Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 37
dýrS að þú komst hvergi nærri byltingunni. •— Þetta helvítis glys og gyllirí, sem er sogiS undan blóð- ugum nöglunum á stritandi al- þýðu, og tildrað hér upp handa þessu djöfuls greifa- og baróna- pakki til að hóra sig innan um. — Sé allt þetta ávöxtur af blóði og svita hinna kúguðu, er það þá ekki einmitt næg ástæða til að varðveita það af um- hyggju? — Ég er á móti öllu sem minnir á þá kúgun. — Um hvað er hann að tala af svo miklum hita? spurði leið- sögumaðurinn sem ekki skildi íslenzku. — Um það, að við þyrftum að hrista af okkur sinnuleysið fs- lendingar, og koma okkur upp svona listasafni. — Hafið þið virkilega ekkert? — Nei, — en við höfum mik- ið af drossíum, — og kóka kóla, svörum við og hlæjum öll að þvílíku gríni. 8. sept. Leningrad telur á fjórðu mill- jón íbúa. Við skoðuðum hana á einum og hálfum degi. Vafalaust munu einhverjir fyrirfinnast í hópnum, sem telja sig geta svar- að, eftir slíka skoðun, hvað það sé fyrir nokkuð, sú borg. Mér dettur í hug strákur úr sveit, sem elti eitt sinn kvenmann til Moskvu. Hún hvarf inn á hótel með öðrum dela, en strákur svaf af nóttina á járnbrautar- stöðinni á bekk. Um morguninn sá hann ýmislegt til ‘þessarar dömu sinnar inn um hótel- glugga, sem olli því að hann missti baráttuviljann og fór heim til sín með næstu lest. — Hvernig er nú Moskva? var hann spurður. — Það er nú eiginlega lítið að sjá nema járnbrautarteina 1 allar áttir. En hótelið hjá þeim er ansi gott, með hvítum gardín- um. Frásagnir íslenzkra sjó- manna af Rússlandi minna á þessa sögu. Þeir hafa séð höfn- ina, og komizt að því að þar er erfitt að útvega kvenfólk. Þeim líkar yfirleitt illa við landið. Einnig eru menn ætíð lagnir að finna það sem þeir leita að, frek- ar öðru. Harla fáum gefin hrein og óspillt augu hins hlutlausa skoðanda. Þannig fann einn ís- lenzkur ferðamálafrömuður mest smábraskara og útlendinga- snobbara í Rússlandi, sem ég aftur á móti hitti nær aldrei, sem kannski stafar aðeins af því að ég er ekkert uppnæmur fyrir smjaðri, og því minna hneigður fyrir sölumennsku eða smá- svindl í skúmaskotum. Þetta er sagt til þess að minna fólk á, að þrátt fyrir góða við- leitni mína til að sjá sem flest og meta sem frjálslegast, hef ég enga aðstöðu til að gefa viðhlít- andi þverskurð af svo umfangs- miklu mannlífi, sem hlýtur að þróast í svo stórri borg, eftir tveggja daga dvöl. Allra sízt dytti mér í hug að nota slíka skoðun sem mælistiku á heilt stórveldi, þótt ýmsir mætir menn, eða taldir það, séu ekki kröfuharðari til verka sinna en svo. Slíkir eiga til að þeytast um heilar heimsálfur á einni viku, hvissdrekka einn bjór — hviss —- heim aftur, og svo vita þeir allt, eins og Sölvi Helgason. Reisubækur eru ævinlega gleggra heimildarrit um höf- undinn, áhugamál hans, uppeldi og venjur í heimalandinu, en þau útlönd sem hann kann að ferðast um, af því að menn skrifa helzt hjá sér á ferðum, það sem er öðruvísi en þeir eiga að venjast. Þetta villir gjarna saklausan lesanda frá þeirri staðreynd, sem reyndar er öll- um ljós ef henni er veitt athygli, að í heild sinni er mannlíf hvar í heiminum sem er byggt upp af sömu grundvallarlögmálum og á svipaðan hátt. Mannlegar hvatir og þarfir liggja alls stað- ar ofar og neðar öllu smávægi- legri siðum eða fræðisetningum. 8. sept. Kvöld. Vegurinn er beinn og sléttur. Malbikið glansar af vætunni sem ekki hefur yfirgefið Lenin- grad þessa tvo daga sem við höfum gist borgina á bökkum Nevu. Hávaxnar bjarkir, tákn- mynd rússnesks landslags, hverfa örhratt aftur fyrir hóp- ferðabílinn sem ferðaskrifstof- an Intúrist hefur sent með okk- ur til flugvallarins. Gegnum trén má sjá úthverfin smá fjar- lægjast. Ný hverfi fjölbýlishúsa. Þau nýjustu eru byggð með há- um krönum. Veggir eru þá steyptir í heilu lagi í verksmiðju, fluttir á byggingarstað með bíl- um og raðað þar saman. Með þessu lagi næst mikill bygging- arhraði. Annað skiptir minna máli. íbúðahrak er tilfinnanlegt enda hefur fyrsta boðorð fyrir arkitekta og aðra byggingamenn hér, allt til þessa dags verið: fljótt — mikið — fljótt. Með gíf- urlegri fjöldaframleiðslu hefur þetta náðst. „Bráðum fáum við svo líka fallega unnin hús,“ seg- ir túlkurinn okkar. Hún horfir vonaraugum á nýbýlahverfin fyrir handan. Við ákveðum að heimsækja hana í nýja húsið. Hún veit heilmikið um ísland og vill fá að læra íslenzk þjóð- lög. Við bregðum strax upp konsert, syngjum barnagælur, slagara og rímnastemmur. Bí bí og blaka tókst okkur að gróður- setja með henni. Kanski syngur hún það við krakkann sinn. Aldrei að vita nema við höfum lagt grunn að stórfelldri út- breiðslu íslenzkrar menningar með þessari litlu söngskemmtun í rútubíl, fyrir einn áheyranda. Þannig kveðjum við Lenin- grad með íslenzkum söng. Landslagið er eitthvað skrítið. Flatneskja, og þó ekki flatt. Marflatt og litlaust um leið. Endalausar hæðir hverfast hver yfir aðra svo langt sem séð verður. Tré og hús út um allt eins og dreift úr flugvél. Ár og lækir á tvist og bast um lands- lagið, rennandi ýmist upp eða niður í móti, hver yfir annan og alla vega. Moldin er grábrún, grasið grágrænt, himinninn grá- blár og vötnin grámórauð. Gróð- ur gisinn og stórgerður. Skil vatns og moldar ógreinileg svo og moldar og grass, himins og hauðurs. Miðað við íslenzkan skírleik má segja að Rússland sé allt í bendu. En það er hlý- legt og dulmagnað. Bygginga- stíll og önnur sjáanleg manna- verk mjög í stíl við landslagið, svo sem vera ber. Þarna er gam- alt sveitaþorp. Bjálkahús með stráþökum, heystakkar, karl keyrandi tröllslegan hest fyr- ir klunnalegum fjórhjóluðum vagni, tjóðraðar geitur, kýr á beit, hani á haugi, hundur í varpa, kerling sækir vatn í brunn. Þarna koma morgnarnir með suði í kaffikatli eða sam- ovar, heitu brauði, spenvolgri mjólk og nýjum hænueggjum fyrir gestinn sem er orðinn þreyttur á hraða borgarinnar. Gamlar ömmur bogra yfir mask- ínum, og flugur suða á þili. Ég snýst óðara á móti framþróun- arhraða nútímans þegar ég fyr- irhitti slíka friðsæld gamla tím- ans. Nei, annars. Þarna lengra með veginum er að koma í ljós ný- tízku stórbú. Fjórir traktorar strika svörðinn plógreinum hver á eftir öðrum. Næsta sumar verður hérna akur eða tún. Þarna er heilt herfylki af skjöld- óttum kúm. Mjólkurbíll á leið í kaupstað. Stórar hvítar bygg- ingar. Þorp smáhýsa. Sennilega íbúðir bændafólksins. Nei. Þrátt fyrir óðagotið sem af vélvæð- ingunni leiðir, já, og jafnvel hávaðann, þá er hún betri en streðið, í kyrrð og ró. Flugna- suð á þili og söðulbakaðir kofar eru ekki nærri eins skemmtilegt fyrir bóndann eins og fyrir gest- inn úr borginni. Ég snýst aftur á band framþróunarhraða nú- tímans, enda er það hann, sem á að flytja okkur áfram héðan á vit nýrra ævintýra og vísdómá. Ein af þotum hans bíður okkar á flugbrautinni. Túlkurinn okkar, Natasja, og annar fulltrúi frá ferðaskrifstof- unni fylgja okkur um borð í flugvélina. Þau segja, að við verðum að koma aftur, þegar sólin skín. Þau eru kurteis og elskuleg. Þó finnst mér eins og innst inni séu útlenzkir túristar með myndavélar og fimmaura- brandara þeim innst inni hé- gómamál. Það er sem þaú viti um eitthvað sem þeim finnst við of mikil börn til að skilja. Mér birtist aftur fyrir hug- skotssjónum myndin af beinun- um í skóginum. Hvítar leifar stórrar lifsreynslu í grænu grasi. Og kát börn nútímans í sunnu- dagafötum tínandi sveppti upp á sport. Fylgdarmennirnir snúa til síns heima en flugvél okkar ræsir hreyflana og rennir sér upp í loftið. Áætlun. Leningrad — Moskva. ★ UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið land'sþekkta konfekt frá N Ö A - HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? l’að cr alltaf sami lcikurinn í hénni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verðlaunum. handa þcim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin cru stór kon- fektkassi, ftillur af bezta konfckti, og framlciðandinn er auövitað Sælgœtisgcrð- in Nóio Siðast er drcgið var hlaut verðlaunin: SKÚLI HALLDÓRSSON, Miðtúni 84, Reykjavík. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. VIKAN 40. tbl. — gy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.