Vikan


Vikan - 10.10.1963, Page 4

Vikan - 10.10.1963, Page 4
Fisléttar þoln þvott (þvottekta) Hlýjar 100 % Nylon efni í verinu 3 stceröir af sœngum 3 stcerðir af koddum SÆNGUR OG KODDAR fyllt með ryðja sér hvarvetna til rúms © Marteinn Einarsson & Co. Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816 i Þórsmerkurmyndir. Til Vikunnar. Agaleg kvæ getið þið verið. Ég fór í Þórsmörkina og svo koma myndir af manni í blaðinu hjá ykkur. Getur maður hvergi ver- ið óhultur, eða hvað? Það varð alveg gasalegt uppistand heima, því ég sagðist ætla allt annað. Ég skil ekki að þið hafið leyfi til að taka svona myndir og birta þær. Það er hart að vera ekki óhultur uppi á fjöllum. Abba labba lá. -------Óhult fyrir hverju? Kæra Vika. Ég var með strák í Þórsmörk- inni um verzlunarmannahelgina í sumar og nú liggur mér svo miikð á að ná í hann. Því miður vissi ég aldrei, hvað hann hét. En ég skrifa ykkur vegna þess, að mér sýnist hann vera á einni myndinni úr Þórsmörkinni, sem kom fyrir nokkru. Hann er ber niður að mitti á myndinni þar sem einn er að henda sér yfir snúru. Ég er ekki alveg viss, en það gæti verið hann. Getur Vik- an haft upp á honum fyrir mig. Ég sendi fullt nafn og símanúm- er með. Vinsamlegast birtið það ekki. Með kærri þökk. Inga. -------Vikan getur líklega ekki haft upp á honum fyrir þig, Inga, en kannski veit hann eitt- hvað um þig og hefur samband við þig, þegar hann veit, að þú þarft að hitta hann. 200 metra ryð ... Vikan, Reykjavík. Ég var svo óheppinn fyrir nokkru, að ég fór í 200 metra sundkeppnina með úrið mitt á handleggnum. Þegar ég tók eftir þessu, rauk ég auðvitað strax upp úr og kom úrinu til úrsmiðs, en það kostaði góðan skilding að koma því aftur í gangfært stand. Nokkru síðar sagði vinur minn mér hvað ég hefði átt að gera. Hann fullyrti að ég hefði alls ekki átt að flýta mér neitt upp úr, en taka þessu með stakri ró, halda úrinu í kafi og ná mér í eitthvað ílát, setja vatn í ílátið og úrið þar ofan í, og koma því þanig til úrsmiðsins. Þá hefði farið betur. Nú langar mig til að spyrja þig hvoi’t þetta muni vera rétt. „Úri“. ---------Já, Úri minn. TiIfelliS er, að hann hefur nokkuð rétt fyrir sér. Úrið skemmist í raun- inni ekkert á því að fara ofan í vatnið. Það gengur auðvitað ekki í vatni, en það skemmist heldur ekki — fyrr en það kem- ur aftur í loftið. Þá fer það nefnilega að ryðga. Það ryðgar ekki, ef það liggur kyrrt í vatni dálítinn tíma. Það hefði verið ágætt fyrir þig að ná þér í sultu- krukku og setja úrið í hana og vatn með. Þú heldur því vafa- laust fram að úrið sé smíðað úr ryðfríu stáli? Sennilegt er að úrkassinn sjálfur sé úr því, en ekki sjá'Jft úrverkið. Ef vatn kemst að því um tíma, ryðgar það og eyðileggst. Þessar reglur ... Kæra Vika. Mig minnir endilega að það hafi staðið til fyrir nokkru, að skipta Reykjavík í nokkur póst- umdæmi, og að maður ætti að merkja öll sendibréf með þeim Ég bý í Reykjavík og fæ mikið af bréfum, en aldrei er póstum- dæmið skrifað þar á, og ég veit að svo er víðar. Líklega er það enginn, sem fer eftir þessu. Hvernig stendur á því? Hvað segir Pósturinn við því? og hvar fær maður upplýsingar um það, hvernig borgin skiptist í um- dæmi? H. Þ. — — — Upplýsingar um um- dæmaskiptinguna færð þú í símaskránni, framarlega. Þar er Iitprentað kort af Reykjavík, með greiniiegri skiptingu. Ann- ars býst ég við að það sé með þetta eins og svo margt annað á okkar landi, að enginn fer eft- ir þeim reglum, sem öðrum dett- ur í hug að setja. Það er vafa- laust að póstmönnum væri mik- il þægindi að því, tímasparnað- ur o. fl., ef allir merktu umslög- in með póstumdæmi. — En hvað varðar mig eða þig um það ... ? /

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.