Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 17
GREINARFLOKKUR ÚR FRUMSKÓGUM BRASILÍU 2. HLUTI EFTIR BARON SADIO GARAVINI TURNO , ■ : ■ - - : ■: , ■- ,.'■■'■ ISSSÍIl i;v WjmÍM ftSiMí&iífö&S® J&fc v;:;,: að héðan í frá væri ég einn af þeim, að ég mundi dveljast hjá ættflokknum eins lengi og mér léki hugur á, og væri frjáls allra minna ferða, hvort sem ég færi eða kæmi aftur. Og ef ég þyrfti einhvers með, eða væri aðstoðar eða iiðs þurfi, væru allir af hans kyn- þætti skyldir að veita mér eins og þeir frekast mættu. Að því búnu bauð hann öll- um til mikillar veizlu þarna á torginu. Þar var margt lost- æti framreitt, bæði fiskrétt- ir og kjötréttir á pálmablöð- um, egg og ávextir, og munn- gát í stórum trékeröldum, og tóku nú allir ósleitilega til matar síns og drukku ákaft. Ég gat ekki haft augun af Lolomai hinni ungu. Hún hafði klæðzt stuttu pilsi úr pálmalaufi, og hreif mig jafn- vel meira en nokkru sinni og ég veitti því athygli, að þeg- ar hún tók þátt í dansinum, hreyfðust brjóst hennar ekki hið minnsta, svo stinn voru þau og þó um leið hvelfd og mjúk að sjá. Ég þóttist iíka viss um, að hún mundi síður en svo bregðast illa við ef ég leitaði nánari kynna við hana, og að jafnvel mundi ekkert því til fyrirstöðu, að ég gæti notið hennar þegar þá nótt, þar sem karlmennirnir allir, að Sapuli og Mundo, hinum mikla höfðingja ekki undan- skildum, voru orðnir dauða- drukknir. En ég stóðst freist- inguna og ákvað að bíða betri tima og tækifæris. Ég komst að raun um það síðar, að allar siðvenjur, sem snerta konur og sambúð við þær, eru mjög strangar með Taurepönum. Enginn karlmaður innan ættflokksins dirfist snerta stúlku, sem er manni heitin, og þar sem hverjum karlmanni var leyfi- Framhald á bls. 42 VIKAN 41. tbl. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.