Vikan


Vikan - 10.10.1963, Síða 18

Vikan - 10.10.1963, Síða 18
ÞAÐ ER EKKI MIKIÐ SPORT AÐ HANGA ÞÓ SVO AÐ HANGIÐ SÉ UTAN f FJALLI. SPJALLAÐ VIÐ RUNÓLF SIGURÐSSON UM BORÐ í SVIFFLUGU YFIR VÍFILFELLI Þeir sem á annað borð byrja að fljúga svifflugu, liafa fengið bakteríuna og eiga erfitt með að losna við hana og njóta þeirrar sælutilfinningar sem henni fylgir. Um daginn var mér boðið að fara í svifflugferð á vegum Vikunnar og þáði með þökkum. (Satt að segja er mér meinilla við að fljúga, en hvað verður maður ekki að gera til að ná í efni, og hræddur er ég um að rit- stjóranum hefði ekki líkað allskostar vel að ég néitaði slíku kostaboði. Skammt er líka að minnast frækilegrar ferðar Vikumanna í Eldeyna en ritstjórinn var einn leiðangurs- manna). Jæja, ég er sóttur i hádeginu einn sunnudaginn i sumar. Hann heitir Runólfur Sigurðsson, þessi, sem ætlar að fljúga með mig og er f'yrrverandi íslandsmeistari í svifflugi. Þarna er flugan tilbúin. Við setjumst og Runólfur lætur mig setjast í fremra sætið, en sezt sjálfur í það aftara. Frekar hefði ég nú kosið að sitja i aftara sætinu, það fer um mig einhver einmanakennd að sjá ekki flugmanninn, en þetta er venjan, segir Runólfur, „nemar“ sitja alltaf í fremra sætinu. Við erum reyrðir niður með ólum yfir axl- irnar og það er til að við „þjótum ekki útí loftið ef eitt- hvað skeður“. Humm. „Það er fastur maður á spilinu,“ segir Runólfur. „Ha, er það.“ spyr ég, „er ekki hægt að losa manngreyið?" „Ég meina það ekki, það er alltaf sami maðurinn sem spilar mann upp, það verður að vera ldár maður við spilið og helzt verður hann að kunna svifflug til að gera sér grein fyrir hraða svifflugunnar i flugtaki, og stilla spilið eftir því. Sá sem spilar okkur upp heitir Gísli Sigurðsson og er eini maðurinn, sem er á kaupi hjá svifflugfélaginu, hefur eflirlit með skálunum og þeim verkfærum sem þar eru. Spilarinn er nú kominn út á hinn endann á vellinum, vírinn er festur i nefið á flugunni og þeir loka hjáiminum yfir okkur. Nú rennur flugan af stað og er óðar komin á loft og síðan stefnir hún svo til lóðrétt upp i loftið, eða það finnst mér að minnsta kosti. Mér líður satt að segja ekkert of þægilega að þjóta svona þráðbeint upp í loftið en iiugga mig við að hafa meistara við stýrið og nú sleppir hann vírnum. Flugan tekur smákipp þegar liún losnar við virinn og þýtur síðan i boga út í himingeiminn. Við tökum stefnuna á Vifilfell. „En hvað það er skrýtið að svífa svona hljóðlaust um loftið,“ segi ég við Runólf, og svei mér ef mér er ekki farið að líða vel. „Sjáðu þá þarna uppi,“ segir liann, “þeir eru i hanginu.“ „Hanginu, hvað er nú það?“ „Jú, sjáðu til, þegar vindur skellur á fjallshlíð, þá er ekki nema um eitt fyrir hann að gera og það er að fara upp fjallið og yfir það. Þennan vind notum við okkur og förum með honum upp. Það er liægt að hanga utan i fjallinu svo lengi sem nokkur vindur er eftir. Svo er líka hægt að nota sér hitauppstreymi, og þá reynir fyrst á getu þína sem svifflugmanns. Oft er hitauppstreymið ekki nema smábóla og verður maður þá að fljúga í kröppum hringjum og reyna að halda sig innan í bólunni. Það er sport í þvi, en þetta er bara hlíð- aruppstreymi og i þvi er aftur á móti ekkert sport. Svo er nokkuð til sem kallast bylgjuUppstreymi, það er bezt þegar menn reyna að ná hæð. Bezta bylgjuuppstreymi sem ég veit um, er i Bishop i Kaliforníu, þar getur þetta uppstreymi náð mjög hátt. Þar var staðfesta metið i hæðarflugi sett, en það er 10 þús. og 70 metrar. Þegar þetta met var sett fór einn Svii hærra, en liann gætti ekki að sér í ákafanum og lcom dauður niður. Hann dó úr súrefnisskorti.“ Við klifum nú upp hlíðar Vífilsfells og liækk- jg — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.