Vikan


Vikan - 10.10.1963, Page 19

Vikan - 10.10.1963, Page 19
um óSflug'a. Mér er farið að finnast þetta þægilegt og er ekki laust við að ég sé dálítið hreykinn af sjálfum mér, ég meina að vera svona hátt uppi án þess að mig svimi eða neitt slíkt. Við förum mjög nálægt hlíð- inni og fljúgum fram og aftur. „Aldurstakmarkið er 15 ár, til að mega læra flugið," segir Runólf- ur, „en þá reikna ég með að þeir sem ekki eru orðnir 21 árs, verði að fá leyfi foreldranna." „Hvaða fleiri skilyrðum þarf að fullnægja?“ „Læknisvottorð.“ „Og hvað kostar svo að tæra þetta?“ „Meðan maður er að læra til sóló- flugs, kostar hvert flug 100 krónur og við gerum ráð fyrir að eftir 25 flug eigi nemandinn að vera fær um að taka sólóprófið, en eftir það kostar 20 minútna flug í einsætu 550 kr. Hér áður fyrr meðan not- aðar voru renniflugur, þá var nem- andinn sendnr einn i loftið og flugið var ekki fólgið i öðru en þvi að hann var dreginn i loftið og lenti svo á hinum enda vallarins. Þetta var sem sagt mikið undir þeim kom- ið sem dró, en kennarinn var niðri á jörðinni og gat þess vegna ekki verið i þeim tengslum við nemand- ann sem nú eru, síðan við fenguin tvísætuna. Prófin núna eru þannig, að eftir að nemandinn hefur lokið tilskyldum fluglímum er hann send- ur í svokallað c-próf og þá á hann að halda sér í lofti í 20 mínútur. : íitJvH,. Síðan koma afreksprófin, en þau eru kölluð silfur c-in. í fyrsta lagi á maður að hækka sig um 1 km. frá þvi að dráttartaug er sleppt, i öðru lagi að hanga uppi i fimm tima og i þriðja lagi að fljúga 50 km. yfirlandsflug. Þó er að vera breyting á þessu siðasttalda og mun vegalengdin verða færð upp í 100 km. um áramótin, en þannig eru alþjóðalögin.“ Nú erum við húnir að ná toppinum og ég fer að taka myndir. Það er skrít- ið að vera svona nálægt toppinum, mér finnst ég geta teygt mig í hann, enda sá ég hvern stein greinilegá. Nú erum við komnir uppfyrir hinar, vél- arnar og getum þvi liæglega litið niður á þær. Þær sveima þarna fram og til baka með hlíðinni og ein fer niður til að lenda. „Þessir tveir sem eru liérna með okkur núna eru að taka eitt silfur cið þ. e. a. s. að lianga uppi i 5 klukku- stundir," segir Runólfur. „Hvað er svo næsta stig?“ „Það er gull c-in, með einum tveim- ur og þremur demöntum. Það er að fljúga 300 km. á fyrirframákveðinn lendingarstað. Svo er að hækka sig um 5000 metra að fljúga 500 km. vega- lengd. Þórhallur Filippusson var ná- lægt því einu sinni, en þá komst hann í 4900 metra liæð, en þorði þá ekki lengra vegna súrefnisskorts, sem hann var farinn að finna fyrir. Nú er félagið búið að fá súrefnistæki svó ekki mun liða á löngu þar til eitthvað skeður í metamálunum. Við fengum líka fall- Framhald á bls. 33 VIKAN 41. tbl. — JQ

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.