Vikan


Vikan - 10.10.1963, Qupperneq 16

Vikan - 10.10.1963, Qupperneq 16
KONUR VORU MANNI GEFNAR NÍU TIL TÍU ÁRA AÐ ALDRI. VÆRI UM SYSTUR AÐ RÆÐA, VAR SÚ ELZTA GEFIN FYRST, EN ÞÆR YNGRI URÐU UM LE5Ð HEITBUNDNAR EIGINMANNI HENNAR OG SETTUST AÐ f KOFA HANS ÁSAMT HENNI. Á STUNDUM VORU ÞÆR UNGBÖRN, ÞEGAR ÞETTA GERÐIST, OG OFTAR EN EINU SINNI HEYRÐI ÉG BÖNDANN KOMAST ÞANNIG AÐ ORÐI, ÞEGAR HANN BENTI Á KONU SÍNA: „ÉG HEF ALIÐ HANA UPP. Antu hafði elnað mjög sóttin meðan við vorum í burtu og lá nú milli heims og helju. Galdramaðurinn og læknirinn, Sapuli, stóð á þröskuldinum og gól særingar sínar, en inni í kofanum kváðu við örvæntingarkvein og stunur. Mundo hraðaði sér inn í kofann, en ég stóð einn eftir úti fyrir og hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti til bragðs að taka. Það var ekki loku fyrir það skotið, að ég gæti orðið þarna að liði, en hjá- trúin og fáfræðin umlukti allt eins og ókleifur múr. Þorpsbúar gengu hring eftir hring kringum kofann og báru allskonar verndargripi, tennur úr dýrum, fiskbein, hauskúpur og annað því um líkt, og galdramaðurinn stóð í dyrunum, fetti sig og bretti og gól særingar sínar. Ég hélt aftur inn í kofa minn. Skömmu síðar kom Mundo inn. Hann hafði tekið þátt í særingadansinum og var bæði þreyttur og móður. Hann lagðist á dýnuna. „Hvernig líður honum?“ spurði ég. „Honum batnar hvað úr hverju,“ svaraði Mundo. Það var auð- heyrt að hann trúði því sjálfur. Annaðhvort trúði hann á kraft galdranna, eða þá að hann vildi trúa þeim, í stað þess að vera kvalinn stöðugri óvissu. Ég sýndi honum hylki með penicillinupplausn. „Það er þetta, sem bjargað getur lífi hans,‘‘ sagði ég. „Talaðu við seiðmanninn og segðu honum það.“ Hann svaraði ekki strax. Kvaðst þurfa að hugleiða það nánar. Að svo mæltu reis hann á fætur og hvarf á brott. Nokkur stund leið og ég bölvaði fastheldni Indíánanna við allar þessar fornu bá- byljur í sand og ösku. Þessari fastheldni sem fjötraði hendur mínar svo að ég mátti ekki aðhafast neitt, en hver mínúta sem leið gat haft það í för með sér, að hjálp mín yrði um seinan. Það var komið fram undir rökkur, þegar Mundo kom inn í kofann aftur. „Korndu," sagði hann lágum rómi. Sannarlega mátti það ekki heldur seinna vera. Drengurinn lá undir feldi á dýnu sinni, skjálfandi og nötrandi, en Lolomai kraup við hlið honum. Konur seiðmannsins, allar fjórar, voru líka þarna inni í kofanum, en sjálfur hafði hann dregið sig í hlé. Ég gaf móður Antus bendingu um að hún skyldi vera kyrr, en bað Mundo að láta hinar konurnar fara út. Að því búnu þreifaði ég á slagæð drengsins og fann að hann hafði háan sótthita. Ég sendi eftir svefnpoka minum og ullarábreiðu, vafði drenginn í ábreiðuna og kom honum fyrir í pokanum. Sjúkdómurinn var ekki vandgreind- ur, það var augljóst að um lungnabólgu var að ræða. Þegar ég hafði dælt hæfilegum skammti af penicillini í æð á handlegg drengsins, lét ég hann taka inn nokkrar töflur af aspiríni. Við vöktum svo yfir honum alla nóttina. Lolomai lagði kalda bakstra á enni honum. Hann svitnaði ákaflega, og áhrif lyfsins komu brátt í ljós eins og ég gat bezt á kosið. Lolomai hlýddi mér í einu og öllu, svo að sýnt var að hún bar óskorað traust til mín. Mundo stóð á bak við mig, og ég fann augnaráð hans stöðugt hvíla á mér, stingandi og tortryggnislegt. Móðir Antus hýmdi úti í horni og grét sáran. Undir morguninn varð ég þess vísari að Sapuli undirbjó særinga- dans með söng og trumbuslætti. Antu svaf nú væran, og mér var ljóst að allt var undir því komið, að hann fengi að sofa í næði. Ég bað því Mundo að segja Sapuli seiðmanni, að nú hefði hinn mikli HÚN ER KONAN MÍN“ verndarandi ættflokksins tekið sér bústað í líkama drengsins og reyndi að hrekja hinn illa anda sjúkdómsins á brott. Með þessu bragði heppnaðist mér að koma í veg fyrir að ró hins sjúka yrði raskað með dansinum og öllum þeim hávaða, sem honum fylgdi. Allan þann dag vék ég ekki frá hinum sjúka og ekki næstu nótt. Lolomai kinkaði öðruhverju kolli til mín, yfirkomin af svefnleysi. Það kom fyrir að hún blundaði andartak og þegar hún vaknaði, leit hún fyrst undrandi á mig, en þegar hún hafði áttað sig, varð tillit hennar þrungið ástúð og þakklæti. Sótthit- inn hafði rénað og Antu svaf rólega. Þegar dagur rann, og ég þóttist öruggur um að allt mundi vel fara, hélt ég til kofa höfð- ingjans, þar sem ég lagðist á dýnu og sofnaði eins og steinn. Þegar ég vaknaði eftir að hafa sofið í nokkrar stundir, sá ég hvar Mundo sjálfur lá endilangur við hlið mér á dýnunni og vissi hvorki í þennan heim né annan. Ég hraðaði mér til kofans, þar sem Antu lá. Hann opnaði aug- un til hálfs og reyndi að brosa, þegar hann sá mig. Mauri, hinn mikli verndarandi ættbálksins, var auðsjáanlega að fullkomna kraftaverkið, meðfædd hreysti drengsins sagði til sín, og allt benti til að hann mundi verða fljótur að ná sér að fullu. Mundo var djúpt snortinn, þegar hann kom að máli við mig nokkru síðar. „Sapuli undirbýr nú hátíðlega athöfn til að þakka Mauri þessa undraverðu lækningu," sagði hann. „Og hann hyggst einnig þakka honum, að kaicusé skuli að velli lagður — og að þú hefur verið sendur okkur til aðstoðar. Það er vilji minn og von, að þú yfirgefir okkur aldrei." Þannig fékk ég að sannreyna það, að þessi aldni og skapmikli ættarhöfðingi Taurepananna, átti líka til viðkvæmni og hlýtt hugarþel, þegar því var að skipta. „Ég hef skipað svo fyrir, að reistur skuli kofi handa þér, við hliðina á mínum eigin kofa,‘‘ sagði hann enn. „Ég er þér innilega þakklátur," sagði ég. „Þú þarfnast líka konu, ef þú dvelst hér til langframa,“ sagði höfðinginn. Ég svaraði: „Lolomai er konuefni, sem ég hef augastað á.“ Það var greinilegt að Mundo kom þetta mjög á óvart. Hann forðaðist að líta 1 augu mér, og hélt á brott án þess að svara því til eða frá. En þó að undirtektir hans reyndust ekki betri hvað það snerti, mátti ég þó hrósa mikilvægum sigri — ég hafði verið tekinn í hóp þeirra Taurepananna, sem góður og gildur meðlimur. Þakkarhátíðin var fjölsótt af Indíánum hvarvetna úr nágrenn- inu. Þar hitti ég aftur hina ungu konu höfðingjans, sem dvalizt hafði hjá mér nóttina eftir að ég felldi jagúarinn, og það leyndi sér ekki, að hún mundi það lengi muna. Þögn féll á hópinn, þegar Sapuli gekk inn á mitt torgið, hægum og virðulegum skrefum, og allir þyrptust að honum. Þegar hann lyfti höndum til himins, ákallaði hann Mauri, hinn ævaforna verndaranda ættbálksins og mestan allra guða, þann sem alla hluti hafði skapað. Og allir viðstaddir tóku undir þakkarsöng hans: „Þú hefur bænheyrt okkur, mikli Mauri; þú hefur heyrt bænir okkar .. Þegar þessari þakkarathöfn var lokið, leiddi Mundo mig inn á mitt torgið, svo að allir mættu sjá mig. Þar lýsti hann því yfir, Jg VIKAN 41. ,tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.