvössum rómi. Þeim varð báðum bilt við og Gísla þó meira. Hann lét ham- arinn síga og snerist á hæli inn í smiðjuna. Birni létti stórum og þó hann skylfi enn í hnjánum tók hann til fótanna án þess að yrða frekar á Gísla eða konuna, sem horfði á eftir honum, hvar hann hentist fram túnið, yfir lækinn og gilið og næstum í loftköstum fram mýrina. Hún brosti við, konan, svo sneri hún sér að bónda sínum, sem blés af ákafa í smiðjunni svo neistaflugið þvi nær huldi hann. Og svipur kon- unnar harðnaði. — Gísli, komdu út. Þetta var skipun, hörð og ákveðin skipun. Og maðurinn hlýddi. Þessi stóri og luralegi maður gekk til hennar álútur og þegjandi, lík- astur hundi sem á sér ills von frá húsbónda sínum. Konan horfði á hann og í svip hennar blandaðist saman meðaumkun og fyrirlitning. — Hvað á þessi afkáraskapur að þýða? Gísli þagði, í huga hans var tóm. Hann var ekki búin að ná sér enn eftir reiðina þegar hann hélt að Björn væri að ljúga að sér. Fátt var Gísla verr gert en að nota sér trúgirni hans og heimsku til að bera í hann alls kyns slúður, sem hann svo tók fyrir heilagan sannleika. En var nú víst að Björn væri að ljúga þessu. Víst gat þetta átt sér stað. Litla stund horfðust þau þegj- andi á, hjónin. Gísli niðurlútur og einurðarlaus og vissi varla hvað hann átti af sér að gera. Glæsileg var Margrét, ekki sízt ef hún var reið. Víst var hann lánsmaður að eiga slíka konu. Ef hann þá ætti hana að öllu leyti, en það var þetta nagandi — ef. Víst hafði hann heyrt hvíslið og kjaftæðið í kring um sig, að Þórði þætti jörðin enn ekki að fullu goldin. Svipur Margrétar mildaðist smám saman og hún spurði næstum vingjarnlega: — Hvað bar ykkur Birni á milli? —- Hann var að segja mér fréttir, sagði Gísli lágt. Ég hélt kannski að hann væri að ljúga að mér. — Nú, hvaða fréttir voru það? — Hann sagði, að Brandur sýslumaður hefði boðið sér Hlíðina, ef hann fengi Björgu vinnukonu á Ljúfustöðum fyrir konu. Svo sagði hann líka að al- talað væri að Brandur ætlaði að kvænast Signýju dóttur Þórðar á Felli. -— Hvað kemur þér það við, spurði Margrét. — Skilurðu það ekki kona, þú veizt að mig hefur lengi langað að eignast Hlíðina. Hún tilheyrði Litla-Fjarðarhorni fyr- ir ekki mörgum árum, og Þórð- ur á Felli hefur marg sagt, að Framhald á bls. 39 VIKAN 40. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.