Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 22
 Þegar hún seild- ist inn í síma- skotið, sá hún sér til mikilla von- brigða, að hún gat ekki náð símtóTmu. Svo rifjaðisti allt í einu upp fyrir henni söngur Jane fyrir tveim dögum, og eftir andartak sá hún fyrir sér, gegnum lokuð augnalokin, hóp drukkins fólks, sem stóð umhverfis konu, er dansaði með miklum fettum og brettum og gólaði um leið lagið, sem Jane hafði verið kennt að syngja í æsku. Hinir drukknu áhorfendur hvöttu hana óspart, og konan æstist öll við það. Hún reyndi að sparka öðrum fætin- um enn hærra en áður, en missti við það jafnvægið að nokkru leyti, svo að hún valt aftur á ba'k og i kjöltu ungs manns, sem leikið hafði undir á pianó. Hún kyssti hann hressilega, svo að rautt merki sat eftir á andliti hans, þvert yfir munn- inn, en spratt svo á fætur aftur. Síðan heyrði hún aðrar raddir, sem töluðu um, að einhver yrði að stöðva Jane, áður en hún gerði allt vitlaust og kallað yrði á lögregluna. „Vesalings Blan- che," sagði einhver, „að þurfa að berjast oft við hana svona." „Jane má þakka fyrir, að hún er systír Blanche," svaraði önn- ur rödd, „þvi að annars "væri búið að reka hana fyrir löngu." „'Þetta er viðbjóðslegt!" „Andstyggilegt . . . bara and- styggilegt!" Aftur gerði stúlkan sig liklega til að syngja, reigði höfuðið aft- ur og opnaði munninn. Augun voru galopin, og úr þeim virtist i senn skina alger tómleiki og einkennilegt æði. Svo hrökk höfuð stúlkunnar allt í einu til hliðar, þegar hvit og grönn hönd, sem ekki sást hvaðan kom, sló hana skyndílega á annan vangann. „Hættu þessu! Hættu! Sérðu ekki, að þú verður þér til skamm- <ar og athlægis!" Blanche galopnaði augun allt í einu, eins og það kostaði hana mikið átak. Hún hafði fengið skjálftakast og greip þá enn fast- ara um stólarmana en áður. Hún beið eftir þyí, að svimakastið liði hjá og neitaði með öllu að rifja frekar upp atburði þessarar "skelfilegu nætur. Þegar taugar hennar íóru að 22 — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.