Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 15
E N LEGGUR FRÁ SÉR VOPNIN í SKAMMDEGINU HANN MÁLAR í ÁSASKÓLA Á SUMRIN, Jóhann Briem, listmálari, er einn þeirra ágætu listamanna okkar, sem komnir eru á miðj- an aldur og alltaf eru að sækja í sig veðrið. Hann hefur fetað sig fremur varlega áfram með árvakri liyggju hins gætna manns. Verk hans eru ekki tilviljanakennd, því Jóhann lileypur ógjarna útundan sér. Miklu fremur einkennast verk hans af rólegri yfirvegun hins hugsandi manns. Formin eru yfirleitt stórskorin og allmikl- ar andstæður í litunum. Jóhann var að mála 'iustur i Gnúpverjahreppi í sumar eins og venjulega. Hann fær til um- ráða skólastofu í barnaskól- anum og þar er þessi sérstaka lykt, sem alltaf fylgir litum og léreHi. Það hafði verið breitt léreft yfir nokkur horð og þar lágu túbur og þar stóðu krukk- ur með penslum. Utan með veggjum var röð nýrra mál- verka, Jóhann var að undir- búa sýningu, sem nú mun ný- lega hafa verið opnuð. Brúsapallurinn í Ásum i sterku gulu og grænu, kýr á beit, lítil stúlka einhversstaðar úti í móa. Svo voru aðrar svo skammt á veg komnar, að mað- ur gat ekki séð, hvað úr þvi yrði. Jóhann tróð í pipuna og fór að smyrja okkurgulum lit á stóran flöt, bak við gang- andi mann. — Ætlarðu að klára hana í dag? — Nei, nú fer ég yfir hana og svo læt ég hana þorna. Mér finnst betra að vinna þannig. Ég læt þær þorna tvisvar eða þrisvar áður en ég lýk við þær. Ég hef margar myndir i takinu. — Og hvernær ertu búinn? Er nokkurn tima hægt að segja að mynd sé búin? — Þegar maður treystir sér ekki lengra. Annars var það mjög góð regla, sem kennari minn gamall við akademíið úti sagði eitt sinn: „Þegar þið eruð komin svo langt með mynd, að ykkur finnst að henni sé, lokið, þá skulið þið hyrja.“ — Eru þetta mótív héðan úr sveitinni? — Ekki endilega. En mér finnst gott að vinna hérna. Það er næði. Ég mála ekki úti í náttúrunni, flestöll min verk verða til á vinnu- stofu. Það er undantekning með myndina af brúsapallin- um. -— Tekurðu eftir litum i náttúrunni, í skriðum, giljum eða hraunum með tilliti til þess að nota í málverk. — Ég tek eftir litunum, en ekki til þess að nota þá í mál- verkinu. Eins og ég sagði: Ég mála ekki ásýnd hlutanna. Ekki landslag, ekki gömul hús né neitt slikt. T^rnml'inlH n RÆTT JOHANN BRIEM LIST- MÁLARA VXKAN 40. tbl. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.