Vikan


Vikan - 10.10.1963, Qupperneq 30

Vikan - 10.10.1963, Qupperneq 30
vandaður frágangur, klæðir hvern mann vel, landsþekkt gæðavara. ★ ESTRELLA de‘Iuxe ★ ESTRELLA wash‘n wear ★ ESTRELLA standard Hæfir bezt íslenzku loftslagi. ViBnufdtaaerð islands eigið valið ekki að við höfum í öllum hönd- um við þig? Hvort viltu heldur, að ég leggi löghald á bílinn, eða ljá eyra skynsamlegri uppá- stungu?“ Miguel þagði. „Við höfum rætt málið, ég og borgarstjórinn. Við urðum ásátt ir um, að það væri göfugmann- legt að sleppa þér bæði við fang- elsi og svo háar fésektir, að þér væri um megn að greiða, svo að við neyddumst til að taka af þér bílinn. Þess í stað greiðir þú okk- ur tuttugu pesos á viku, þegar þú hefur komið bílnum í lag og þú ert farinn af hafa eitthvað upp úr akstrinum. Það er sann- arlega ekki til mikils mælzt fyrir allt okkar amstur af þér og þess- um bíl.“ „Það er sannarlega göfugmann- legt‘‘. svaraði Miguel. „Það verða semsé þúsund pesos á ári, sem þið ætlið að taka þannig af mér.“ „Betra er það, en að við tökum bílinn", sagði César og var nú ekki sem mýkstur á manninn. „Hugleiddu það. Hugsaðu þig vel um, vinur“. Og að svo mæltu slangraði hann yfir torgið til að spila það, sem eftir var dagsins, við bæjarstjórann. Diosdado og Mexikaninn úr borginni hlutu að hafa fylgzt með ferðum hans, því að nú komu þeir út úr bensínsölu- skúrnum og gengu til Miguels, og Diosdado sagði formálalaust: „Þetta er senore Lopez frá Aca- pulco. Hann er lögfræðingur. Við erum hingað komnir til að tala við þig útaf þessum bíl.“ „Já“, svaraði Miguel. „Það vilja margir tala við mig útaf þessum bíl“. „Það er nánar tiltekið kaup- reikningur minn fyrir vinnu mína við bílinn“, sagði Diosdado og rétti honum pappírsblað nokkurt, sem Miguel leit laus- lega á. „Þrjú hundruð pesos. Þú ættir að sýna ríka Bandaríkjamann- inum, sem ekki hefur hugmynd um hvað er sannvirði, slíkan reikning, en ekki mexikönskum bónda“, sagði hann. „Það er löng ferð hingað alla leið frá Acapulco‘‘, sagði Dios- dado og brýndi raustina. „Svo ef það vinna mín í heilan dag, og skaðabætur fyrir fötin, sem eyðilögðust af olíu“. „Þú veizt ekki um hvað þú ert að tala“, andmælti Miguel hon- um. „Þú gerðir ekki við bílinn, þú tættir hann bara í suhdur. Auk þess átti ég bílinn ekki þeg- ar þú vannst það skemmdar- verk, heldur senor Wilcox. Sendu honum þennan reikning. Og svo sendi ég þér reikning upp á 300 pesos fyrir skemmdirnar á bíln- um mínum“. Nú var það lögfræðingurinn, sem tók til máls. „Leyfið mér að skýra yður frá gildandi lagaá- kvæðum í þessu máli“, sagði hann. „Þegar bílvirki gerir við bíl, verður eigandinn að greiða honum vinnuna. Verði eiganda- skipti að bílnum, verður nýi eig- andinn að greiða þær skuldir, sem á honum hvíla.‘‘ „Leyfið mér að fullvissa yður um það, senore, að ég greiði þennan reikning aldrei“, sagði Miguel. „Greiði eigandinn ekki áfallna skuld“, hélt lögfræðingurinn á- fram, ,,má hanna eigandanum öll afnot bílsins þangað til skuldin er greidd, samkvæmt kröfu bíl- virkjans". Að svo mælt opnaði hann skjalatöskuna og dró upp úr henni einskonar yfirlýsingar- plagg og límskápu. „Lögum sam- kvæmt er mér leyfilegt að líma þetta plagg á farartækið. Ef þér rífið það burt eða notið farar- tækið, er víst um það, að þér verðið settur í fangelsi‘‘. „Það er ekki í fyrsta skiptið í dag, sem mér er hótað fangelsi", varð Miguel að orði. Lögfræðingurinn límdi plagg- ið kunnúttusamlega innan á fram rúðuna. „Nú er ég viss um að þér sjáið yður um hönd og greið- ið reikninginn“, sagði hann. Þetta var orðið eins og mar- tröð. Atti ekkert skylt við hversdagslegan raunveruleikann. Miguel gat ekki hláti varizt. „Ég fullvissa yður aftur á móti um það, að ég hef þetta fé ekki hand- bært, senore. Og eins viss er ég um það, að þér lumið á einhverju aðgengilegu sáttaboði“. „Já, auðvitað“, svaraði lög- fræðingurinn. „Ef þér hafið ekki fé til að greiða reikninginn, er skjólstæðingur minn reiðubúin að falla frá skuldakröfunni og greiða yður þar að auki 1000 pes- os fyrir bílinn, sem þér hafið sjálfur sagt að sé mikið skemmd- ur‘‘. Að svo mæltu dró hann upp nokkra pappíra úr skjalatösku sinni og rétti að Miguel. Miguel hló enn hærra. „Ég var farinn að halda að ég væri kom- inn í klípu,“ sagði hann. „En nú sé ég, að þetta getur farið eins og bezt verður á kosið“. Svo hætti hann allt í einu að hlæja. „Ég þarf semsagt ekki að gera annað en að selja ykkur bílinn fyrir ör- lítið brot af sannvirði hans, og þá kemst allt í lag“. Hann spýtti fyrirlitlega um tönn. „Það leynir sér ekki, innrætið“. Lögfræðingurinn roðnaði. „Mér var sagt að þér væruð skvnsamur maður‘‘, sagði hann. „Nú sé ég aftur á móti að þér eruð algert flón“. „Það hefur þeim öllum borið saman um, sem reynt hafa að fleka mig“, svaraði Miguel. Kann- ske er ég það líka. En ég er samt ekki svo mikið flón, að láta ykk- ur hafa af mér bílinn með svik- um og prettum“. Þetta virtist vera alvarlegri móðgun en svo, að þeir gætu þol- að hana bótalaust. Þeir ákváðu það nú samt, þegar þeir höfðu virt Miguel fyrir sér andartak og sáu hvað hann var sterklega vax- inn og harður á brún. „Við skulum koma“, sagði lög- fræðingurinn. „Það er vonlaust verk að ætla sér að koma vitinu fyrir þennan beinasna". „Þú átt við að við getum ekki talið hann á að selja okkur bíl- inn?“ hrópaði Diosdado reiðilega. „Við skulum koma“, endurtók lögfræðingurinn og þeir hurfu inn í bensínsöluskúrinn. Enn tók Miguel sér ferð á hendur til Taxco, þar sem hann gekk á fund bílasala nokkurs, en þar sem hann hafði skilið skóna eftir heima í það skiptið, var honum skipað að hafa sig á brott um leið og hann kom inn í sýningarsalinn. Samt sem áður heppnaðist honum að ná tali af forstjóranum. „Ég veitað það lætur ótrúlega í eyrum“, sagði hann, „en svo er mál með vexti, að ég á kadilják af árgerð 1948, og vildi gjarna selja hann“. Forstjórinn virti hann fyrir sér með viðlíka furðusvip og sá akfeiti við skrifborðið. „Hvern- ig komst þú yfir þann bíl?‘‘ spurð'' hann. „Það er kannski enn ótrú- legra“, svaraði Miguel,“ en það var Bandaríkjamaður einn, sem gaf mér hann“. Hann dró pappír ana upp úr skyrtuhálsmálinu og rétti forstjóranum, og sá að undr- un hans varð enn meiri, þegar hann athugaði þá. „Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið í ólagi með þann bíl, fyrst Bandaríkjamðurinn gaf þér hann', varð honum loks að orði. „Smávægileg hreyfilbilun og annað ekki“, sagði Miguel. „En bílaviðgerðarmaðurinn heima gat ekki komið honum í lag“. „Og hvar er bíllinn nú?“ spurði forstjórinn. Miguel sagði honum það. „Nombre de Dios“, hrópaði forstjórinn. „Það mundi taka mig heilan dag að komast þang- að og aftur til baka. Smábilun? Hverskonar smábilun? Kannski úrbræddar legur? Eða brotið drif?“ „Ég veit það ekki, senor,“ við- urkenndi Miguel. „Ég ber ekki sérlega mikið skynbragð á þess- háttar". „Það hlýtur að vera alvarleg bilun. Og er það svo ekki eitt- hvað annað?“ „Ójú, reyndar", svaraði Mig- uel. „En það tekur varla að nefna það — smávægileg skulda- krafa frá bílaviðgerðarmannin- um; 300 pesos‘‘. Forstjórinn bandaði með hend- inni útí loftið og rödd hans var þrungin græsku. „Segið mér eitt. Hvers virði heldur þú svo að þessi ágæti bíll sé?“ „Ég sá kadilják af þessari sömu árgerð auglýstan til kaups í dag- blaði“, svaraði1 Miguel. „Hann átti að kosta 10.000 pesos“. Nú brá fyrir nístandi kulda- hörku í rödd forstjórans. „Sá bíll gQ _ VIKAN 41. 0)1.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.