Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 36
i'ð slöngur scm húsdýr, og ef til vill var þetta ein þeirra, en ég gat samt ekki treyst þvi og vonaði ákaft að cinliver kæmi og losaði mig við slikan ó- fögnuð. Þegar mér varð ekki að þeirri von minni, varð ég loks þreyttur á að biða og stara á slönguófétið, svo að ég smeygði mér í skóna og hrað- aði mér út eins og mér var frekast unnt. Til allrar hamingju rumskaði slangan ekki. Nokkrar af konunum voru enn önnum kafnar við að ganga frá bráðinni, en aðrar unnu að þvi að spíta skinnin svo að þau þornuðu i sólinni. Kyrrð og friður hvildi yfir þorpinu, og ég gekk niður að ánni og tók mér bað. Þegar ég kom aftur upp í þorpið, hafði hópur manna safnazt saman kringum tvo Indi- ánn, sem komið höfðu að rétt í þessu. Ég þóttist sjá á öllu, að eitthvað alvarlegt hefði gerzt, Það leyndi sér ekki að Mundo liöfðingi var i versta skapi, enda reyndi hann ekki neitt til að dylja það. Hann skipaði eitthvað fyrlr höstug- ur í rómi og skálmaði síðan tll „hallar“ sinnar, og spark- aði geðvonskulega i slönguna, sem komin var á skrið. „Hvað liefur komið fyrir?“ spurði ég, „Fólk frá okkur var að vinna á akri. Tveggja stunda gang- ur liéðan . . „En livað kom fyrir?“ „Kaicúsé var á ferðinni í nótt og drap eina af konun- um ...“ Ég vissi að Indiánar þessir kalla bæði tigrlsdýr og jagúar og hlébarða einu nafni „kaic- Úsé.“ „Þetta er þriðja vig lians. Ef kaieúsé kemst á bragðið af mannakjöti, lætur hann ekki staðar numið. Við verðum að ieggja hann að velli.“ Hann lagði hendina á riffil- minn, sem hann skildi ekki við sig, „Það er vissara að ég komi með þér,“ sagði ég. „Þetta er hættulegt skotvopn, og enn kannt þú ekki með það að fara. Ég skal vera þér hjálplegur við að fella kaicúsé.“ Þegar við komum á staðinn, litu allir vonaraugum á riffil- inn minn. Leifarnar af konunni iágu enn þar, sem jagúarinn hafði gengið af bráð sinni; lagt á flótta, þegar liann heyrði menn, og liunda nálgast. „Mundo,“ sagði ég, ef þú sendir mennina og hundana inn i skóginn, heyrir kaicúsé hávaðann og flýr langt undan, en snýr siðan hingað aftur þeg- ar við crum farnir, og drepur þann, sem fyrst verður fyrir honum. Við verðum því að beita annarri aðferð; leynast hérna þangað til hann keniur aftur að ljúka bráð sinni...“ Mundo féllst þegar á tillögur mínar. Ég hafði verið á veiðum g0 — VIKAN 40. tbl. bæði í Siam og Kombodiu og vissi af reynslunni að þessir stórkettir eru ekki þefnæmir, enda þótt sjón þeirra sá ákaf- lega skörp og heyrnin furðu- leg. Við urðum þvi að búa okkur fylgsni í um það bil tíu metra fjarlægð frá leifunum af líki konunnar, og gæta þess að afstaðan væri þannig að við gætum varla misst marks; í rauninni var allt undir þvi komið að við værum allsendis hreyfingarlausir og gæfum ekki minnsta hljóð frá okkur á með- an við biðum komu liins ill- víga og snúningasnara fjanda. Ég lét grafa einskonar skot- gröf í útjarðri kjarrsins og þekja botninn grasi. Við reynd- um eftir rnegni að róa fólkið, sem var svo skelkað, að það vildi helzt flýja heim i aðal- þorpið. Að því búnu bjuggumst við Mundo fyrir í skotgröfinni og biðum næturinnar. Þar sem ég vissi að Mundo liafði ákaflega næma heyrn og kunni að greina öll hljóð i þessu umhverfi, treysti ég fyrst og fremst á þá hæfileika lians. Kom okkur saman um að hann skyldi leggja höndina hægt á öxi mér, ef hann yrði einhvers var, sem bent gæti til að jagúar- inn væri á ferðinni. Þó að dimmt væri orðið, gat ég greint leifarnar af konulíkinu, þar sem þær lágu. Smám saman létti nokkuð af mér spennunni. Ég var farinn að rifja upp í liuga mér þá at- burði, sem gerzt liöfðu síðustu dagana, enda þótt mér væri ekki það rótt, að ég gæti hugleilt þá til hlitar. Allt i einu lagði Mundo höndinni létt á öxl mér. Ég lagði við hlustirnar, en gat ekki numið minnsta þrusk eða hljóð. Mundo lagði höndina fastara á öxl mér, ég leit til hans og hann gaf mér bendingu um að jagúarinn væri fyrir aft- an okkur. Ég gætti þess vand- lega að hreyfa mig ekki hið minnsta. Að einni eða tveim sekúndum liðnum hvislaði Mun- do um leið og liann benti fram: „Hann er þarna.“ Morguninn eftir sáum við slóð jagúarsins. Hann hafði ver- ið aðeins sjö metra frá okkur, þegar hann heyrði hváskrið. Annars hefði mér að öllum lik- indum tekizt að fella liann. Ég lagði mig i eins og tvær stundir. Þegar ég vaknaði, var ég hress og vonglaður eins og sá maður, sem veit að ekki vantar nema herzlumuninn á að honum takist það, sem hann hefur einsett sér. Ég lét gera okkur aðra skotgröf liinum megin, en þaðan sá ég mun betur yfir umhverfið. Þetta kvöld þurftum við ekki að bíða lengi. Það var varla fulidimmt orðið, þegar Mundo gaf mér merkið, og um leið heyrði ég sjálfur lágt þrusk, einmitt i sömu stefnu og ég beindi riffilhlaupinu. í næstu andrá greindi ég gráleitan skugga, sem nálgaðist leifarn- ar af likinu. Aldrei hafði mér til hugar komið að dýrið væri svo risavaxið. Það iæddist einn eða tvo hringi umhverfis líkið, en staðnæmdist síðan lijá því og tók til matar sins. Ég beið enn, þvi að ég vildi ekki tefla á neina liættu. Fá rándýr eru eins hættuleg við að eiga og særður jagúar. Loks sá ég stirna i augu lionum, og lileypti óðara af, þrem skotum i runu. Jagúarinn stökk i loft upp og til hliðar og livarf sjón- um okkar út í myrkrið. Mundo reis upp og hafði lagða ör á streng boga sins. Ekkert hljóð heyrðist úr þeirri átt, sem jag- úarinn hafði horfið. En nú tóku hundar að gelta ákaft, og menn komu hlaupandi að með blys í hendi. Spölkorn inni í kjarr- inu lá hinn tröllstóri jagúar steindauður, þegar að var kom- ið. Og nú liófst söngur, dans og hin mestu fagnaðarlæti. Þegar lappir jagúarsins höfðu verið bundnar saman, var stöng brugð- ið á milli þeirra, sem nokkrir fílefldir karlmenn lyftu á axl- ir sér, og þannig var liinn falini ógnvaldur borinn inn i þorp akuryrkjufólksins, þar sem fylkingunni var ákaft fagnað. Jagúarinn var lagður á mitt torgið, þar sem allir þorpsbú- ar dönsuðu kringum hann allt til inorguns með söng og trumbu- slætti. Ég liélt beinustu leið til kof- ans, sem mér hafði verið feng- inn til gistingar, haldinn þeirri vanlíðan, sem alltaf ásækir mig ef ég hef orðið einhverri skepnu að bana. Það var eingöngu fyrir hugulsemi og þakklætisvott, sem höfðinginn auðsýndi mér, að mér tókst að jafna mig von- um fyrr. Ég lá endilangur á dýnunni og gat ekki með neinu móti sofnað, þegar ung kona kom inn i kofann, hljóð eins og vofa, og staðnæmdist hjá mér, eins og hún biði einlivers. Hún var ein af fjórum núver- andi konum liöfðingjans í þessu þorpi, og samkvæmt siðvenju ættflokksins, þegar einliver gest- komandi skyldi sérstaklega heiðraður, hafði liann sent hana á minn fund, mér til næt- urgamans. Margar vikur voru umliðnar síðan ég hafði livilt lijá konu — og þessi kona reynd- ist bæði ástriðulieit og atlota- fús. Og það var ekki eins og liún væri neitt að flýta sér, því að hún dvaldist lijá mér allt til morguns. Skömmu eftir dögun kom Mundo til fundar við mig. Hann kvaðst hafa gert ráðstafanir til að ég fengi feldinn af jagúarn- um til minja. Mér fannst sem nú mundi hið æskilegasta tæki- færi til að færa það i tal við Mundo, að hann leyfði mér að dvelja hjá ættflokki sínum. En þvermóðska hans var söm við sig. Hann svaraði þvi einu til, að hann skyldi fá mér menn til fylgdar til þorpsins, þar sem brasilisku námamennirnir höfð- ust við, en þangað var viku ferð. Ég ákvað að biða og sjá hverju fram yndi, og enn einu sinni reyndist ég hafa hcppnina með mér. Framliald í næsta blaÖi.. DAGBÓK PRÁ RÚSSLANDI. Framhald af bls. 21. virt fyrir sér pensildrætti dregna af eigin, lifandi höndum hinna miklu meistara og nemenda þeirra. En til að eiga slík verk og skapendur þeirra lifandi á meðal sín þarf viðleitni manna, sem einstaklinga og þjóðfélags, að beinast í þá átt fremur en aðrar. Ef Rússar eyddu eins miklum peningum og við í bílalökk og prinspóló, gætu þeir ekki rekið alla sína listaskóla. Ekki einu sinni haldið við safninu í Er- mintaz. Fólk eru furðu lagið við að koma sér upp þeim hlutum sem því er kappsmál að eignast. Sá sem keppir eftir mennt og menningu nser því einhvernveg- in. Sá sem keppir eftir lúxus í ytri búnaði, húsum og glansandi bifreiðum, hann mun ná því. Hins vegar þýðir ekkert fyrir fólk sem alla daga reiknar út peninga og safnar sér fyrir gólf- teppi eða nýjum bíl, að vandlæt- ast yfir því að í landi þess skuli ekki ennþá vera risið listasafn, af því að slíkir hlutir eru ekki aðeins framkvæmdaatriði, held- ur afsprengi hugarfars sem hef- ur önnur keppikefli. Hérna er geymt borð með mosaikplötu, sem' er gerð úr svo örfínum steinum, að þeir verða ekki sundurgreindir nema við nánari athugun. Sagt er að í þessu liggi ævistarf þriggja ætt- liða, föður, sonar og afa. Ég elti leiðsögumanninn og ferðafélagana á harðaspretti um sali Ermintaz, í þrjá tíma. Þá höfðum við skoðað einn hundr- aðasta af safninu að okkur var tjáð. — Hvernig lízt þér nú á? spurði ég byltingamanninn. — Ég er klumsa. —- Ja, nú held ég þú megir vera ánægður með þá, vinina þína, sagði frökenin úr Hlíðun- um. Hún var mjög hrifin, sér- staklega af mynztrinu og gólf- klæðningunni. Það minnti á eins stað á krosssaumsmynzt- ur, sem hún kannaðist við og gat, að mig minnir, saumað sjálf. „Ef ég hefði verið hérna í byltingunni, hefði ég malað þetta allt saman mélinu smærra," sagði byltingamaður- inn. (Stöðu sinnar vegna gat hann ekki verið á sama máli og svona smákapítalistar úr Hlíð- unum). — Guði almáttugum sé lof og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.