Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 14
CADILLAC - 0 1948 Þeir söfnuSust kringum bílinn um miðnætti, hver meS sitt múl- dýr. Hljóðlega beittu þeir dýrun- um fyrir Kádiljákinn. hæversklega: „Við koma skila- boð með áætlunarbílnum. Dios- dado koma hingað." Wilcox sat við borð í götu- kránni úti fyrir „gistihúsi" sínu. Hann hafði drukkið til skiptis tequila og bæheimskt öl frá því um hádegi, þar eð hann hafði ekkert annað við tímann að gera. Hann var því, eins og að líkum lætur talsvert ölvaður. „Fáðu þér sæti, kunningi," sagði hann. „Hvað má ég bjóða þér að drekka?'' Miguel tók sér sæti, og hreyfði ekki mótmælum, þegar Wilcox lét setja fyrir hann glas af tequila; snerti þó drykkinn ekki strax. „Þú ert Indíáni að mínu skapi," sagði Wilcox. „Þér er umhugað að mannast og þrosk- ast. Það veit sá sem allt veit, að ég sé það strax, á mönnum, bæði Indíánum og öðrum, hvort nokkuð er í þá varið. Og ég get sagt þér annað — það er há- borin skömm að því, hvernig farið er með ykkur Indíánana, í þessu guðsvolaða landi. Þið fáið ekki minnsta tækifæri til að komast áfram í lífinu; ekki minnsta tækifæri, það er lóðið. Ég hef að minnsta kosti aldrei heyrt þess getið, að nokkrum Indíána hafi verið gefið slíkt tækifæri, eða að nokkur Indí- áni hafi komizt áfram í lífinu hér í landi." „En generalisimo, Porferio Diaz?" leyfði Miguel sér að spyrja. „Sá helvízkur erkifantur og harðstjóri!" æpti Wilcox með fyrirlitningarsvip. „Nei, ég er að tala um heiðarlega stráka, eins og þig. Finnst þér sjálfum, að þér sé gefið nokkurt tækifæri?" „Si, senore," svaraði Miguel með virðuleik. Wilcox barði í borðið. „Nei!" endurtók hann, „þú hefur ekki minnsta tækifæri! Þú lifir hundalífi, reynir að læra og mannast, lærir erlend tungumál. En þú gengur berum fótum til bæjarins. Þér býðst ekki einu sinni tækifæri til að kaupa þér sæmilega skó, ganga á þeim inn á sæmilegan matsölustað og kaupa þér sæmilega máltíð, greiða hana í beinhörðum pen- ingum og gefa þjóninum drykkjupeninga, eins og manna er siður. Og svo er fitjað upp á trýnið, ef einhver minnist á ykkur, Indíánana hérna, rétt eins og þið séuð einhverjar skepnur." Wilcox varð litið þangað, sem bíllinn hans stóð í bjarmanum af því eina götuljósi, sem til var í bænum. „Þú hefur þrælað hvern einasta dag frá morgni til kvölds í full tuttugu ár," sagði hann. „En heldurðu að þú eigir eftir að eignast bíl eins og minn? Kádiljákskrjóð af árgerðinni 1948? Kemur þér það til hugar? Nei, og aftur nei!'' Miguel varð líka litið þangað, sem bíllinn stóð. Og hann varð gripinn einhverri annarlegri til- finningu, sem aldrei hafði gert vart við sig áður, og varð til þess að hann svalg úr tequila- glasinu í einum teyg. „Nei, senore," mælti hann dapurlega. „Aldrei ég eignast slíkan bíl." „Það er einmitt það, sem ég er að segja," sagði Wilcox sigri hrós- andi. „Þið Indíánarnir fáið ekki minnsta tækifæri." En svo var eins og hann missti allt í einu allan áhuga á tækif æraskorti Ind- íánanna. Hann barði flötum lófa í borðið, til merkis um að hann vildi fá enn einu sinni í glasið, en þegar því var ekki svarað taf- arlaust, reis hann á fætur og labb" aði sig inn, og virtist algerlega haf a gleymt gesti sínum við borð ið. Sennilega hefur hann fengið glas sitt fyllt inni þar. Að minnsta kosti kom hann ekki aftur. Og þegar Miguel hafði setið.einn við borðið nokkra hríð, stóð hann líka á fætur, gekk yfir torgið og tók að rabba við kunningjana, sem biðu hans þar. Wilcox f ór seint á f ætur daginn eftir — ekki fyrr en eftir hádegi, nánar tiltekið. Hann var óstöð- ugur á fótunum og þrútinn um hvarma, þegar hann gekk að einu af borðunum á gangstéttinni, tók sér þar sæti og bað um kaffi. Hann var þó ekki farinn að sjá í botninn á bollanum, þegar hann hafði komizt að raun um þarna dugði ekki kaffi, þó að bleksterkt væri. Hann barcSi í borðið, þang- að til veitingamaðurinn birtist. „Un tequila," sagði hann, „por favor." Og svo mælti hann lágt við sjálfan sig: „Hamingjan góða; þetta getur maður nú kallað timburmenn." „Kærar þakkir, góði," sagði hann við veitingamanninn, þegar hann færði honum hinn umbeðna drykk. Svo stóð hann á f ætur með glasið í hendinni — timburmenn eftir tequiladrykkju koma nefni- lega fyrst og fremst í eirðarleysi — og gekk meðfram borðaröð- inni við torgið. Fyrir hreina og beina hendingu rakst hann þar á Miguel, sem neyðzt hafði til að bregða sér í bæinn þó að um miðjan dag væri, þar eð hann skuldaði náunga nokkrum 10 pesos, sem hann gat ekki greitt og varð því að biðja hann um lengdan gjaldfrest. „Miguel, amigo!" hrópaði Wil- cox, en brá um leið hendi fyrir augu sér. „Guð minn góður, þetta skal verða í síðasta skiptið, sem ég bragða .'. ." tautaði hann lágt við sjálfan sig. Miguel beið þolin- móður. „Miguel," mælti Wilcox enn og hækkaði raustina. „Ég fæ ekki betur séð, en að allar aðstæð- ur neyði okkur til að setjast hér við borð, og halda áfram um- ræðunum þar sem frá var horfið í kvöld er leið. Viltu hafa sam- flot með mér svolitla stund." Án þess að bíða eftir svari leiddi hann Miguel sér við hönd að einu borðinu, slokaði í sig úr glasi sínu og bað um tequila handa þeim báðum. „Heyrðu, góði," sagði hann, „ég get ekki sannara orð en það talað, að ég er að verða blátt áfram brjálaður hérna. Ég sé ekki fram á að ég þoli hér við öllu lengur. Nú skulum við drekka, góði. Sjáðu nú til, ég fæ ekki betur skilið en að þetta sé stein- dauður bær. Steindauður, skil- urðu. Hér er allt áreiðanlega ná- kvæmlega eins og það var fyrir tvö hundruð árum — óþrifnaður- inn og ómenningin og allt það. Og öllum stendur nákvæmlega á sama, því að allir vita að þeim býðst aldrei nokkurt tækifæri hvort eð er. Manstu hvað ég sagði við þig í gær?" „Mig man," svaraði Miguel hæversklega, án þess að snerta við drykknum og án þess að hafa minnsta áhuga á umræðuefninu — bara sat þarna, af því með- fædd kurteisi bauð honum það. „Þú hlýtur að finna þetta sjálf- ur," hélt Wilcox áfram. „Þú skalt ekki álíta að ég sé haldinn ein- hverju ofnæmi fyrir þess háttar; ég veit að þú finnur þetta líka. Þessi algerði skortur á sjálfsvirð" ingu, svo að ég nefni eitthvert dæmi. Svona, góði, drekktu í botn, svo að við getum fengið aftur í glösin. Ég hef sjálfur séð hvernig konurnar gefa börnun- um brjóst úti á miðri götu. Og dyrnar standa galopnar á hverju húsi, og lyktin, maður!" Hann lét móðan mása og Migu- el, sem skildi ekki einu sinni annað hvort orð, kinkaði kolli öðru hverju og tautaði: „Já, já, það mikið satt; mikið satt." „Og enn eitt," hélt Wilcox áfram," sem þú hlýtur að sjá, ef þú aðeins lítur í kringum þig. Leirkofar með einu herbergi, engin vatnsleiðsla, naktar stelpur og strákar úti í garðinum. Ég gekk hérna niður götuna í gær, og krakkarnir hópuðust að mér, teygðu fram skítugar lúkurnar og báðu um aura; öll, nema einn strákurinn, sem reyndi að prakka inn á mig lifandi eðlu. Svona er nú uppeldið á börnunum. Hvers vegna eru þau ekki í skóla?" „Já," sagði Miguel. „Mikið satt." Wilcox drakk í botn og bað enn um í glasið aftur. „Jæja, sagði hann og hló hrossalega, „ég held að lyfið sé eitthvað farið að verka. Drekktu í botn, drengur." , Miguel dreypti á glasinu, og Wil-": cox hélt áfram ræðu sinni. „Og svo að maður minnist á þetta svo kallaða gistihús hérna . . ." Þannig lét hann dæluna ganga. í fulla þrjá stundarfjórðunga hlýddi Miguel á hann af ótrúlegri hæversku, á lýsingar hans og samanburð á ástandinu í bænum og því sem gekk og gerðist í borgum og bæjum heima í Banda- ríkjunum, og talandi Wilcox liðk- aðist æ því meir, sem hann drakk fleiri glös af tequila í botn. Þegar hann gerði loks örskamma mál- hvíld, greip Miguel tækifærið til að segja: „Senore; ég hugsa Dios" dado kominn og við geta séð hvað líður bíllinn." Wilcox spratt á fætur, svo hart, að hann hratt um borðinu. Veit- ingamaðurinn kom óðara á vett- vang. Wilcox stakk að honum nokkrum skildingum og hélt af stað. Miguel veitti því athygli, að sá bandaríski varð að ganga hægt og með gát svo að hann slagaði ekki, en um leið og hann kom, auga á bílinn sinn og mannþröng- ina, sem safnazt hafði kringum hann, greikkaði hann heldur en ekki sporið, og það var sem af honum rynni í einu vetfangi. Diosdado stóð í miðri þvögunni og veifaði örmunum og pataði framan í Pepe, svo að Pepe hefði ástæðu til að veifa örmunum og pata á móti, en Wilcox ruddi sér leið gegnum Indíánaþröngina, svipaðist um á vígvellinum og fórnaði upp höndum yfir þeirri viðurstyggð eyðileggingarinnar, sem blasti við augum hans. „Almáttugur!" veinaði hann upp yfir sig. „Mannfýlan er bú- inn að gereyðileggja bílinn!" Hann greip heljartaki úm arm Miguels. „Sjáðu!" hrópaði hann og tók að pata eins og þeir hiri- ir, með þeirri hendinni, sem hon- um var laus. „Blöndungurinn! Rafallinn! Spennukeflið! Ben- zíndælan! Þarna hefur ¦ hann fleygt þessu öllu í skítinn! Þessi ¦ bófi hefur ekki hundvit á því sem hann er að gera-" Miguel mælti ekki orð. „Og, almáttugur — hann hef- ur gereyðilagt strokkana, svo að jafnvel þeir í Detroit gætu^ ekki komið þeim aftur í samt lag ..." Indíánarnir, að þeim Diosdado og Pepe ekki undanskildum, 14 — VIKAN 41. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.