Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 8
Var Island fullbyggt o Hrafna-Flóki hafði vetursetu í Vatnsfirði. Hann gætti ekki að afla heyja svo fénaðurinn féll. Hvaða fén- aður var það? Er líklegt, að víkingur, sem fór í könn- unarleiðangur á óákveðnar slóðir vestur um höf, hafi haft heila hjörð af fénaði með sér? er um þjóðina. Og með skýrskotun í það hversu sagnritun fs- lendinga er höll undir kirkiuna, má gruna að þeir biskupar hafi ráðið einhverju um það sem sagt er, og bendir orðalagið „og leizt þeim svo að hafa‘‘, á það að þetta hefði mátt hafa öðruvísi að einhverju leyti. Ari lætur sig þó ekki muna um að segja eftirfarandi: ... „Þá voru hér menn kristnir, beir Norðmenn kalla Papa, en þeir fóru síðan á braut, af því að þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn og létu eftir sig bækur írskar og bjöllur og bagla. Af því mátti skilja að þeir voru menn írskir“. Það hefur ekki verið vandi að taka skipin sín og sigla yfir hafið í þá daga, en hér er sá þióðsagnablær á, að óþarft er að hafa fyrir sögu- lega heimild. Eftir bað skrifar Ari frá landnámsmönnum og laga- setning frá Alþingissetning, frá misseratali, frá fjórðungsdeild, frá Grænlandsbyggð, frá bví er kristni kom á ísland, frá biskup- um útlendum, frá ísleifi biskupi, frá Gissuri biskupi. Auk þess bókarauka um biskupaættir og síðast langfeðgatal og rekur hann þar ætt s?na til Óðins, og er 38. maður frá honum ,,en ek heitik Ari“ er einskonar undirskrift, og öll er bckin 20 b’s. í fremur litlu broti. Með bók sinni hefur Ari talið sig gera skil á íslenzkri þjóð, eins og hún þá var orðin, er hér var komið sögu, uppruna hennar, lagaskipan, dómafari, afrekum ýmiskonar og mann- blóma, er verið hafði á landinu og nú var, er hann ritar bókina. Við þetta mundi trúlega ekki þurfa að gera athugasemdir, ef skoðað er í sama liósi og Ari gengur fram í, þó má undrast það, að Ari fræðir ekki neitt um atriði í skipun Alþingis, allsherjar- goðorðsins, og fyrir vikið er óljóst hvaða embætti eða starf þetta var við Aiþingishaldið, þótt virðast megi reyndar augljóst, að allsherjargoðinn hefur verið framkvæmdastjóri Alþingis. Því hvergi er minnzt á það hvernig Alþingi fór fram á hina ytri hlið. Þetta er þó eina embættið sem var arfsembætti í allri skipan hins gamla þjóðveldis. Þeir fóru með það goðarnir í Reykiavík, afkomendur Ingólfs og í notum þess, að því helzt er að skilja, að Þorsteinn Ingólfsson hafi sett þing á Kjalarnesi, fyrr en Al- þingi var sett á Þingvöllum. Hitt er þó skiljanlegra, að festan í starfinu hafi komið til af því, hversu nálægt þingstað Reykja- víkurgoðar bjuggu og áttu því hægara en aðrir að standa fyrir þinghaldinu um öflun nauðsynja, vörzlu á þingstað og gæzlu alla á þingi. Einnig umsión með vopnum eða geymslu þeirra, þar sem ekki mátti bera vopn í þinghelgina. Það er næstum að segja furðulegt að Ari skyldi ekki gera grein á þessu, einkum er hér áttu í hlut, þeir, sem teljast máttu öndvegismenn í þessu þjóðfélagsfyrirtæki. í sambandi við aðra hluti, er í ljós koma, gæti það verið grunur að hér lægi eitthvað persónulegt, óvild eða mislyndi milli Ara og þessara manna. Verður þess að minn- ast, að mannanna verk eru ófullkomin, eins og sá er ófullkom- inn sem vinnur þau, og er það allra tíma einkenni, og hefur ætíð margt borið til. Ari fer með. einskonar fjálgleik að segja frá því, að Þorsteinn surtur bar upp á Alþingi til- lögu um breyttan tímareikning, sumarauka og lætur sem Þorsteinn hafi fundið þetta upp eða reiknað út, og samþykktu þetta allir og hefði enginn kunnað fýr að segja þjóðinni að þetta væri rétt. En hér er aðeins um tímareikning kristinna manna að ræða, hið svokallaða julianska tímatal, sem allir kristnir menn héldu. Þorsteinn surt- ur er dóttursonur Þorsteins rauða, Auðarsonar djúpauðgu, sem var kristin kona og alhr fylgjarar hennar, er búsetu höfðu síðan í Dölum. Þorsteini hefur því verið auðgengið að lærdóm í þessari grein í nágrenni sínu og meðal frændaliðs. Þetta var taktikin. Goðinn sem bar málið fram var höfundurinn, til al- múgans mátti ekkert rekja, og nú verður Ari að hafa það, að Þorsteins er hvergi getið við tímareikning nema hjá honum, og verður það að vera einskonar háð fyrir þá báða. Þetta má sýnast undra barnaskapur af prestlærðum manni, en verður það ekki, þegar höfðingjaaðferðin. er athuguð, að þegja af almúganum. Þor- steinn surtur var í ætt við Ara. Þórhildur Þorsteinsdóttir rauðs, var móður móðir Þorgils Arasonar á Reykhólum, langafa Ara fróða, seinnilega er það nóg til þess að Þorsteins surts sé getið við tíma- reikninginn hjá Ara. Frásögn Ara af þessu sýnist tortryggileg. Þorsteinn surtur er tal- inn drukkna á Breiðafirði um 960, en Ari segir að nýmæli Þorsteins hafi verið lögtekið að ráði Þorkels mána og annarra spakra manna, en Þorkell máni tók lögsögu 970 og varla hefði hann haft úrslit í málinu fyrr en hann var orðinn lögsögumaður. f kristni sögu getur þess, að þeir Hjalti og Gissur, sem komu út í Vestmannaeyjum árið 1000, 10 vikur af sumri, en þá voru þeir með kristnina, hafi náð á Albing vegna þess að ári fyrr var Alþingi fært aftur um viku. Gæti hér verið sumarauki á ferð. En það sem hér verður helzt athugunarefni, er þá sögnin af Pöpunum, sem síðar verður frekar um rætt. Skyldu beir hafa lifað hér, án þess að hafa mjólk í mat eða ull í fat? Og ef þeir hafa haft kýr og sauðfé, skyldu þeir þá hafa farið með bað með sér? Skyldu þeir ekki hafa haft heimilishald með kvenfólki og tilheyrandi? Og ef þetta hefðu verið munkar, og þá helzt í samkundum, var það vaninn að hafa aðra til að vinna fyrir sér, og mikið þykir það í íslenzkum annálum þegar systurnar í Kirkjubæ neyddust til að mialta búpening í svartadauða. Ari og aðrir fornritahöfundar, verða grunaðir um að vita bet.ur, en fram kemur í ritum þeirra um ástæður í landi, er hér hófst þetta landnám, sem þeir segja frá. 2. LANDNÁMABÓK. Landnámabók er stór bók, 218 bls., þegar ís- lendingabók er 20 bls., og er miðað við útgáfu Guðna prófessors Jónssonar 1953. Það einkenni ber Landnámabók að hún hefur smástækkað, þar til að hún er orðin eins og við höfum hana í dag. Ýmsir menn hafa bætt við bókina eftir því sem tími hefur iiðið og upprunabókin verður engan veginn greind frá viðbótunum. Jón Gíslason, góður alþýðufræðimaður, frá Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi, telur líklegt að upprunastofninn í Landnámu sé skrá yfir goðorðsmenn sem áttu rétt á setu í lögréttu eftir að þjóðveldið var stofnað, og víst er það, að ekki var hægt að halda löglegt Alþingi án þess að ganga úr skugga um það, að þar sætu þeir menn, sem lögum samkvæmt áttu bar að sitja. Um þetta hefur lögsögumaðurinn átt að sjá, eða kannski allsherjargoðinn og þá varð að viðhafa þar einskonar kjörbréfarannsókn, en í fyrstu tíð er það algjört ættfræðilegt atriði hverjir eru réttir menn í lög- réttu. Það eru afkomendur landnámsmanna, mennirnir sem fara með goðorðin, sem þeir stofnuðu, tólf menn úr hverjum fjórðungi lands. Fullkomið eftirlit með þessu hefur ekki getað gerzt, án þess að hafa meira eða minna af skrásettum heimildum við athuganir á þessu. Þessi skrá hlaut að aukast eftir því sem tímar liðu, og þessi gjörð skrárinnar er trygging fyrir því, að eins rétt sé með farið, sem frekast er kostur á. Nú eru gamlar heimildir, ef hægt er að kalla það heimildir, það sem menn hafa sagt, að Ari fróði sé höf- undur Landnámabókar. Þetta kemur ekki vel heim, en eru þó lík- indi á því, að liðið hafi alllangur timi þar til nauðsynlegt taldist að hafa skrá við höndina til þess að ganga úr skugga um það, hverj- ir áttu rétt til setu í lögréttu. Það er einmitt líklegt að þetta hafi ekki gerzt fyr en á dögum Ara fróða, og víst er það, sem bókin ber með sér, að samtíðarmaður Ara, að vísu nokkru eldri, Kolskegg- ur hinn fróði og vitri, upplýsir landnám úr Múlaþingi frá Húsavík í Borgarfirði og sennilega suður um allt Skaítafellsþing, því eigi getur þess í bókinni hvar Kolskeggur sleppti sínum upplýsingum. Nú bar það til að sett voru tíundarlögin 1096 og voru þá taldir allir bændur í landinu, þar sem það voru þeir sem tíundir áttu að Framhald á bls. 34. g — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.