Vikan


Vikan - 10.10.1963, Side 2

Vikan - 10.10.1963, Side 2
I fullri alvöru: Myndin sýnir ATL.AS Crystal King: ★ glæsilegur útlits ★ hagkvæmasta innrétting, sem sézt hefur ★ stórt hraðfrystihólf með sérstakri „þriggja þrepa“ froststill- ingu ★ 5 heilar hillur og grænmetisskúffa ★ í hurðinni eru eggjahillur, stórt hólf fyrir smjör og osta og 3 flöskuhillur, sem m. a. rúma háar pottflöskur ★ sjálfvirk þíðing ★ nýtízku segullæsing ★ færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun ★ innbyggingarmöguleikar ★ ATLAS gæði og 5 ára ábyrgð ★ þrátt fyrir alla kostina er hann lang ódýrastur! Atlas Crystal King — Hann er konunglegur! ÁTLAS heimilisfrystikistur - 2 stærðir bera af um útlit og hagkvæmni! Kæliskápar leysa daglega geymsluþörf heimilisins, en frysti- kistur opna nýja möguleika: Þér getið aflað matvælanna, þegar verðið er hagstæðast og gæðin bezt, og ATLAS frysti- kistan sér um að halda þeim óskertum mánuðum saman. Þannig getið þér sparað fé, tíma og fyrirhöfn, og jafnframt hoðið heimilisfólkinu fjölbreytt góðmeti allt árið. Úrval annarra heimilis- tækja, m. a.: NILFISK ryksugur og bónvélar. FERM þvottavélar (4 stærðir), þeytivindur og strauvélar. ATLAS tauþurrkarar (teak eða hvítir) og teak-kæliskápar. BAHCO eldhúsviftur (2 gerðir), tauþurrkarar og gufubaðstofutæki. BALLERUP hrærivélar (3 stærðir). GRILLFIX grillofnar (2 stærðir). FLAMINGO straujárn, snúruhaldarar og úðarar. FÖMIX O. KORNERUP-HANSEN Sími 12606 Suðurgötu 10 Reykjavík. Komið og skoðið, hringið, skrifið cða útfyllið úrklippuna, og við munum veita yður nánari upp- Iýsingar og leggja okkur fram um góða afgreiðslu. Góðir greiðsluskilmálar. Sendum um allt land. ____________________________—--------------------------Klippið hér —-------------- Undirrit....... óskar nánari uppl. (mynd — verð — greiðsluskilmálar) um: Nafn og heimilisfang: 2 — VIKAN 41. tbl. með riillnm Það er ekki hægt að rökræða smekk, hefur lengi verið sagt. Smekkur er nefnilega smekks- atriði. Það er heldur ekki ætl- unin hér að rökræða smekk, heldur benda á ýmis atriði, sem sýna hvernig smekkur fólksins er. Hann birtist til dæmis í ný- byggðu hverfunum í Reykjavík. Við s.iálm inn um gluggana, að það er búið að klæða veggina með harðviði, nýtízkulegur ljósa- útbúnaður hangir niður úr loft- unum, en utan dyra kveður við dálítið annan tón. Þar er ekki einu sinni jafnað úr moldarhaug- unum frá því að grafið var fyr- ir grunninum. Ég veit um eitt afarfínt hús þar sem þykk gólf- teppi náðu út í hvert horn, en allmörg ár liðu svo, að húsráð- endur öfluðu sér ekki ruslatunnu. Öllu rusli var fleygt í skot við húsið og þaðan fauk það um ná- grennið. Eitthvað er rotið við þetta allt saman. Smekkur fólksins birtist í því, sem það hefur innanhúss til að fegra híbýli sín. Það má segja íslenzkum húsgagnasmiðum til hróss, að þeir hafa fylgzt mjög vel með. Það er tæpast völ á mjög Ijótum eða ósmekklegum húsgögnum. Litaæðið, sem gekk yfir fyrir fimm árum eða því sem næst, hefur nú fjarað út. Enginn málar lengur misheppnuð Iabstrakt málverk úr Hörpusilki á stofuveggina, eða einn vegginn dökkgrænan, annan dökkrauðan og þann þriðja bleikan. Svo er guði fyrir að þakka, að sjaldgæft er það líka orðið að sjá „húll- kíla‘‘ og flúrlista upp um allar kverkar. Eitthvað hefur þó á- unnizt þrátt fyrir allt. Ef til vill má þakka það að einhverju leyti því, að jafnan er á boðstólum fjöldi erlendra tímarita um hús- byggingar og arkitektúr almennt. Þar er tekið fyrir það bezta úr arkitektúr heimsins og slíkt hlýt- ur að hafa sín áhrif því eftir því sem heyrzt hefur, selzt eitthvað af þessum blöðum. Smekkur fólksins birtist í þeirri myndlist, sem prýðir veggi í þessum nýju og fallegu húsum. Það er ekki við því að búast, að Pétur og Páll geti eignazt 1 ,,orginal“ listaverk eftir Kjarval, Ásgrím eða Jón Stefánsson. En Ragnar í Smára hefur séð fyrir Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.