Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 20
FRAMHALDSSAGAN EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON 6. HLUTI TEIKNING: ÞÓRDÍS TRYGGVADÖTTIR Sigtryggur stórkaupmaður vill ná í Ásu fyrir konu, og Herjólfur sálfræðistúdent gengur á eftir Lóu vinkonu hennar, af sömu ástæðu.Þeir eru vægast sagt ekki góðir vinir, herrarnir, og stríða hvor öðrum eftir beztu getu. Dag einn fara þau fjögur í stutta skemmtiferð, heimsækja Berg Þorsteinsson garðyrkjubónda í Mosfellsdal og borða þar hádegisverð. Undir borðum er svo ákveðið að þau fari fjögur saman í sumarfrí norður í Iand í byrjun júlí. Nokkru síðar kemur Bergur í verzlunina, þar sem Ása vinnur og býður þeim aftur heim til sín við fyrsta tækifæri, því nú sé allur gróður f sínum fegursta blóma, svo unun sé á að horfa. Guðríður rnóðir Ásu er spákona. Sonur hennar er £ Ameríku, og hcnni hefur skilizt af bréfum hans, að hann sé orðinn milljónari af uppfinningum sínum. Hún bíður þess því með óþreyju, að hann komi heim. En nú kemur Jón Guðvaldsson þingmaður til hennar, og biður hana að spá fyrir sig, og segja sér hvort flokkur hans eigi að halda áfram samstarfi við komma, eða semja við íhaldið. Á meðan hún lcggur á ráðin fyrir hann, er hún samt með allan hug- ann við síðasta bréf sonarins, þar sem hann segist bráðum koma heim, og spyr hvort hann geti fengið gamla herbergið sitt aftur. Sigtryggur er kominn í vandræði vegna eftirgrennslana blaðamanns um okurmálið svonefnda ... TLfflUG 6. kafli. Nú auðvitað átti hann eitt- hvað af lánum útistanrandi með alveg sömu rentum og i bönkum — hvað um það, ekki hafði hann beðið neina að taka lán hjá sér og honum datt heldur ekki í hug að gefa peninga — nema i þessa fjárans kosningasjóði, til þess að koma sér vel við blaða- draslið og þá sem réðu. En kannske er bezt að hætta því? Blaðamaðurinn hafði líka gef- ið honum í skyn að hann bæri mútur á stjórnmálamennina til þess að fá að vera i friði með braskið sitt — það var nú meiri kjaftaskúmurinn þessi strákur. En hann hafði náttúrlega rétt fyrir sér: það voru auðvitað hreinar mútur aS borga í alla kosningas^áði, og hann hafði alltáí gert sér grein fyrir því, hans skoðun var nú einu sinni sú, að flesta menn eða alla væri liægt að kaupa, ef ekki með fé þá einhver.ju öðru. Hann var þungt hugsi um stund ,en allt i einu brosti hann lítið eitt: Kaupa? hvernig væri að reyna að múta sálfræðings- skrattanum svo að hann hætti að dingla í kringum Ásu litlu? Reynandi að bjóða kvikindinu svona eins og þúsund krónur og sjá hvort það dygði, og þá kannski eitthvað meira ef að meira þyrfti við, hann var klók- ur skratti sá, myndi skilja hvað að honum færi og sennilega hækka sig, nú jæja, maður hafði ráð á að borga svolítið fyrir að losna við svona óþverra af leið sinni. Hann ætti að geta gert sig ánægðan með þessa lausa- gopu, Lóu eða hvað hún hét; hennar mórall var víst þannig að hæfði sálfnæðingum. Bölv- ans leiðinlegt reyndar að stelp- an skyldi vera svona, þetta var laglegasta hnáta og einhvern veginn hafði hún alltaf komið svolitið skrýtilega viS hann síS- að hann sá hana fyrst. Auðvitað var hún ekkert á við Ásu — og þó, snotur óneitanlega, já það var hún. Hann rauk á fætur, náði i hattinn sinn, kveikti sér í vindli og steðjaði út. Vatnið streymdi úr loftinu en bíllinn stóð við dyrnar og hann var fljótur að koraa sér inn i hann, ræsa og renna af stað. Herjólfur B. Hansson bjó i snoturri stofu, sem var full af bókum og blöSum. Hann lá endilangur upp í sófa og reykti sigarettu, þegar kaupsýslumaS- urinn kom. „Hvern fjandann ert þú aS flækjast?" sagði hann kæruleysislega. „Fáðu þér sæti. Eða stattu upp á endann ef þú vilt það heldur," Sigtryggur Háfells ruddi nokkrum hókum úr eina hæg- indastólnum sem var þarna inni og settist. „Ég þarf að tala svo- litið við þig skólli þinn," sagði hann hógværlega. „Ég kaupi aldrei neitt," sagði sálfræSingurinn með ólund. „Og ég hef ekkert að selja.' „Það er margt hægt að kaupa. Og margt hægt að selja." Kaup- sýslumaðurinn tók tvo vindla úr vasa sínum tog fleygði öðrum 'yfir i sófann til sálfræðingsins. „Viltu svolítið koniak?" spurði hann og tók upp pela úr skjala- tösku sinni. „ÞaS eru glös þarna yfir vask- inum," anzaði sálfræðingurinn. Þeir drukku um stund, en loks mælti Herjólfur B. Hans- son: „Ertu að hugsa um að múta mér til að hætta við Ásu, hel- vítið þitt?" „Greindur ertu, skolli, þó þér sé reyndar skömm að gáfunum," sviaraði kaupsýslumaðurinn og glotti. Hann hugsaði sig um andartak, en hélt síðan áfram: „Mér hefur svona hálfpartinn skilizt á þér kall minn, aS þú tryðir lítið á ástina, eða er það ekki rétt hjá mér?" „Ást — hver ándskotinn er það?" muldraði sálfræðingur- inn og meinfýsið bros lék um varir hans. „Það er ekki von að svona kommapjakkar viti það!" hreytti Sigtryggur Háfells út úr sér. „Ég hef aldrei sagt að ég væri kommi," sagði sálfræðingurinn. „Heldurðu virkilega að ég sé sá fábjáni að vera flokksbund- inn, ganga einhverjum á hönd? Nei minn kall. Ég get sagt þér alveg eins og er: sá sem gengur i kommúnistaflokkinn hefur aldrei neit gagn af þvi; það er- um við hinir, karlarnir sem kunna að halda á sinum spil- um, góði, sem geta notað þá til einhvers — já og íhaldið líka lagsmaður. Það er boðið í mann í báðum herbúðum, dekrað við mann. Nú, auðvitað skal ég ekki neita því að ég er vinstrisinn- aður, og fyrirlít ihaldið, svona karla eins og þig til dæmis, lýs á þjóðarlíkamanum, því að auð- vitað ertu það og ekkert ann- að." „Ef að ég er lús," sagði Sig- tryggur Hafells fastmæltur, „þá ert þú fló, fjandi þinn —- . en sleppum því. Þú hefur rétt iyrir iþér: ég er kominn til að múta ' þér! Ef þú hættir algjörlega að.; sniglast á eftir henni Ásii, þá skaltu fá fimm þúsund krónur, taldar fram á borSið h^rna, núna á þessari stundu! Nú hvað segirðu um þetta?" Sálfræðingurinn hló jágúm kurrandi hlátri. „Ég er alvég viss um að hún Ása Sigurlinna- dóttir mun hafa gaman af að heyra hve- litils virði hún er i þinum augum: fimm þúsund kall, er það allt og sumt?" Kaupsýslumaðurinn tók upp 20 VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.