Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 42
lifað. Já, séra Sigurður, mér var sama um allt nema hana. Og þér ætluðuð að vera svo góð- ur að taka systur mípa til yðar. En þegar ég fór að sækja hana séra Sigurður, þá var engin litla systir. Dáin, sagði fólkið, hafði gengið illa að sitja hjá, enda ekki nema níu ára, auminginn, og svo ætlað að strjúka til bróður síns, og hljóp í myrkrinu og rigning- unni. Og Brynjólfur elti hana ríðandi, sagði fólkið, kom með hana aftur og sló hana með svip- unni og lokaði hana inni í hest- húsinu. Dáin, daginn eftir úr kulda, hræðslu og hungri, sagði fólkið. Hvað gat ég gert, séra Sig- urður. Ég var fávita af sorg og réðist á Brynjóif. Hann gat ekki þolað börn, sagði fólk'ð, en var það litlu systur minni að kenna þótt hans börn dæu öll úr veik- inni. Já, séra Sigurður, ég drap hann, og þér ætlið að hjálpa mér. Já, já, fara strax norður að Felli. Ganga dag og nótt. Færa Þórði bréf og vera honum þægur. Aldrei koma suður eftur. Eng- um segja neitt, bara hlýða Þórði. Já, já, Guð mun fyrirgefa mér, fyrst þér segið það séra Sigurður. Það var sem dauðinn hefði beðið meðan Hallur lauk þess- ari löngu ræðu sinni. Um leið og hann sleppti siðasta orðinu hné hann út af og var dáinn. Gísli hafði setzt á stein og starað á þennan dauðvona óláns- mann, sem í dauðateygjunum lifði aftur upp hörmungasögu sína. Þvílík örlög. Og nú var þessu lokið. Nú lá hann þarna dauður og limlestur, og hafði unnið það síðast verka að bana saklausum manni. En grafið sjálfum sér .rröf um leið. Litia stund sat Gísli kyrr og horfði á mennina í fjörunni. Hvað átti hann að gera? Ekki mátti hann hreyfa þá neitt. Hér yrðu vitni að koma til og íhuga málsatvik. Óhugnaðurinn við að sitja svona einn yfir dauðum mönnum sagði til sín og hann flýtti sér upp úr fjörunni og heim til bæj- ar, hugsandi ráð sitt. Nú yrði hann tafarlaust að láta þá vita, Brand sýslumann og Þórð á Felli. Stefna þeim höfðingjunum sam- an yfir hræjum þræla sinna. Það var þjóðráð. Máske þeir yrðu ekki á eitt sáttir. Kannske myndi Brandur sýslumaður telja að maður Þórðar ætti hér alla sök, og heimta bætur fyrir sinn mann. Hvað myndi Þórður ríki segja við því. Hvort yrði nú sterkara sýslumannsvaldið eða hið al- kunna vald Þórðar yfir hverjum manni, með allan sinn auð á bak við sig. Margrét var ókomin enn frá Felli. Signingin yfir leiði móður hennar átti víst að vera sérlega vönduð í þetta sinn. Gísli bað elzta son sinn að ferð- búast skjótt og skreppa fyrir sig bæjarleið. — Þú átt að taka hann Skjóna minn, hann er hérna niður hjá ánni, og ríða í spretti að Kolla- fjarðarnesi. Þar áttu að biðja um að fá að tala við sýslumann og þegar þú hittir hann áttu að segja: Faðir minn bað mig fyrir kveðju og biður yður að koma tafarlaust upp að Litla-Fjarðar- horni. Komdu svo strax til baka aftur og segðu engum öðrum, sem þú kannt að hitta, frá er- indi þínu. Mundu nú þetta, sagði Gísli alvarlegur. — Já, pabbi, sagði drengurinn og hraðaði sér á brott, uppvægur yfir þessu mikla trausti. Að in ráðgáta. En hún vildi ekki spyrja frekar. Gísli þrammaði skemmstu leið fram flóa, stikaði stórurfi og velti fyrir sér hvernig hann ætti að haga orðum sínum við Þórð. Hvernig ætli honum yrði nú við. Það var spurning, sem hann hlakkaði til að fá svarað. Fyrr á öldum hefðu ef til vill orðið málaferli og mannvíg út af svona atburði. En þeir tímar voru löngu liðnir. Höfðingjarnir söfnuðu nú ekki liði gegn mót- stöðumönnum sínum. Ofstopa- Nivea innlheldur Eucerit — efni skylt húðlitunnj — frá því stafa hin góðu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? Núlð Nivea á andlltið að kveldi: M' verður morgunraksturlnn þægilegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hcfur Nivea dásamleg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látlð NIVEA fulikomna raksturinn. L C á'«,0 hugsa sér, að hann átti að fara að hitta sjálfan sýslumanninn. Og fara ríðandi á reiðhesti föður síns., annálaðasta gæðingi um nálægar sveitir. Og átti að ríða hratt. Unnur, sem heyrt hafði á tal feðganna spurði nú áhyggjufull. — Hvað er nú að faðir minn? Hvers vegna á að sækja sýslu- manninn? — Tölum ekki um það, telpa mín, þú munt frétta það síðar, sagði Gísli hátíðlega. En gættu vel litlu barnanna, því nú þarf ég einnig að bregða mér bæjar- leið og sækja Þórð á Felli. — Já, það skal ég gera, anzaði telpan, en óljós geigur settist að henni. Hvað faðir hennar vildi þessum mönnum var henni hul- menn ekki framar knésettir með kjarki og karlmennsku, heldur höggnir á Alþingi eða sendir á Brimarhólm. Dæmdir af dönsk- um. Þvílík hörmuleg umskipti, hugsaði Gísli, um leið og hann gekk í hlaðið á Felli og barði þrjú högg á bæjarþilið. Stúlka kom fram og Gísli spurði eftir Þórði, og kvaðst þurfa að finna hann nauðsyn- legra erinda. Stúlkan hvarf aftur inn, en kom að vörmu spori aftur og bauð Gísla að ganga í bæinn, sagði Þórð vera í herbergi sínu. Þórður sat við skriftir og leit ekki upp né tók undir kveðju Gísla. Svo var að sjá að hann yrði hans ekki var, en hafði all- an hugann við skriftirnar. Gísli stóð vandræðalegur á miðju gólfi og sá að ekki þýddi neitt að bera upp erindið strax. Vissi að Þórður hafði það til að anza honum engu orði, fyrr en hon- um dytti sjálfum í hug að hefja samtalið. Sá auður og velsæld, sem hvarvetna blasti við á Felli var litt sjáanlegur í þessari vist- arveru Þórðar ríka. Litlu þiljuðu herbergi. Þar inni var aðeins rúm Þórðar, borð undir glugga, einn stóll og skápur í horni. Þarna sagði heimilisfólk á Felli að Þórður héldi til flesta daga, og svæfi um nætur. Stöðugt skrif- andi, enginn vissi hvað. Ekki varð heldur séð á manninum sjálfum að ríkidæmi hans væri mikið. Búningurinn var ekki annað en gerðist meðal bænda. Sauðmórauð peysa, grófar vað- málsbuxur og óbryddaðir sauð- skinnsskór. Öðru vísi sást Þórð- ur aldrei klæddur, nema í kirkju og á Alþingi. Þó vissu allir að Þórður var með ríkustu mönn- um þó víða væri leitað. Sumir héldu að hann vissi ekki sjálfur hvað margar jarðir og jarðar- parta hann ætti, jafnvel í öllum landsfjórðungum. Þórði virtist allt verða að auði. Mörgum fannst að aldrei missti hann skepnu, aðrir sögðu meira að segja að grasspretta og heyfeng- ur brygði til hins betra ef Þórður keypti harðbýlt kot. Hann gat líka haft það til, ef menn sökn- uðu fjár af fjalli og fundu hvergi að kaupa í því vonina, þá var sagt að ekki brygðist að kindurn- ar heimtust bráðlega heilar. Fal- aði Þórður folald sem hann sá, brást ekki að það yrði góður hestur, ef hann fékk það. Þórður var nú kominn fast að sextugu, og farinn lítils háttar að hærast. Gráu hárin voru eins og einstök sinustrá í dökkjörpu hári hans og skeggi. Að öðru leyti bar hann aldurinn vel, enda ekki slitið sér á vinnu. Enn var hann afburða fríður maður, með þennan sérstaka $vip sem aldrei glúpnaði fyrir nokkru mótlæti, þessi dökku augu, sem virtust sjá í gegn um þann sem hann talaði við. Niðurlag í næsta blaði. BANGSI. Framhald af bls. 25. Saumið fætur við bolinnn. Saumað er með teygjunni, fyrst í gegn um bolinn og síðan í gegn um hinn fótinn. Þá í gegn um bolinn og síðan í gegn um hinn fótinn. Stingið nálinni sömu leið til baka með V2 sm. millibili, og hnýtið endana saman. Saumið hendur við bolinn á sama hátt. Saumið augun föst, og saumið nef og munn með svarta „broder- garninu“. Hnýtið silkibandið í slaufu um hálsinn. — VIKAN 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.