Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 15
störðu allir á Wilcox, sem þagn- aði skyndilega, og Miguel sá að svipur hans varð smámsaman þrunginn dapurleika og hljóð- látri undirgefni. „Komdu, Migu- el," sagði Wilcox lágt eftir stundarþögn og brá hendinni undir arm honum og leiddi hann brott, yfir þvert torgið, að borðaröðinni úti fyrir gistihús- inu og tók sér þár sæti. Veit- ingamaðurinn, sem kunni sig, brá þegar á sig svuntu, svo ó- hreinni að ekki varð með orðum lýst og gekk að borðinu til þeirra. „Senior quire?" spurði hann. Kannski var það einmitt þá, sem að Wilcox steig víxlsporið. „Mescal," sagði hann. „Una botelle de mescal.1' „Por supoesto," sagði veit- ingamaðurinn. Að vísu er mescal unnið úr sömu jurtinni og tequila, magu- eyjurtinni, sem Miguel ræktaði heima upp í fjöllunum, .og sem líka er notuð í brauð og skepnu- fóður, en stöngullinn rakinn nið- ur í trefjar, sem koma Indíán- unum í staðinn fyrir hör, svo að segja má að magueyræktunin sé undirstöðuatriði efnahagslifsins þar um slóðir. Tequila er tiltölu- lega meinlaus drykkur, maður verður fullur og annað ekki. En mescal, tvíeimt í Oaxacafylki, hefur ólíkt djúplægari áhrif, setur sálina úr skorðum, gerir augun gljáandi og starandi og gerbreytir persónuleikanum. Allt þetta kallaði Wilcox yfir sig þarna, og þar að auki var hann ekki farinn að láta annað ofan í sig þann daginn en tequila. „Mig gildir einu hvað við tek- ur úr þessu," varð Wilcox að orði, þegar hann hafði komið niður gúlsopa af mescal. „Mig gildir einu þó að hann tæti bíl- inn sundur, ögn fyrir ögn." Hann sneri baki að torginu og virtist tauta þetta við sjálfan sig. Hann hækkaði raustina. „Mig- uel," sagði hann og röddin var áköf og einlæg, „í átta ár sam- fleytt hef ég dvalizt hér í Mexikó, en það er fyrst nú, á þessari stundu, sem mér finnst ég skynja það og , skilja ..." Hann sveiflaði hendinni, og inn- an þess sveifluhrings lá þetta allt saman, eins og það lagði sig, bíllinn, Indíánahópurinn um- hverfis hann, bærinn, gervallt landið og þjóðin. „Skynja þetta . . . eftir fjögurra alda menningu, getur hér að líta þetta þorp, með einu götuljósi og einum síma, sem er úr sambandi, opin götu- ræsi, leirkofa, örbyrgð og ólæsa og óskrifandi íbúa." Wilcox drakk í botn og fyllti glasið af mescal öðru sinni. „Og svo það, sem lakast er, allir þessir stæðilegu karlmenn með uppsnúið yfirvararskegg, eins og þeir Pepe og Diosdado ... börn, fákæn, börn. Fjórar aldir liðnar síðan menningin hélt hér inn- reið sína, og enn er þessi vesæla þjóð ekki annað en fákæn, klaufafengin og skemmdafús börn, sem veifa og pata hvert framan í annað yfir sinni eigin heimsku. Og engin er þess um- komin að ráða nokkra bót á þessu hörmulega ástandi; það fyrirfinnast engin ráð, engin . .. engin ... engin ..." Nú gerðist það, að horn áætl- unarbílsins var þeytt til merkis um að hann væri að halda á brott. Wilcox leit um öxl út yfir torgið, einmitt í sömu andránni og Diosdado, sem lá undir bíln- um, tókst eftir langa mæðu, og að því er virtist algerlega til- gangslausa, að losa pönnuna undan vélinni og fá um leið framan í sig tvo potta af olíu. Og þegar Miguel hugleiddi þetta seinna, komst hann að þeirri niðurstöðu, að það hefði verið þetta kjánalega skemmdarverk, sem reið Bandaríkjamanninum að fullu og varð til þess að hann tók hina undarlegu ákvörðun. „Miguel," sagði hann og reis á fætur. „Bíddu hérna stundar- korn." Síðan gekk hann eins og í leiðslu til herbergiskytru sinnar og kom þaðan að vörmu spori aftur með ferðatösku, án þess að hann hefði hirt um að láta aftur ofan í hana þær föggur, sem hann hafði áður tekið upp úr henni. Þegar hann kom að borðinu, þar sem Miguel sat, lagði hann töskuna á gangstétt- ina og opnaði hana, 'dró þau skírteini, sem bílnum fylgdu, upp úr litlum vasa innan á lok- inu, lagði eitt þeirra á borðið, athugaði vandlega það, sem á það var prentað, skrifaði síðan eitthvað á punktalínurnar, og loks nafh sitt undir. „Miguel,'' sagði hann hátíð- lega. „Þessi bíll var keyptur hér í Mexíkó, svo að ekki er um neinn innflutningstoll af honum að ræða. Þú þarft ekki annars við, en að skrifa nafnið þarna í þessa línu, þegar þú mátt vera að. Þá áttu bílinn. Þú kvaðst aldrei mundu eignast slíkan bíl — nú hefur mér þó að minnsta kosti tekizt að gera þig þar að ósannindamanni, vesæli, tæki- færislausi, aðdáunarverði Indí- ánarefur. Þú átt bílinn ..." Það skal fram tekið, að þó menn verði drukknir af mescal, kemur það hvorki fram í mæli þeirra né framsetningu, enda þótt síðasti snefill af allri dóm- greind og rökréttri hugsun, sé löngu farin veg allrar veraldar. „Þú átt bílinn," endurtók Wilcox. „Það er að segja, það sem eftir er af honum sem bíl." Það kom grátstafuf í röddina og tárin runnu niður vanga hans á meðan hann lokaði ferðatösk- unni og hélt síðan af stað yfir torgið, þangað sem áætlunarbíll- inn stóð búinn til brottferðar. Hann hafði þó ekki gengið nema nokkur skref, þegar hann féll á grúfu. Þó að mescal hafi ekki nein áhrif á talfærin, setur það alla jafnvægisskynjun úr sambandi; Wilcox var hjálpar- þurfi, Miguel spratt á fætur, reisti hann upp og kom honum inn í áætlunarbílinn. Veitinga- maðurinn kom á harðahlaupum og veifaði reikningnum, Wilcox varpaði nokkrum peningaseðl- um út um gluggann og bíllinn rann af stað. Indíánarnir, sem á torginu stóðu, störðu á eftir Wilcox og áætlunarbílnum, furðu iostnir. Þeir höfðu og nokkra ástæðu til þess — Wilcox sáu þeir að minnsta kosti ekki framar. Miguel fannst helzt sem á sig hlyti að vera runnið ölæði. Fins og það hefði verið hann, en ekki Wilcox Bandaríkjamaður, sem hvolfdi í sig tveim glösum af mescal. Engu að síður var það óvefengjanleg staðreynd, að þarna stóð hann með pappírana í höndunum. Hann gekk að kadiljáknum og studdi hendi á hreyfilskjólið. Diosdado var skriðinn undan því til að hafa fataskipti, en slæpingjarnir stóðu þarna enn í hvirfingu og spurðu hver annan, hvað gæti hafa komið fyrir gringóinn. Og Mig- uel mælti hárri raustu: „Það er ég, sem á þennan bíl ..." Slæpingjarnir gerðu sér ekki einu sinni það ómak að virða hann fyrir sér til að sjá hvort að hann væri drukkinn — það var svo augljóst mál. Þess í stað héldu þeir áfram háværum hug- leiðingum sínum um gringóinn. Miguel var ekkert heldur að þrefa við þá, hann vissi það bezt sjálfur hvílík fjarstæða það var, sem hqnn hafði látið sér um munn f-?ra. Hann hélt eins og leio l'i burt úr bænum, upp í fiöllin; stundu síðar gekk hann meðfram magueyakrinum sín- um heim að bænum og sonur hans kom hlaupandi á móti hon- um, skítugur upp fyrir haus úr svfðinu úti fyrir leirkofanum. Konan hans stóð á þröskuld- inum og bauð hann velkominn; hún Estrella hans, hávaxin og holdskörp og fram úr hófi stolt af manni sínum sem kunni að lesa og skrifa og gat þar að auki mælt á erlenda tungu. Hann settist á steinbekkinn, dró upp skiölin og skýrði henni óðara frá öllu, sem gerzt hafði. „Með öðrum orðum —¦ við eigum bíl," sagði hann að lok- um. „Hann er svo mikils virði, að þú getur aldrei gert þér það í hugarlund. Þó að við strituðum og strituðum alla okkar ævi, gætum við aldrei sparað saman það fé, sem samsvaraði andvirði hans." „Hvers vegna fór hann að gefa þér bílinn?" spurði Estrella. Henni kom ekki einu sinni til hugar að trúa því, að maður hennar ætti bílinn í raun og veru. „Vegna þess að hann var drukkinn og átti í erfiðleikum," svaraði Miguel. „En þó fyrst og fremst vegna þess, að ég gat talað við hann á hans eigin tungu." „Hvað eigum við eiginlega við slíka gersemi að gera?'' spurði Estrella. Og augu Miguels ljóm- uðu af ákefð, þegar hann hugs- aði svarið. „Hann getur orðið okkur grundvöllurinn að velmegun og vellíðan," sagði hann. „Þegar ég hef lært að aka honum, get ég innunnið mér mikla peninga, og svo sel ég hann, þegar þar að kemur. Þá get ég notað pening- ana til að kosta mig í skóla og verða menntaður maður. Þannig get ég skapað mér ómetanlegt tækifæri til að komast áfram í lífinu." Estrella renndi augunum yfir hrjóstugan jarðveginn í kring, yfir óburðugt kálið í garðinum, girðinguna, sem hrófað hafði verið upp kringum hann, kakt- usinn og akurinn, og loks varð henni enn litið á bónda sinn. „Þú veizt það ósköp vel, Miguel," sagði hún lágt, „að við förum aldrei héðan." Morguninn eftir hélt Miguel enn til bæjarins, til að ganga frá eignarrétti sínum á bílnum. Diosdado var farinn heim; þótt- ist sjá að hann mundi ekki hafa neitt upp úr því að tæta bílinn frekar sundur, fyrst gringóinn var farinn, og hamingjan mátti vita hvenær hann léti sjá sig aftur. Pepe sat flötum beinum á torginu og lét hallast upp að benzíndælunni. Bíllinn stóð þar skammt frá og vélarhlutarnir lágu í skítnum, þar sem Dios- dado hafði skilið við þau. Miguel settist hjá Pepe, kunn- ingja sínum. „Segðu mér eitt, Pepe," varð honum að orði. „Ef þú ættir þennan bíl — ef auðugi Banda- ríkjamaðurinn hefði gefið þér hann — hvað mundir þú gera við hann?" „Ertu kolbrjálaður?" spurði Pepe. „Nei, nei . .. setjum bara sem svo, að hann hefði gefið þér hann." Pepe spýtti um tönn. „Hann er ekki neinn bílvirki, þessi Deosdado. Hann er slátrari og ekkert annað. Það mundi taka að minnsta kosti sex mánuði, að koma hreyflinum saman aftur." „En hvað um pappírana?" „Já, ég hef ekki ökuskírteini, svo að ég yrði fyrst að fara til Taxco og verða mér úti um það, og þá líka að láta skrásetja mig eiganda að bílnum. Það verður, jú, allt að vera klárt." „Hvað mundi það kosta?" spurði Miguel. Pepe yppti öxlum. Miguel fór með hendina ofan í skyrtuháls- málið og dró upp pappírana. „Hann gaf mér bílinn. Ég hef hérna bréf upp á það." Framhald á bls. 28. VIKAN 41. tbl. 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.