Vikan


Vikan - 10.10.1963, Side 21

Vikan - 10.10.1963, Side 21
Vasaklát og þurrkaíi sér tun ennið. Hann var búinn að fá rauða díia i báðar kinnar. „Tíu þúsund þá andskotinn þinn, og ekki einum eyri meira!“ „Tíu þúsund,” sagði sálfræð- ingurinn dræmt, likt og hann væri að hugsa sig um. „Meira cn tíu þúsund krónur vill elsk- huginn ekki borga fyrir ást- meyna ljúfu. Ef hún kostar mtira, þá cr hann tilbúinn að láta hana sigla sinn sjó í fangið á vinstrisinnuðum sálfræðingi. Maðurinn, sem hélt því fram um daginn, að ástin væri göfug asta tilfinning mannssálarinn- ar, er þess nú albúinn að fleygja frá sér þessari himnesku kennd ef hún skyldi til dæmis þurfa að kosta hann — segjum ellefu þúsund?“ „Ég skal borga þér ellefu!” „En ef ég heimta tólf, þá gefstu upp?“ „Ég skal borga þér fimmtán! Og farðu svo í sótsvarta —!“ Sálfræðingurinn reis upp við dogg og leit fast á gest sinn. „Þú ert braskari, Sigtryggur minn. En ég er ekki alveg blár í kaupsýslunni heldur, ég get lagt saman tvo og tvo, littu nú á: Mamma hennar Ásu, spákon- an iGudda í Steinbænum, á hús- ið og láðina skuldlaust og þar að auki að minnsta kosti hundrað og fimmtíu þúsund krónur í sjóði. Ása er einkadóttir hennar — og heldurðu svo að nokkur maður sé svo vitlaus að selja liana fyrir fimmtán þúsund kall!?” „Já, en þú elskar hana ekki, það geri ég!” sagði Sigtryggur Háfells og röddin var rám. „Það má skrattinn vita — ég spurði áðan: hvað er ást? þú anzaðir þvi ekki, kallinn: Ég býst við að okkur sé það báðum jafnkunnugt hvað ástin raun- verulega er, fyrir utan öll þessi penu orð og póetíska kjaftæði sem er hlaðið utan á hana. Ég get semsé vel hugsað mér að hvíla við liliðina á okkar ágætu Ásu hverja nótt og láta hana þjóna mér til borðs og sængur, ég hugsa að það sé bara fjári þægilegt, eða heldurðu það ekki Sigtryggur?” „Farðu bölvaður!” sagði kaup- sýslumaðurinn og stundi hátt. „Þú veizt ekkert um ást, bjálf- inn þinn, og þú ert þorpari þar að auki, meinfýsið kvikindi, ef ég væri ekki gestur þinn, myndi ég lemja þig sundur og saman — og fyrr eða síðar geri ég það, geturðu bölvað þér upp á! — All right, segjum fimmtíu þús- und kall hérna á borðið í ávísun með það sama og svo hverfurðu, lætur aldrei sjá þig framar ná- lægt steinbænum, heyrirðu það! Nú, hvað segirðu?" Sálfræðingurinn tók vindil- inn, er Sigtryggur hafði hent til hans, og kveikti í honum með hægð. „Þú gerir allt of litið úr þessarí greind mínní sem þú varst að tala um áðan, vinur sæll,“ sagði liann og var nú al- varlegur i bragði. Fimmtíu þús- und er bara þriðji hlutinn af því scm hún Guðriður á inni i banka. Svo er steinbærinn og lóðin það er alltaf um þrjú hundruð þúsund, altsvo fjögur hundruð og fimmtíu þúsund alls, og svo þyrfti maður náttúrulega að fá eilitla þóknun fyrir að trekkja sig. Segjum hálfa milljón hérna á borðið strax í dag.“ Sigtryggur Háfells reis hægt á fætur eins og hann væri með byrði á bakinu. „Einlivern tínn skal ég mola i þér hvert bein!‘ sagði hann, en sem reiðilaust. Hann fálmaði eftir hattinum sínum, setti hann skakkan á höf- uðið og reikaði út að dyrunum. ar stóð hann álútur svolitla stund, en allt í einu rétti hann sig upp, leit hvasst á sálfræð- inginn og mælti: „Jæja við skulum sjá hver skjöldinn ber, þú ert ekki búinn að vinna hana Ásu ennþá. •— Því í skratt- anum geturðu ekki látið þér nægja hana Lóu Dalberg. „Ja, ég hafði nú hugsað mér að fá hana líka,“ mælti sálfræð- ingurinn og glotti við. „Annars finnst mér hún hæfa þér mildu betur.“ Kaupsýslumaðurinn opnaði hurðina, hikaði andartak og leit á sálfræðinginn, en hristi svo höfuðið. Hcrjólfur B. Hansson hló. „Nú stendur líklega ekki boðið um norðurferðina lengur “ sagði hann í hálfkæringi. „Ég er vanur að standa við orð min,“ sagði kaupsýslumað- urinn frekar dapurfega. „Og ég er ekkert hræddur við að hafa þig með okkur. Við leggjum af stað upp úr Jónsmessunni.“ XIII. Það rigndi jafnt og þétt til júníloka, en þá brá til betra, 2. júlí var heiður liiminn og sól- skin, einstök veðurblíða og ís- land tálfagurt á að líta. Þegar Ása Sigurlinnadóttir var nýbúin að opna búðina, kom Sigtryggur Háfells inn og var asi á honum. „Sæl elskan,“ sagði hann glað- klakkalegur. „Nú notum við góða veðrið eins og skot, leggj- um af stað í býtið á morgun, búum okkur út i dag. Ég var að enda við að tala við hann Berg vin minn, mér lánaðist að ná i mann fyrir hann, sem getur passað stöðina hans svo sem eins og hálfsmánaðar tíma, og hann féllst á að fara með okkur. Þá verðum við tveir karlmenn, auk bílstjórans — þvi að sál- fræðingsskrípið tel ég ekki til inanna. í dag panta ég hótel- pláss fyrir okkur, hér og þar á leiðinni, en annars höfum við með okkur tvö tjöld og allt sem þarf til lífsins lystisemda, þú ; mwt, f\ * Jp Wá „Já, en þú elskar hana ckki, það geri ég!“ sagði Sigtryggur og röddin var rám. getur reitt þig á að þetta skal verða skemmtileg ferð! — Við sækjum þig klukkan níu.“ Hann var horfinn út um dyrn- ar áður en Ása fékk tóm til að átta sig. Hurðina skyldi hann eftir opna, og hún gekk út á tröppurnar til þess að horfa á góða veðrið. Henni var óvenju- lega glatt í skapi, allt var svo yndislegt þennan dag, fuglarnir sungu í garðinum og blómaang- anin tók á móti henni, þegar hún kom út: Hann var nú góður strákur, Sigtryggur, og fallegt af honum að taka þáu öll með i þessa skemmtiferð, sem efalaust yrði honum mjög dýr — i raun- inni liefði hann átt skilið að fá koss, og ef hann hefði verið þarna núna, myndi hún liafa tekið um hálsinn á honum og kysst hann. Líklega yrði það útfallið að hún trúlofaðist honum, áður en fríinu þeirra yrði lokið? Það var víst ekki um annað að gera, þetta var góður inaður, og i rauninni átti hann skilið að fá hana, hann hafði beðið svo lengi eftir henni og hún fann að hann þurfti hennar með. — Kannske yrði par úr Bergi og Lóu líka? — Herjólfur greyið, hann var nú allt öðruvisi, hoiium var þetta víst ekki jafn rriikil alvara og Sigtryggi, að minnsta kosti lét hann sem ást og þess háttar væri „úrelt hugtök“ eins og hann orðaði það. Og henni var alveg ómögulegt að verða neitt skotin í honum, þótt hún væri talsvert hrifin af gáfunum hans og snilli- yrðunum, sem hann kom með öðru hvoru. Hún óskaði þess innilega að hann gæti orðið hamingjusamur — og Lóu gat hún lfka unnað alls góðs. En svo var það hann Bergur, hann var vist hrifinn af henni líka, en hann var náttúrulega allt of saklaus fyrir hana, hann myndi verða fyrir vonbrigðum þegar hann uppgötvaði livað hún var mikil skvetta, og sjálfsagt myndi hann ekki þola það að hún færi að flirta við einhverja aðra, eftir að þau væru gift. Það myndi Herri ekki taka eins alvarlega, hann var líka v.eraldarvanur. Hún fór nú inn i kompuna til mömmu sinnar, sem var ein aldrei þessu vant, spágestirnir voru sjaldan á ferli svona snemma morguns. „Mamma mín, við leggjum af stað i fyrramálið sagði hún glað- legum rómi. „Þeir sækja mig klukkan níu. Heldurðu að þú getir annað þcssu ein, svo sem eins og hálfan mánuð, á meðan ég er i burtu?“ iSpákonan sat álút við borðið sitt með kaffibolla og koníaks- staup fyrir framan sig, og leit dræmt upp á dóttur sína. „Já, sjálfsagt get ég það,“ sagði hún. Framhald á bls. 47. VIKAN 41. tbl. — 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.