Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 23
'¦¦¦^*
kom fyrir
FRAMHALDSSAGAN 7. HLUTI TEIKN. BALTASAR
sefast, neyddi hún sig til að líta
niður eftir stiganum aftur. Hún
varð að reyna, hún varð, hvað
sem það kostaði, og hversu mikil
sem áhættan var, því að allt i einu
var hún orðin sannfærð um, að
frelsun hénnar væri i þessu fólg-
in og engu öðru.
Mínútur liðu, áður en henni
tókst að safna kröftum eða hug-
rekki til að seilast aftur til horn-
stólpans og draga sig upp úr
stólnum. Þegar henni hafði loks
tekizt það, staldraði hún við
stutta stund og hjartað hamaðist
í brjósti hennar.
En jafnvel þótt svona væri
komið, hafði hún ekki enn stigið
svo langt, að ekki yrði aftur snú-
ið, og hún fann fyrir svo mikilli
löngun til að snúa við og setjast
aftur í öryggi stólsins, að hún
réð naumast við löngunina til
þess.
Svo stökkti hún öllum efasemd-
um úr huga sér og neyddi sig til
að lialda áfram, grípa til örþrifa-
ráðsins, sem hún hafði hugsað
sér. Hún vissi, að Jane kynni að
koma aftur á hverju andartaki, en
það virtist ekki skipta neinu máli,
úr því sem komið var. Hún varð
að reyna þetta, hún varð . . .
Sjötti kapituli
Vanur tónlistarmaður óskast
til að leika undir hjá þ'ekktri
stjörnu, sem konva mun fram á
skemmtistöðum, í klúbbum og
sjónvarpi. Nauðsynlegt, að við-
komandi leiki á píanó eða fiðlu.
Uppl. í síma H06-1784.
Jane hleypti brúnum. Hún
hafði skrifað miklu ýtarlegri
auglýsingu, þar sem gefin var
mun nánari lýsing á hæfileik-
um hennar, en stúlkan, sem tók
við auglýsingunni hjá blaðinu,
hafði krukkað i hana, svo að
hún var næstum óþekkjanleg á
eftir.
Ja, ég veit ekki .... sagði
Jane með semingi. Henni fannst,
að sín auglýsing ætti betur við
hana og hæfileika hennar. Henni
var alls ekki sama um, hvers
konar maður það væri, sem gæfi
sig fram í sambandi við auglýs-
niguna.
Hún hafði séð fyrir hugaraug-
um sér manninn, sem hún vildi
ná sambandi við. Hann átti að
, vera grannvaxinn, farinn örlitið
að grána í vöngum, eilítið lotinn
af að sitja áratugum saman við
píanóið, mildur og föðurlegur í
framkomu. Hann liktist i raun-
inni Mr. Dahl, sem hafði leikið
undir hjá henni forðum, þegar
hún var stjarna barn að aldri.
í anda var hann faðir hennar,
hann talaði við hana eins og
faðir hennar. Hann mundi lesa
auglýsinguna í blaðinu, hann
mundi hringja til hennar, þau
mundu tala saman ....
Hún leit aftur á auglýsinguna,
sem stúlkan hafði útbúið.....
þekktri stjörnu .... Stúlkan
sagði, að þetta væri í rauninni
engin breyting, sem gerð hefði
verið á auglýsingunni. Það lítið
henni hefði verið breytt, væri að
auki til bóta. Fólk gæfi sér ekki
tóm til að lesa langar auglýs-
ingar, svo að það væri bara til
bóta að stytta hana. AS vísu
fannst Jane, að auglýsingin væri
of stutt og snubbótt, og mikill
kaupsýslubragur á henni, þegar
hið listræna átti að sitja í fyrir-
rúmi. Hún var ekki alveg viss
um, hvort hún ætti að taka upp
gamla þáttinn sinn aftur eða
ekki, en hún vildi að minnsta
kosti ræða það atriði við ein-
hvern......
Það voru svo margar af hin-
um gömlu stjörnum, sem voru
farnar að koma fram á nýjan
leik. Þeir voru alltaf í sjónvarp-
inu. Ed Wynn, Buster Keaton
— og margir, margir að auki.
Og barnaþættir voru alltaf vin-
sælir. Það mátti telja upp marg-
ar stjörnur, sem safnað höfðu
auði á slikum skemmtiþáttum.
Með nýrri útsetningu mætti
hressa upp á lögin, svo að þau
yrðu nýtízkuleg, og ef um góðan
undirleikara væri að ræða . . .
En hún hafði sagt þetta oft og
mörgum sinnum við sjálfa sig,
og nú varð hún að segja þetta við
einhvern annan, einhvern sem
hún gæti rætt þetta við, sem
mundi skilja hana og geta sett
Framhald á bls. 25.
VIKAN 41. tbl. —
23