Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 6
Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Frásagnir Landnámu og íslendingabókar hafa jafnan verið tekn- ar sem góð og gild vara; það er, að landnámsmenn hafi kom- iö hér að svo til gersamlega óbyggðu landi. Lærðir menn hafa ekki mælt þessu í mót að ráði, enda þótt sumir fræðimenn sjái allmikla annmarka á þessum kenningum. Sá sem komið Nokkurn fyrirfarandi tíma hefur landnám íslands borið öðru hverju á góma. Um 1950 urðu umræður í blöðum um þetta efni, en ég lýsti þá á þeirri skoðun, að ekki hefði verið hægt að nema landið á þann hátt sem frá er sagt í hinni fomu bók, Landnámu, án þess að hér hefðu verið til staðar lífsbjargargrip- ir, naut og sauðir, þar sem ógerningur var að flytja þessa gripi yfir hafið á landnámstíma, er skipakostur gat engan veginn hlítt því verkefni, sem teljast mátti margfalt meira verk, en koma fólkinu út og krefjast fullkomnari skipa og útbúnaðar. Mörgum sýndist hér liggja skýr rök fyrir máli, og valda því, að alla okkar landnámssögu þyrfti að taka til rækilegrar endurskoðunar. Enn frekar lýsti ég á þessu í bókinni „íslenzki bóndinn", án þess ég léti það fullkomlega uppskátt, sem ég ályktaði af þessu, en það var, að hér hefði verið búandi þjóð fyrir í landinu, er svokallaðir landnáms- menn komu hér í land og stofnuðu ríki eftir 55 ár, að þessar landnámsferðir hóf- ust. Síðan bar það til að í útvarpsþætt- inum „Spurt og spjallað11 undir stjórn Sigurðar framkvæmdarstjóra þáttarins Magnússonar, var spurt og spjallað um uppruna íslendinga og var ég einn af fjórum sem kom þar fram með mína skoðun, í stuttu máli á þá leið, að hér hefði verið þjóð fyrir í landinu, sem síð- an hefði blandazt saman við landnáms- mennina, og héti uppruni íslendinga því þjóðasamruni af norskum og brezkum stofnum. Ekki vildu þeir, sem þátt tóku í umræðunum um þetta efni fallast nema að nokkru leyti á mína skoðun, og upp- lýsti þó einn þeirra, Jón prófessor Steff- ensen, að beinarannsóknir fornmanna og blóðflokkarannsóknir á nútímafólki í þessum löndum, bentu meira til þess að íslendingar væru skyldari Bretum en Norðmönnum. Þetta ætti að vera nóg til þess að þetta augljósa mál, ætti ekki að vefjast fyrir þjóðinni að skilja og viður- kenna, en lærðir menn koma til sög- unnar og spyrna fótum við. hefur fram með einna harðsnúnastar og um leið bezt rökstudd- ar kenningar um umfangsmikla búsetu í landinu fyrir tíð hins svonefnda landnáms, er Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Hann er sannfærður um það, að hinir norsku landnámsmenn hafi komið hér að albyggðu landi og er ótrúlega fundvís á rök, máli sínu til stuðnings. Benedikt hefur skrifað langa og merkilega ritgerð um málið, sem kemur út í bókarformi í haust og mun væntanlega vekja mikla athygli. Hér á eftir fer grein eftir Bene- dikt, þar sem hann gerir þetta að umtalsefni. Skoðun okkar á land- náminu hefur verið bundin við Landnáma- bókina, sem er skrá yf- ir þá menn, sem hún kallar þessu nafni, og segir í beinu máli, brotalaust um þann fyrsta, sem kom út og festi hér byggð, að hann hafi komið að óbyggðu landi, annað handrit hefur að auðu landi. En þetta er ekki skrifað í Landnámabókina fyrr en minnst 240 ár- um eftir að þessi maður lagði í það að byggja autt land, sem ekki þarf að segja öðrum þjóðum né sögunni, að neinn mað- ur hafi gert nokkurntíma. Þessi land- námsskoðun okkar íslendinga hefur orðið g — VI KAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.