Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 25
BABY JANE — frh.
sig í hennar spor varðandi
þetta atriði."
.....og svo," bætti stúlkan
viS, „er þetta svo miklu ódýr-
ara þannig."
Jana leit upp, og um leið og
hún gerði það blikaSi á ódýra
steininn, sem hún hafSi nælt
í hattinn sinn til skrauts — en
þaS var dauft blik, sem var einna
líkast þreytulegum hlátri.
„Jæja . . . ."
Kannseki hún hefSi átt aS
setja nafnið sitt i auglýsinguna
-þrátt fyrir allt. Baby Jane
Hudson. Hún lygndi augunum
og sá þá í anda nafn sitt á
prenti, eins og það hafði birzt
endur fyrir löngu, og rétt sem
snöggvast fór einhver tauga-
fiðringur um hana. Svo opnaði
hún augun aftur, og þá sá hún i
fyrsta skipti stúlkuna, sem" hún
hafði veriS að tala við, almenni-
lega. Þetta var snotrasta stúlka,
hugsaði Jane í tilgangsleysi,
ekkert sérstakt við hana en
bara snotur samt. Vesalings
telpukindin kann ekki almenni-
lega að fara með andlitslit.
Sama máli gegndi raunar um
allar þessar ungu stúlkur, sem
urðu á vegi hennar. ÞaS var þó
alltaf þetta, þegar xnaður hafði
starfaSi við leiklistina — maS-
ur lærði aS mála sig, svo að
maður virtist þó að minnsta
kosti lifandi. Stúlkur notuSu
yfirleitt ekki vangaroða framar.
Það var vitanlega ástæðan fyrir
því, aS þær voru alltaf svo
magapfnulegar -og aumingja-
legar.
„Við getum vitanlega birt
handritið yðar," sagði stúlkan,
„ef þér viljið endilega, a8
auglýsingin verði þannig . . ."
Jane komst að þeirri niður-
stöSu, að stúlkukindin væri
ósköp vinsamleg, og hún ætlaSi
þess vegna aS gleSja hana með
þvi að samþykkja, að auglýs-
ingin yrði eins og hún hafði út-
búiS hana. ÞaS gæti vel verið,
að það væri alveg eins gott að
hafa hana þannig — þeir sömu
mundu svara henni, hvort sem
væri, og aðalatriðið var að koma
starfinu á framfæri i eins -fáum
orSum og unnt væri.
„Jæja," sa-göi Jane, „úr því að
þér eruð blaðakona, hljótið þér
að vita hvað bezt er . . . ."
Stúkan dró til sín það eintak
af auglýsingunni, sem hún hafði
samið og brosti um leiS: „Ég
er viss um, aS árangurinn verS-
ur alveg eins góður."
Jane rétti henni seSil til aS
greiSa fyrir auglýsinguna, og
stúlkan gekk frá til aS skipta
seSlinum.
Já, hugsaSi Jane, auglýsing
stúlkunnar mundi gera sama
gagn, þótt ekki væri sami
menningarbragur á henni og
upprunalegu auglýsingunni. Allt
i einu seildist hugur hennar svo
til framtfSarinnar og brá upp
myndinni af manninum, sem far-
inn var aS grána i vöngum, þeg-
ar hann kæmi til aS tala viS
hana, gengi á eftir henni inn i
æfingaherbergið, léki á píanóiS,
meSan hún syngi.....bæri
lof á hana .... hrósaSi henni
. . . . Og svo sá hún allt í einu
andlit Blanche, sem væri af-
myndað af gremju og afbrýðis-
semi.
Þessi löngu afdankaða kvik-
myndadrottning, þessi aumingi,
öryrki, sem ekkert gæti. Jane gat
ekki varizt brosi. Blanche hafði
alltaf verði kveif — það hafði
aldrei þurft annað en að hræða
hana til aS gera það, sem maSur
vildi. Hún mundi ekki fara bak
við hana, Jane lengur, vera að
ljúga og reyna að selja húsið.
Kannske hún væri farin að átta
sig á því, að þegar hún gerði sig
seka um framferði, sem vakti
reiði hennar, Jane.....
,jGerið þér svo vel."
Jane tók brosandi viS kvittun
og peningunum til baka af stúlk-
uni og lét hvort tveggja töskuna
sína.
„Þakka yður fyrir," sagði hún
vingjarnlega.
Stúikan kinkaSi kolli, ætlaði
að snúa sér frá henni, en sá sig
svo um hönd. „Afsakið . . ."
Jane lokaði töskunni, leit upp
og svaraði: „Já . . . .?"
„Ég veit, aS ég á ekki aS
spyrja — en — nú — mig langar
bara til að vita það. Væri yður
sama, þótt þér segSuS mér,
hvaða stjarna þaS er, sem um er
aS ræða i þessari auglýsingu?"
Jane brosti út aS eyrum. Hún
benti á sjálfa sig meS glófa- -
klæddri hendi. „ÞaS er ég, sagSi
hún. „Þér eruS kannske of ung
til að muna -eftir þessu en ég er
hin upprunalega Baby Jane —
Baby Jane Hudson."
Stúlkan opnaði munninn.
„Jæja," sagði hún svo undrandi,
„jæja, Guð sé oss næstur!" Hún
]eit undan, gaut augunum til
starfssystur sinnar, sem hafði
einmitt gengið til hennar. „Jæja,
þakka yður fyrir, ungfrú Hudson.
Auglýsingin yðar verður i blað-
inu á morgun. Ég — vona, að
þér finnið rétta manninn sem
þér þarfnizt."
„Jáá," sagði Jane, „þakka
yður fyrir. Þakka yður kærlega
fyrir." Svo gekk hún teinrétt
út á götuna.
„Jeremías minn," sagði stúlk-
an og gekk til starfssystur sinn-
ar. „Hver í ósköpunum er þessi
Baby Jan-e Hudson?"
Þegar Blanche var komin niS-
ur á neðsta þrepið, lagði hún
höfuðið að svölum stigastólp-
anum og hvíldist stutta stund.
Það hafði verið erfitt og sárs-
aukafullt að fara niður stig-
ann. Hún hafði haldið sér
dauðahaldi i handriðiS á leiS-
inni niSur, aðeins komizt þrep
fyrir þrep, og hún hafSi orSiS
að hvíla sig hvað eftir annað.
Þegar hún var loks komin nið-
ur og -kastaði mæðinni þar, sá
hún bókstaflega sólir af þreytu.
Hún litaðist um eftir drykk-
langa stund. Það var lengra
síðan hún hafði komiS niSur
síSast, en hún hafSi gert sér
grein fyrir. Ný tjöld voru -fyrir
gluggunum. Og þaS var óskap-
legt aS sjá þau, þvi aS ekki var
smekkvisinni fyrir aS fara
hjá vesalings Jane. En svo varS
Blancbe litið upp í loftið, og það
fór einkennilegt bros um varir
varir hennar. Stjörnusæg var
dreift á blámálað loftið. En
svo hvarf brosið af andliti henn-
ar, og henni varð litið til ar-
inhillunnar, þar sem komiS
hafSi veriS fyrir innrammaSri
mynd af stúlku, sem hafði
haldið, að hún gæti eignazt him-
ininn og stjörnurnar og hafði
þess vegna látið festa þær á
loftið i stofunni sinni. Hvað hún
hafði verið hégómlegt barn. 1
rauninni hafði hún verið lodd-
ari. Og það sat sizt á henni að
ásaka Jane um, aS hún væri
smekklaus. Blanche leit aftur á
stigann og handriSiS og sneri
sér aS því verki, sem hún varS
nú að leysa af hendi.
Rétt hjá, mjög nærri stiganum,
stóð útskorni stólinn og rétt
handan var bókaborðið. Dyrnar
fram i anddyrið voru í aSeins
nokkurra skrefa fjarlægS, 5r-
lítið tlil hægri. Gólfábreiðan
náði ekki alveg aS borðinu, svo
að sjá mátti i harðviSargól-fið
á nokkrum kafla. Blanche leit á
stólinn og afstöðu hans til veggj-
arins, en síðan greip hún um
endastoðina á stiganum og dró
sig hægt á fætur.
Hún skorðaði hægri fótinn
við endastólpann, -em dró sig
svo framhjá honum og frá stig-
anum. Svo laut hún fram,
seildist í skyndi til handriðsins
utanverSs og byrjaSi aS draga
sig áfram. Hún flýtta sér eftir
megni, en gætti þess jafnframt
aS ná jafnan isem örugga'stri
handfestu. Hún nam staðar, þeg-
ar hún var komin svo langt, að
hún gat ekki notið stuðnings af
handriSinu, af þvi aS það var
of hátt. Hún var þá enn í aðeins
meira en metra fjarlægð frá
stólnum.
Eftir örskamma hvild lagði
hún aðra höndina á vegginn til
stuðnings og einbetti augunum
að stólnum, markinu, sem hún
varð að ná næst. Svo dró hún
djúpt andann, losaði öll tök sín
og ýtti sér áfram. Hægri fótur-
inn lét samstundis undan, svo
að hún hné út af á gólfið.
Hún kom allhart niður á hlið-
ina, en fann samt ekki til veru-
legs sársauka, og lá hreyfingar-
laus nokkra stund og blés upp
og niður. Hún settist upp ja-fn-
skjótt og hún gat og litaðist um.
Nú var auðvelt að seilast eftir
stólnum. Hún dró sig áfram
og sneri sér síðan þannig, að bak
hennar sneri að stólnum fram-
anverðum.
Svo rétti hún úr sér til aS
undirbúa næsta þátt og setti
hendurnar þétt á stólsetuna.
Hægt og með miklum erfiðs-
munum lyfti hún sér upp, fyrst
á brúnina á setunni og siðan
tókst henni að setjast á hana. Um
leið og hún var kominn upp á
setuna, sótti að henni svimi, svo
að hún missti nær allan mátt.
Þegar allt var komið i samt
lag aftur, svipaSist hún um eftir
borðinu. Eftir stutta bið, seildist
hún til borðsins, tók fast um
borðröndina og tók á. Stóllinn
tók að renna eftir gólfinu með
nok-kru þruski.
Þegar hún hafði dregið sig að
borðsendanum, blasti hurðin
fram i anddyrið við henni.
Framvegis mundi stólinn ekki
koma að neinu gagn, þar sem
gangurinn var veggja á milli
lagður þykkum ábreiðum. Blanc-
he leit fram i ganginn, framhjá
opinni hurðinni að æfingarher-
berginu að skotinu litla, þar sem
síminn stóð. Siminn var i að-
eins átta eða tíu feta fjarlægð,
en eins og á stóð fékk hún ekki
séð, að nokkur möguleiki væri
til þess, að hún gæti náð til .
hans.
Jane hafði sveipað • kápunni
þétt að sér, þar sem hún stóS
og starði sem heilluð i fullan
sýningargluggann á Nu-Modc-
'kjólaverzluninni. Kjolinn, sem
dró að sér athygli hennar af
svo miklu afli, var úr dökk-
vinrauðu satini, fagurlega rykkt-
ur um barm og mjaðmir, og
festur á öxlum með tveim
stórum Rinarsteina-klemmum.
Sýningarstúlkan, sem færð hafði
verið i kjólinn, var tággrönn og
hún leit með megnri fyrirlitn-
ingu á Jane, sem stóð úti fyrir
verzluninni.
Kokkteil-kjóll. Þetta orð, og
allt, sem það táknaði, kitlaði
Jane, og það var margt og mikið,
sem það táknaði og gaf fyrirheit
um. Frægt -fólk. Skemmtanir.
Umtal og frægð. Rétt sem
snöggvast var hún sem upp-
numin. Hún stóð á svölum og
leit út yfir lygnt og fagurt
stöðuvatn, sem tunglð speglaðist
i. í -fjarska heyrðist tónlist, lág,
seiðandi, fjarræn. Maður, sem
var óljós, að þvi er stærð og
andlit snerti, drakk minni
hennar i -freyðandi kampavíni.
Þar sem Jane starði á kjóla-
sýningarstúlkuna i glugganum,
veitti hún enga athygli spegil-
myndinni af sjálfri sér í rúð-
unni i fáeinna þumlunga fjar-
lægð, hroðalegri skopmynd af
hattinum og kápunni, sem
leyndi á engan hátt ólögulegum
líkamanum, sem virtist vera að
sprengja af sér öll bönd fat-
anna. Hún áttaði sig heldur ekki
á því, að myndin, sem hún sá í
huga sínum, var i rauninni aS-
eins enn -ein endurtekning á því,
sem alltaf hafSi verið meðal
Framhald á bls. 50.
VIKAN 41. tbl. —
25