Vikan


Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 03.10.1963, Blaðsíða 43
SKÓGARELDUR. Framhald af bls. 21. Án þess að gefa BS nokkurn gaum þaut Eileen inn í turn- herbergið, en brennuvargurinn var snarari í snúningum. Hann hrinti stúlkunni til hliðar og sleit símaleiðsluna frá veggnum. Síðan greip hann i annan hand- legg Eileenar og dró hana með sér út á pallinn. Hún streittist á móti, en i höndum BS var hún eins og barn. — Við skulum horfa saman á eldinn, sagði hann og þrýsti lienni upp að handriðinu. — Ef hann ýtir mér fastar, steypist ég út fyrir, hugsaði Eileen og hélt sér dauðahaldi í handriðið. Það var eins og hann læsi hugsanir hennar. — lvg ætla ekki að drepa þig, sagði hann, — en við skulum liorfa saman á eldinn. Mér þykir gaman að liafa einhvern hjá mér. Hún starði á hann. Augu hans gljáðu, og andlitið var blautt af svita. — Þér — þér kveiktuð í, stamaði hún. Hann brosti. — Vissuð þér það ekki? — Hann er brjálaður, hugs- aði hún. Upphátt bætti liún við: — Við verðum að gera miðstöð- inni i Vancouver aðvart. Að nokkrum minútum liðnjum stendur allt nágrennið í björtu báli. Hún reyndi enn að losa sig, en hann hélt henni traustatök- um. Nú gnæfðu eldtungurnar upp fyrir trjátoppana, en ennþá var þó ekki hægt að sjá þær frá næsta turni. Vörðurinn þar hafði heldur enga möguleika á að aðvara miðstöðina i Vancou- ver, eftir að tæki Eileenar var eyðilagt. — Sjáðu, sagði hann og sleikti út um. — sjáðu hvað það logar vel! Hún. æpti upp yfir sig: — Þér eruð brjálaður, þér eruð brjálaður! Og skyndilega sparkaði hún af af öllu afli i sköflunginn á hon- um. Hann beygði sig veinandi og sleppti henni. Á næsta and- artaki var hún á leið niður stigann. Hann elti hana. — Vertu kyrr! æpti hann — Við skulum horfa saman á eld- inn! 'Stiginn var í ótal beygjum, og i einni beygjunni missti hún fótanna. Hún baðaði út hönd- unum — fingurnir . snertu liand- riðið, en náðu ekki taki á því. Þvinæst fann hún til nístandi sársauka i þunnvanganum. Svo sortnaði henni gersamlega fyrir augum. Það var ein símadaman á miðstöðinni i Vancouver, sem fékk grunsemdir um, að ekki væri allt með felldu i turni 29. í meira en klukkutíima hafði hún árangurslaust reynt að ná sambandi við hann, og um eitt- leytið fékk McDonald skipun um að fara á loft. Hann fylgdi strandinni nokkurn spöl áður en hann beygði inn yfir skóga- flæmin. Vélin var í aðeins rúm- lega hundrað metra hæð yfir trjátoppunum. Úr þeirri hæð voru flugmennirnir vanir að ráð- ast til atlögu við skógareldana. Á fáum sekúndum var liægt að hella mörgum þúsundum litra af vatni yfir logana. McDonald og varaflugstjórinn sáu eldinn sam- tímis. — Guð minn góður, hraut út úr Pope, eldurinn er nærri kom- inn i turninn! Skógurinn liafði að visu verið ruddur á litlu svæði umhverfis turninn, en í slíkum þurrki brann jafnvel þunnt mosalagið á klöppunum. Turninn, sem var úr tré og tjargaður, hlut því að standa í ljósum loga á næsta andartaki. — Það stendur karlmaður á pallinum, hrópaði varaflug- stjórinn og benti niður. — Karlmaður, þaut eins og elding i gegnum heila Mc Don- alds, — Hvað er karlmaður að gera í turninn til Eileenar Ferrer? Upphátt kallaði hann: •— Ver- ið tilbúnir að sleppa! Skógareldurinn geisaði nú undir þeim, og gífurlegir reykj- arbólstrar stigu upp í loftið, scm titraði í hitanum. Þegar flugvélin var beint yfir staðn- um, lauk áhöfnin upp vatns- geymunum. Vatnið skall niður eins og risavaxin sleggja og skók turninn eins og jarð- skjálfti. Mold og smásteinar þeyttust i loft upp, og eld- tungurnar hörfuðu hvæsandi. — Það mátti ekki seinna vera, umlaði varaflugstjórinn. McDonald svaraði ekki, en sneri flugvélinni og lækkaði flugið á ný. Þegar flugvélin hafði losnað við vatnið, hafði hún hækkað skyndilega á lofti, og nú grillti áhöfnin aðeins i turn- inn í reykhafinu. — Við verðum að komast að þvi hver karlmaðurinn er og livað hann er að gera i turn- inum, hugsaði McDonald. Varaflugstjórinn virtist lesa hugsanir hans. Hann hnippti í McDonald. — í morgunfréttun- um var lýst eftir brennuvargi. Hann hafði brotizt út úr fang- elsinu í Onoway, og það er aðeins í nokkurra mílna fjarlægð frá turninum. McDonald hrukkaði ennið — G>at skeð að maðurinn þarna niðri væri enginn annar en brennuvargurinn? Ef svo skyldi vera, var unga stúlkan í bráðri lífshættu. Reykjarbólstrarnir viku hægt til liliðar er flugvél- in þaut drynjandi yfir turninn. VIKAN 40. tbl. — 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.