Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 35
að' drepa tafarlaust sérlivern hvítan mann, sem lyftir skot- vopni gegn þeim.“ Þannig komst ég fyrst aS raun um hið skefjalausa hatur, sem Mundo höfðingi lagði á hvíta menn, og ekki leið á löngu áður en ég komst líka að raun um or- sökina. Eftir þvi sem ég komst næst, höfðu hvítir menn komið til skjalanna, er Alabimu sonur hans og leiðángursfélagar hans gerðu tilraun til að ræna konum af öðrum indíánakynþætti, tíu dagleiðum sunnar; þetta voru vopnaðir námamenn, sem komu kynþætti þeim til aðstoðar, og féll Alabimu i átökunum. „Hlustaðu á mig mikli höfð- ingi,“ sagði ég. Ég er ekki hing- að kominn til að valda neinum árekstrum; þvert á móti vil ég verða þér og þinu fólki til að- stoðar. Hér á þessu svæði, sem þú ræður einn yfir, er að finna steina, sem hvítir menn sækj- ast mjög eftir. Þess verður því ef til vill ekki langt að bíða, að þeir komi hingað liundruðum, eða jafnvel þúsundum saman, og þá þrýtur þig alla vörn. Þeir hafa svo mikið af skotvopnum, að þá munar ekki um að ger- eyða öllu þinu fólki.“ „Ég veit það,“ svaraði Mundo hugsi.“ Það er meðal annars þess vegna, að ég vil ekki að neinir hvítir menn komi hing. að. Við viljum fá að lifa í friði, eins og forfeður okkar. Þess- vegna gerði ég áreiðanlega rétt- ast að drepa þig tafarlaust.“ „Ef þú leyfir mér að dveljast hér i friði, verður það til þess að hingað koma ekki neinir hvít- ir menn aðrir — og að þess verð- ur ekki langt að biða að þú og þitt fólk búi hér við alls- nægtir. Með þvi að hjálpa mér hjálpar þú því lilka sjálfum þér og fólki þinu, Og hinn mikli hvíti höfðingi og vinur þinn mun færa þér miklar gjafir.“ Það leyndi sér ekki að það hafði mun meiri og jákvæðari áhrif á afstöðu höfðingjans, þegar ég nefndi Cordona, en þó að ég beitti allri minni rök- vísi, erindi mínu til stuðnings. „Hvenær kemur Cordona?“ „Ég veit það ekki fyrir víst. En hitt veit ég með vissu, að hann talar máli þínu við hinn mikla höfðingja allra hvítra manna. Og það er eins liklegt að hann komi hingað sjálfur innan skamms.“ „Þú getur sofið hérna,“ var hið eina svar Mundo og að svo mæltu skálmaði hann út úr kofanum, í klæðunum, sem ég hafði gefið honum og með riff- ilinn, skotfærabeltið og veiði- hnifinn, sem hann hafði af mér tekið. Eldar höfðu verið kveiktir til að reykja við nokkuð af bráð- inni, sem Mundo og menn hans komu með. Þær matarbirgðir áttu að nægja ættflokknum i viku að minnsta kosti. Ekki sá ég Lolomai á meðal þeirra. Ég sneri aftur heim i kofann og braut heilann um hagi mína. Allt i einu birtist Mundo i dyr- unum, og færði hann mér steikt kjöt og ávexti. Síðan lagðist h'pnn endilangur á dýnu og mælti ekki orð. Starði langa lirið upp i þakið unz hann tók til máls. „Antu systursonur minn er veikur. Það amaði elckert að honum, þegar hann kom heim af veiðunum með okkur. Nú vill hann ekki neyta matar, og kvartar um kulda, jafnvel þó að hann liggji hjá bálinu .. .“ Það var augljóst að hann hafði hitasótt. „Þú villt kannski að ég at- liugi hann?“ spurði ég. „Nei. Sapuli mundi ekki leyfa það.“ „En drengurinn er systurson- ur þinn, svo að Sapuli þorir áreiðanlega ekki að hreyfa mót- mælum.“ „Hann er sonur hans — og systur minnar.“ „Og þá er hann bróðir Lolo- mai?“ Hann leit fast á mig, og það leyndi sér ekki að tortryggni hans var vakin. „Hvenær liefur þú séð Lolo- mai?“ „í gær. Taivan sagði mér hvað liún héti.“ „Ég átti son,“ sagði Mundo. Þeir drápu hann. Þeir drápu son minn.“ „Það liryggir mig, Mundo. Ég harma son þinn af einlægni“ svaraði ég. „Tuttugu konur lief ég átt,“ hrópaði hann og kreppti hnef- ana. „Tuttugu konur. Ég vildi eignast sonu. Marga lirausta sonu. En ég gat ekki nema þenn- an eina son — og' margar dætur. Ég blygðast mín ... “ „Ekki er það þin sök,“ varð mér að orði. Vissi ekki livað segja skyldi. Og það var ekki að sjá, að hann hefði heyrt það. „Þegar Lolomai fæddist, var hún heitin syni minum. En sonur minn er dauður, og sjálf- ur er ég búinn að lifa mit' fegursta. Þegar ég fell frá, á Antu að verða höfðingi ætt- bálksins. Antu er hugrakkur og vel gefinn. Hann hefur gengið mér í sonar stað, og öllum ætt- flokknum. Nú er hann veikur og það setur að mér kviða.“ Ég lagðist upp í hengirekjkju mina. Mundo lá enn á dýnunni og starði upp i kofaþakið. Þegar ég vaknaði að morgni var sól risin fyrir góðri stundu. Digur höggormur hring- aði sig á dýnunni, þar sem Mundo hafði legið þegar ég sofnaði. Cordona hafði sagt mér, að Indíánar þessir hefðu tam- VIKAN 40. tbl. — gg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.