Vikan


Vikan - 10.10.1963, Síða 11

Vikan - 10.10.1963, Síða 11
Úrdráttur ur fyrri hluta: Gísli var eiginmaður Margrétar. Kvæntist henni að undirlagi Þórðar stórbónda á Felli og fékk jörð með, sumir sögðu að hann hefði einnig fengið dóttur með. Enda var Gísla ekki grunlaust um, að enn deildi hann konu sinni með Þórði. Bjöm, fjármaður hjá Brandi sýslumanni kemur við í smiðjunni hjá Gísia einn morgun og er á leið til að sinna kvennamálum sínum á Ljúfustöðum. Gísli lætur í það skína, að hann kunni að eiga keppinaut, Hall, vinnumann á Felli, meintan morðnigja. Þegar Björn er nýfarinn, í uppnámi yfir þessum tíðindum, legg- ur Margrét af stað yfir að Felli, og þótt Gísla sé engin þægð í för hennar, biður hann hana að fá Hall lánaðan til að hjálpa sér að hlaða fjárhús, en Hallur er annálaður hleðslumaður. Meðan á hleðslunni stendur, segir Gísli Halli, að Björn fjármaður sé meðbiðilli hans og bendir honum á, hvar Björn kemur hlaupandi frá Ljúfustöðum. Hallur hleypur í veg fyrir hann, og þeir verða hvor öðrum að bana. Gísli verður felmtri sleginn og hraðar sér tiE Þórðar á Felli. SÍÐAII HLUTí spurði ÞórSur, hafði tyllt sér á þúfu og hélt í tauminn á klárnum. — Næstum því, svaraði 'GísIi, — hann var fljótvirkur. — Já, hann var fljótvirkur, endurtók Þórður, — og velvirkur líka, snillingur að hlaða. f þessu sást ríðandi maður koma utan mel- ana og fara geyst. Ýmist lét hann reiðskjóta sinn stökkva á fullri ferð eða greip hann niður á fljúgandi skeið. Og þeir-voru brátt auðkenndir maður og hestur. Þetta var Brandur sýslumaður á Litla-Fjarðarhorns Skjóna. Brandur stökk af baki og kastaði á þá kveðju. Gísla, sem var hestamaður og dýra- vinur, varð það fyrst fyrir að ganga að hestinum og strjúka af honum svitann. Hann vorkenndi klárnum brúkunarlausum og feitum undan sumrinu að vera þaninn svona þjösnalega. Skjóni néri hausnum upp við hann, stiklaði til og frá og bruddi mélin æstur eftir hlaupin. — Hvað er hér um að vera? spurði Brand- ur og horfði til skiptis á Þórð og Gísla. — Hér hefur gerzt heldur leiður atburð- ur, sagði Þórður með hægð. — Vinnumenn okkar hafa orðið hvor öðrum að bana. — Nú, hverjir. Og hvernig þá? Brandi varð hverft við fréttina. — Þeir liggja þarna niðri í f jörunni, bezt að þú athugir þá sjálfur, sagði Þórður. Brandur snaraðist fram á bakkann og leit fram af, svo sleppti hann taumnum á Skjóna og klifraði ofan í fjöruna, skoðaði líkin og athugaði verksummerki. Gerði síðan kross- mark yfir þeim og kom aftur upp á bakkann. Svipur hans var lokaður, og hvass ásýndum sneri hann sér að Gísla: — Er þetta þitt verk. Hentir þú þeim fram af? Gísli hopaði dauðskelkaður á hæl. — Nei, nei, ég kom hvergi nærri, vissi ekki neitt. Sýslumaður gekk nær og hvessti augun á Gísla: — Játaðu bara að hafa drepið þá, hel- vízkur þrællinn, þrumaði hann. Þórður stóð nú upp og gekk til þeirra, lagði hönd á öxl sýslumanns og sagði rólega: — Stilltu þig Brandur og hlýddu á mála- vexti áður en þú.ákærir menn hér. Sýslumaður stillti sig og bjóst til að hlýða á mál Þórðar. — Gísli, taktu líkin og urðaðu þau vel og vandlega, sagði Þórður skipandi. — Á ekki að jarða þau í kirkjugarði? spurði Gísli og hafði vart náð sér eftir hræðsluna við sýslumanninn. — Hugsa þú ekki um það. Ég mun láta prest biðja fyrir þeim, anzaði Þórður. Gísli paufaðist niður í fjöruna til að vinna þetta ógeðfellda verk. — Leggðu þá andfætis og berðu nóg grjót á þá svo þeir gangi síður aftur, kallaði Brandur til hans. — Jæja, sagði hann svo og sneri sér að Þórði. — Hvað er um þetta mál að segja? Þórður tók sér aftur sæti á þúfunni, dæsti við og hóf frásögn Gísla af atburðinum, tal- aði hægt og settlega, eins og hans var vandi. Svo var sem orð hans seitluðu fram í dvín- andi dagsbirtuna. Sýslumaður, sem hafði tekið aftur við taumnum á Skjóna, stóð og hallaði sér yfir makkann á hestinum og horfði á Þórð. Brandur var maður ungur og myndarlegur, vel búinn jafnan og skeggið rakað að útlendum sið, bartar í vöngum og skegi á efri vör. Hann var hár vexti og herðabreiður og kvikur í hreyfingum. Ekki var hann sérlega vinsæll meðal þeirra sem lægra voru honum settir. Þótti finna helzt til mikið til sín og líta niður á kotungana. Reyndar leit Brandur ekki upp til nokkurs manns. Hann var jafn djarfmæltur við háa sem lága. Aðeins gagnvart þessum ríka karli á Felli fannst honum sem hann stæði and- spænis sér meiri manni. Enda alveg dæma- laust valdið sem Þórður hafði yfir öllum sem hann umgekkst. En nú ætlaði Brandur ekki að glúpna fyrir honum. Þó að hann væri faðir Signýjar og þó að hann ætti allar jarðir á iandinu skyldi hann ekki sleppa skaðlaust frá þessu máli. Sýslumaður ræskti sig, þegar Þórður hafði lokið máli sínu og mælti af myndugleik: — Þér er það kannski kunnugt Þórður, að mér hafði borizt skipun um að handtaka Hall vinnumann þinn og senda hann suður til réttarrannsóknar vegna manndráps? — Ekki var mér það með öllu ókunnugt, Brandur, en ekki veit ég til að ég hafi hald- ið fyrir þér manninum eða meinað þér að framkvæma skyldu þína að öðru leyti. Og Þórður bosti við. Sýslumaður roðnaði við svarið. Svo að Þórður gerði grín að því að hann hafði ekki þorað að sækja manninn í hendurnar á honum. — Vegan þessa atburðar verður ykkur Gísla báðum stefnt fyrir rétt. Gísla vegna gruns um manndráp, en þér fyrir að halda sekan mann. Sýslumaður var ókveðinn í að láta engan bilbug á sér finna, og að þessum orðum end- uðum, bjóst hann til að stíga á hestbak. Skjótar en nokkurn gat grunað spratt Þórð- ur upp, greip í beizlisstöngina á Skjóna, hallaði sér yfir hestinn móti Brandi og mælti af þunga: — Því aðeins kom ég hingað, Brandur, að ég óttaðist að þú mætir meira lagakróka og vald þitt sem sýslumaður en rétta ýfir- sýn þess atburðar sem hér hefur gerzt. Þú ert ungur og framgjarn og því hætt við að rasa um ráð fram. En við skulum ekki skilja svo núna að báðum líki illa. Hér er í raun og veru ekki um annað að ræða en það að tveir ólánsmenn hafa týnt lífi út af kvenna- stússi, og mál þeirra því raunar úr sögunni. Hafðu nú min ráð Brandur og hugsaðu nán- ar allar aðstæður. Skoðaðu hug þinn vel áð- ur en þú dæmir þá dóma, sem yrðu sjálfum þér til ávirðingar en skrattanum einum til skemmtunar. Littu á sjálfan þig sem sam- herja og bróður þess fólks sem þú ert yfir settur, en ekki hlaupatík útlendra yfirboð- ara sem ekkert þekkja til lands og þjóðar. Um sekt Gísla er það að segja að hann heíur aldrei ætlazt til að svona færi, heldur von- azt til að gera mér skráveifu með því að espa Hall upp. Ég þekki Gísla vel og veit hvað hann hugsar, en til að leggja út í mannvíg er hann alltof huglaus og heimsk- ur. Hitt er rétt að gefa honum nú þegar ráðningu sem hann man framvegis, en við einir vitum um. Varðandi lagabrot mitt er hvorki staður né stund til áð ræða hér. Þú ríður með mér heim að Felli og við skulum tala um það mál í ró og næði, og ef til vill fleira, hafi ég litið rétt til ykkar unga fólksins. Hér þagnaði Þórður og horfði alvarlega á sýslumann. Brandur þagði við. Hann fann að hann hafði hlaupið á sig. Hvert orð Þórðar var satt. Um stund stóðu þeir þannig þegjandi og horfðust á í daufu kvöldrökkrinu. Gísli hafði nú lokið við að dysja líkin og kom upp á bakkann til þeirra Brands og Þórðar. Hann var ergilegur yfir að fá ekki að heyra hvað þeim hafði farið á milli. Og sem hann kom til þeirra, stóðu þeir þegjandi hvor gegnt öðrum yfir Skjóna og ógerning- ur að ráða af svip þeirra hvernig málin stæðu. — Gísli, sagði Þórður og sneri sér að hon- um. — Nú er svo komið, að Brandur sýslu- maður hefur frelsi þitt og jafnvel líf, í hendi sér, fyrir aðild að því, sem hér hefur gerzt. Gísla brá við og gat engu orði upp komið. — Sekt þín er slík að duga mundi til ævi- langrar vistar á Brimarhólmi, hélt Þórður áfram. — Ef hausinn væri þá ekki látinn fjúka, bætti Brandur við og dró höndina fyrir barkann á sér til áréttingar. — En, og það er rétt að þú skiljir það, að aðeins vegna konu þinnar og barna er það ætlun mín að hlífa þér í þetta sinn. Gísli titraði og skalf og svaraði engu. — Það er þó bundið því skilyrði, að þú þegir sem vandlegast um þetta mál við ó- viðkomandi og gerir aldrei slíka glópsku framar, sagði Þórður. — Skilurðu það, Gísli? — Já, stundi Gísli og sé saman í herð- unum. -— Þá höfum við ekki meira hér að gera, sagði Þórður og vatt sér á bak hesti sínum. Þegar Gísli sá að Brandur bjóst til að stíga á bak Skjóna, hleypti hann í sig kjarki, seildist í tauminn og togaði í á móti sýslu- Framhald á bls. 48. VIKAN 41. tbl. — -Q

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.