Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 12
Þeir voru allir jafn ffátækir í þorpinu, unz Miguel Miguel varð fyrstur af Indíánunum, sem stóðu á bæjar- torginu, til að koma auga á það, sem var að gerast uppi í fjallinu. Hátt uppi í brekkunni, þar sem vegurinn lá í bug um skóglausa skriðu, sást til ferða áætlunarbílsins og fór stór, bandarískur fólksbíll í humáttina á eftir honum. „Áætlunarbíllinn dregur fólksbílinn," varð Miguel að orði. Þeim varð öllum litið þangað. „Ekki ber á öðru," sagði einn úr hópnum. „Hver getur verið svo vitlaus að ætla að aka slíkum bíl á vegum eins og hérna?" spurði annar. Það sat fólk uppi á þaki áætlunarbílsins og einhver sat uppi á hreyfilskjóli fólksbílsins. Farartækin hurfu nú bæði á bak við leiti; þegar aftur sást til ferða þeirra var veginum tekið að halla niður að þorpinu í dalnum, og nú hafði bilið á milli þeirra lengzt, svo að augljóst var að áætlunarbíllinn hafði hinn ekki lengur í togi. Nokkrum mínútum síðar ók svo áætlunarbíllinn inn í þorpið, meir en fullfermdur af Indíánum, sem hlógu og skríktu, köll- uðu og veifuðu og hömruðu á gítara, veifuðu kjúklingum, grænmeti, grísum og körfum, og guð mátti vita hverju. Indíánarnir ruddust út úr bílnum og gengu í hóp með þeim hinum, sem stóðu og slæptust á torginu. Að fáeinum mínútum enn liðnum rann bandaríski fólks- bíllinn undan brekkunni inn á torgið, og nam staðar úti fyrir þeirri einu benzínstöð, sem um var að ræða í þorpinu. Þetta var kadiljákur af árgerðinni 1948, og út úr honum kleif óvenjulega feitur og óvenjulega gleiðbrosandi náungi, jafnvel af Bandaríkjamanni til að vera. ,,Ja,' er það nú bílreisa, strákar," sagði hann. „Hver sér um búðina hérna?" Enginn af Indíánunum, sem komið höfðu með áætlunar- bílnum skildi stakt orð í ensku, en allir vissu þeir um hvað náunginn mundi vera að spyrja og allir bentu þeir á Pepe, sem gekk fram úr hópnum til merkis um, að það væri hann, sem réði yfir benzínstöðinni. Bandaríkjamaðurinn, Wilcox hét hann, spurði vonglaður: „Usted habla inglés?" Pepe yppti öxlum. - „El automovil," sagði Wilcox, og lyfti hendinni eins og hann brygði hnífi á barka sér. „Muerte. Kaputt. No va, Comprende?" ,,Si!'' svaraði Pepe. Hann gekk að bílnum, lyfti hlífinni af hreyfilskjólinu og leit ofan í það. Hann teygði fram höndina og snart nokkrar leiðslur. Þetta var einskonar fróm athöfn, sem hann framkvæmdi með tilhlýðilegum alvörusvip. Það var fullkomlega augljóst, að hann hafði ekki minnstu hugmynd um hvað bilað var, eða hvernig því yrði kippt í lag. Wilcox rak upp roknahlátur. „Jæja, kunningi," sagði hann. „Þú athugar þetta hægt og rólega. Ég held mig hérna í nágrenninu, og þegar þú hefur fundið hvað að er, læturðu mig vita." Hann slangraði yfir torgið að næsta vínskenkiborði og bað um tequila, þó að klukkan væri ekki nema ellefu að morgni. Miguel vék sér að Pepe kunningja sínum. „Hvað er bilað í kadiljáknum?" spurði hann. „Ég hef ekki hugmynd um það," svaraði Pepe, „en það er hins vegar engin ástæða til að fara að segja gringónum það beinum orðum, því að þá mundi ég glata allri virðingu hjá honum og fengi ekki pening fyrir vikið.'' „Það er hverju orði sannara," sagði Miguel. „Þú getur talað enskuna," sagði Pepe. „Við förum til hans eftir svo sem hálftíma, og segjum honum hvað bil- unin á bílnum sé alvarleg." Það gerðu þeir. Þá var Wilcox að ljúka úr öðru tequila- glasinu. „Mi amigo, Miguel," tók Pepe til máls, „Habla un poco Inglés.'' „Si, un poquito," sagði Miguel, og til þéss að færa sönnur á mál sitt, bætti hann við: „Ég heyri meira gott en ég tala." Engu að síður var hann óvenjulegur maður. f þessum afskekktu héruðum var það hrein undantekning að hitta fyrir Indíána, sem párað gat nafnið sitt nokkurnveginn skammlaust hvað þá mann af þeim kynþætti, sem gert gat sig skiljanlegan á erlenda tungu. Þar að auki var Miguel ekki einu sinni bæjarindíáni, heldur bjó hann með konu sína og ungan son þrjár mílur frá borginni, þar sem hann ræktaði korn og maguey. „Jæja, hvað er bilað í bílnum mínum?" spurði Wilcox. „Senor," svaraði Miguel blátt áfram. „Ég ekki veit. Pepe ekki veit. í þess- um bæ enginn veit. Verðum fá Diosdado." „Diosdado?" „Mecánico. Acapulco. Daginn eftir morgundaginn við senda boð með áætl- unarbílnum. Næsta dag koma Diosdado. Það eina ráð." 12 — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.