Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 5
Sígildar sögur ... Pósturinn. Mig langar til að fá upplýs- ingar um Sígildar sögur, sem þið hjá Vikunni gefið út, eða dreifið. Þetta eru mjög skemmtilegar sögur og krakkarnir mínir alveg æst að fá blöðin öll, enda hef ég ekkert á móti því. Það, sem nú hefur komið út hjá ykkur, hefur komið út áður fyrir nokk- uð mörgum árum síðan, en svo hætti það að koma og ég held að síðasta heftið hafi verið núm- er 26. Er það ekki rétt? Svo langar mig til að vita hvort út- gáfunni verður haldið áfram, eftir að þessi 26 hefti hafa kom- ið, því að ég ætla að halda þeim vel saman og láta binda þau inn. Þórður Halldórsson. ------------Jú, Þórður, það er rétt að 26 fyrstu heftin hafa áður komið út, en eru fyrir löngu síðan uppseld í búðum, og hafa ekki fengizt í 5 eða 6 ár. Svo er meiningin að halda áfram með útgáfuna, koma með splunkuný hefti tvisvar í mánuði, svo að þér og öðrum er ráðlagt að halda þeim vel saman frá byrjun. Það hafa margir látið binda Sígildar sögur inn, og fer mjög vel' á því. Vikan í Kaupmannahöf n ... Kæra Vika. Ég skrifa bara til að láta vita hversu mjög mér þykir vænt um þig, Vika góð. Ég bý í Kaup- mannahöfn, en fæ alltaf Vikuna senda til mín, og bíð eftir henni með óþreyju í hvert sinn. Sérstaklega þykir mér gaman að lesa inlenda efnið, sem þið hafið oft svo mikið af, og það setur mann í svo gott samband við landið. Ég á hér ýmsa kunn- ingja — íslenzka — og lána þeim Vikuna þegar ég er búin að lesa hana, en bið alltaf um að fá hana aftur. Þegar hún kemur svo til mín, er hún oftast lesin upp til agna. Ein með heimþrá. ------------Þakka þér fyrir bréfið. Það yljar manni um hjartaræt- urnar að fá svona bréf. Verst er það með kunningjana, ef þeir fara svona illa með blöðin þín. Nú skaltu benda þeim á að Vik- an er alltaf send til Hovedbana- gárden í Kaupmannahöfn, og er seLd þar í blaðasölunni. — Svo geía þeir auðvitað gerzt fastir áskrifendur, ef þeir dvelja lengi þarna. Virðingarleysi. Kæra Vika. Ég er ung stúlka, alin upp við guðsótta og góða siði. Ég þekki urmul af ungu fólki úr flestum stéttum og fer talsvert út að skemmta mér. Það fer svo í taugarnar á mér, hvað strákar bera litla virðingu fyrir ungum stúlkum. Nú er til dæmis aldrei talað um annað en „tæki". Einu sinni voru það aðeins bílar, sem þeir nefndu tæki, samanber átta gata tryllitæki. Nú erum við kallaðar tæki í staðinn og mér finnst það óþolandi dónaskapur. Ég er búin að vera í nokkrar vikur með strák og um daginn vék sér einn að honum og sagði: „Hvað er þetta maður, þú ert alltaf með sama tækið". Mér finnst að Vikan, sem er gott blað, ætti að reyna að fá þá til að hætta þessu. B.J.H. Reykjavík. ------------Það gerum við ábyggi- lega við fyrsta (tæki)færi. Hvað kostar að fá birta sögu í Vikunni? ... Kæra Vika. Helzta tómstundastarf mitt er að semja smásögur og nú á ég nokkrar, sem ég tel frambæri-- legar. Mig langar til að vita, hvað mikið það kostar að fá birta smásögu í Vikunni. Vin- samlegast birtið ekki fullt nafn. J. B. S., Akureyri. — ¦— — Svona saklausir eru menn ekki lengur hér syðra, J. B. S., að þeir borgi fyrir að „fá inni". Nci, hingað koma þvert á móti menn, sem enginn kannast við og ganga út aftur með sitt pródúkt, vegna þess, að þeim finnst þeir ekki fá nóg fyrir sinn snúð. (Vitanllega með ódauðleg listaverk meðferðis). Ef Vikan á annað borð telur sögu birtingarhæfa, er venjan að borga höfundinum einhver ó- makslaun. NÝJA HAUST- OG VETRARTÍZKAN FRÁ O RLAN E PARIS make-up, steinpúSur, laust púður, naglalökk og varalitir í tveim nýjum litum. Œ # m IjósrauSur orange. aisan sterk rauSur. one Umboðsmenn í Reykjavík: Gyðjan — Regnboginn — Tíbrá — Oculus — Stella. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek, Akureyri — Straumur, fsafirði — Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi — Kf. Árnesinga, Selfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum — Kyndill, Keflavík — Perla, Húsavik — Hafnarfjarðarapótek. OKLANE PARIS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.