Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 18
Eyvindur Eriendsson dvaldist síSast liðinn vetur við leiklistarnám í Moskvu. Hann hélt dagbók og Vikan hefur fengið leyfi til að rýna í hana. Þar bregður Eyvindur upp myndum af Lenin- grad og Moskvu, af rússnesku iífi og sérkennum fólksins, bæði sem hann kynnt- ist og sá í kringum sig. Fyrri hluti. EYVINDUR ERLENDSSON DAGBOK FRA RUSSIANDI Rússncskt landslag er tilbreytingarlaust og einkennilega grátt: Lágar hæðir, tré og hús á víð og dreif. 6. september, kl. 2. Neðst á blaðinu stóð feitletrað: — Sá sem ekki gefur réttar upplýsingar verður með- höndlaður samkvœmt sovézkum lögum. — Og hvað þýðir það? spyrja konurnar tvær úr Hlíð- unum mig, ferðafélaga sinn, sem þær telja töframann í tungumálum heimsins. — Þýðir? — ekki annað en tugthús, Síþeríuvist eða skot í hnakkann, svara ég, meðan ég er að átta mig á því, hverskonar plagg þetta er, sem þær hafa beðið mig um að gera skiljanlegt venjulegu fólki úr Hlíðunum. — Hjálpi okkur Guð í himnaríki! — Notið ekki gálausleg orð, góðar dömur. Þeir gætu handtekið ykkur fyrir að klæmast. Við erum brátt í nýju lögsagnarumdæmi. Farþega- skipið Mikael Kalinin frá Leningrad, nálgast heimahöfn sína með 18 sjómílna hraða. Það hefur innanborðs lítinn túristahóp frá íslandi. Þar á meðal eru þessar tvær hispursmeyjar úr Hlíðunum; systur, samrýmdar mjög með ættartengsl úr einni byltingarminnstu sveit heims- ins. Frændelskar, friðelskar. Skikkanlegar í sínum lifi- máta. Fimmtugar. Hafa beyg af karlmönnum og komm- únistum, en finnst þó hvorir tveggja forvitnilegir. ■— Hvar fenguð þið þetta duíarfulla blað? spyr ég þær. — Hjá fararstjóranum. Hann sagði, að við ættum að skrifa nei á rússnesku eða ensku í allar punktalínurnar og svo nöfn okkar undir. Svo þaut hann bara upp á bar og sagði ekki meira. Jg — VIKAN 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.