Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 9
IMYVATNSSVEIT ? Sýslumaður átti gamla pístólu. ? Skipverjar af SúSinni hugð- ust hefna grimmilega ? Þeir fundu gamla sláttuvéía- skúffu og annað ekki. Sýslumaður og fylgdarmenn hans lögðu nú á helðina og var vígahugur í mönm Svo bar við á stríSsárunum, eSa nánar til tekiS áriS 1944, aS sú frétt barst um Mý- vantssveit, aS þjóSverjar væru komnir í heiðina suSur af Gautlöndum. ¦ AS vonum sló miklum óhug á menn viS svo váleg tiSindi. Svo illa stóS á aS oddvitinn var staddur úti í Húsavík þennan dag, en haft var sam- band viS íiann fljólega og kom hann suSur eftir, ásamt sýslumanninum og þeim eina dáta sem fyrirfannst í Húsavik. Þeir hröSuSu ferS sinni sem mest þeir máttu, enda var mikiS í húfi. Þjóðverjar höfSu oftsinnis veriS teknir hér á land á þessum árum, enda landiS hernumiS af óvinum þeirra og þeir ekki neinir auSfúsugestir hérlendis. Þýzkir njósn- arar höfSust einkum við á heiðum uppi eSa fjöllum, fjarri mannabústöSum. Þeir voru iðulega sendir hingaS til lands meS kafbátum, en engin dæmi munu vera til þess aS þeir kæmu hingaS með flugélum, eins og tíðkaðist víða erlendis, en þar var algengt að senda njósnara til jarðar i fallhlifum. Mývatnssveit hafði haft heldur lítiS af styrjöldinni aS segja, nema þá fráttum blaSa og útvarps, enda er hún afskekkt og lítils virSi frá hernaðarlegu sjónarmiði. En skyndilega voru ÞjóSverjar komnir i sveitina, og dularfullt þótti þaS, hvernig þeir höfSu komizt þangaS. ÞaS var veriS aS kjósa prest i sveitinni þann dag sem vart varS viS hina þýzku og var Magnús Már Lárusson, núverandi prófessor við Háskólann, kosinn. Töluvert drógu hin slæmu tíðindi úr kjörsókn, sem ekki er furðu, fólk hætti sér ekki út af bæjum, vitandi óvinina á sveimi i kring. Vikjum nú sögunni til sýslumanns sem kominn var i sveitina til að vinna á Þjóðverj- anum. Sýslumaður var vopnaSur gamalli pístólu, en dátinn bar vitanlega alvæpni, eins og dáta var siður á þessum árum. Leituðu nú sýslumaður og oddviti liðsinnis hjá bændum i sveitinni, og varð allvel ágengt. Fregnin af Þjóðverjunum hafði borizt með ungum manni, sem var að sækja hesta þar suður á heiðina, en reiS þá fram á menn sem stóSu þar fyrir utan tjald og mið- uðu þeir á hann byssu. Við þetta varð ungi maðurinn að vonum ofsahræddur oð reið i skyndi til bæjar og sagði tíðindin. Þótti auðséð aS hér mundi um Þjóðverja að ræða, vegna háttalags mannanna. Sýslumaður og fylgdarmenn hans lögðu nú á heiðina og var vigahugur í mönnum, skyldi nú unnið á hinum þýzku óvinum. En þegar þeir komu þar sem tjaldið átti að standa, var þar ekkert sjáanlegt nema gömul sláttuvélaskúffa en enginn merki þess að þar hefðu menn dvalið, hvað þá tjald- aS. Var nú drengurinn yfirheyröur rækilega, en ekki vitum vér annað en hann hafi staðið fast við fyrri framburð. þrátt fyrir mikla leit fundu þeir ekkert nema gömlu sláttuvélarskiiffuna og urðu við svo búið að hverfa frá. Alitið var að hesturinn se^m drengurinn reið hefði fælzt við skúffuna, drengurinn orSið hræddur og spunnið upp sögunni, Drengurinn mun hafa verið taugaveiklaður og komið fyrir þarna i sveitinni af þeim sökum. Stuttu eftir að sýslumaður var kominn til bæjar, sést til ferða langferðabifreiðar úti á ásnum þar austanvið .Kom hún sunnan af heiSinni og stefndi út i sveitina. Þótti nú auðsætt aS samband mundi á milli bifreið- arinnar og hinna þýzku. Veitti sýslumaður bifreiðinni eftirför en ekki mun hann hafa náð henni fyrr en úti í Reykjahlið. Hann hafði óðar samband við farþega hennar og spurði þá hverra erinda þeir hafi farið þar suður i heiði. Þeir segja honum þá að bóndi einn þar í sveitinni hafi gabbað þá suSureftir og sagt þeim aS ÞjóSverjar væru þar. Voru þeir hinir verstu yfir gabbi bónda og þótti hann hafa fariS illa aS ráSi sínu. Þeir kváSust vera skipverjar af SúS- inni, sem þá hafSi nýlega orðið fyrir loft- árás. Nú voru þeir á skemmtiferðalagi. Sýslumaðurinn fékk að vita hver bónd- inn var og fór óSar á hans fund. Af ein- hverjum ástæSum stefndi hann bóndanum. „Já hann stefndi mér og þaS get ég ómögu- lega skiliS," sagSi bóndi. „Mennirnir óku fram á mig fyrir neSan SkútustaSi en ég var aS koma frá kosningunum. Þeir stönsuSu hjá mér og spurSu mig helstu tiSinda úr sveit- inni. Ég sagSi þeim þaS sem mér fannst markverSast en það var auðvitað fréttin af ÞjóSverjunum í heiðinni. Þeir urSu óðir og uppvægir við tíðindin og vildu ólmir komast suSur úr til aS vinna á bölvuðum ÞjóSverjunum. Annars voru þeir eitthvað rakir held ég. Ég sagSi þeim til vegar og þeir voru óðar þotnir. Ekki gerði ég ann- aS en segja þeim helztu fréttir, en árin á eftir fékk ég tuttugu stefnur fyrir bragSið". Þetta sagði nú bóndi um málið, en það Framhald á bls. 50. VIKAN 41. tW. — Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.