Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 31
var í fyrsta flokks ásigkomulagi, vinur minn, meira að segja ný- gljáaður. Ég var að spyrja hvers virði þessi bíll þinn væri‘‘. Miguel sagði: „Veit ég vel að minn bill þolir ekki nein sam- jöfnuð við þann bíl. Ég mundi því slá mikið af söluverðinu. Samt sem áður mundi ég varla gera mig ánægðan með minna en 5000 pesos“. Meðaumkunin í svip forstjór- ans var augljós, en það var samt engin meðaumkun í rödd- inni. „Gerir þú þér nokkra grein fyrir því, vinur minn, hvað það í rauninni er, sem þú ferð fram á? Þú ætlast til að ég eyði heil- um degi í að líta á bíl, sem að öllum líkindum er einskisvirði. Fari hinsvegar svo ólíklega, að hann reynist einhvers virði, verð ég að fá bíl til að draga hann yfir fjölllin, og í það fara tveir dagar að auki“. „Fyrirgefðu“, sagði Miguel,, „en ef þú fengir dráttarbíl strax, mundi það ekki taka nema einn dag“. „En hvað mundi dráttarbíll- inn kosta mig, ef ég færi svo er- indisleysu', varð forstjóranum að orði. „Og hvað sem því líður, yrði ég að láta gera við bílinn, og það mundi kosta þúsund pes- os — þúsundir pesosa — því máttu trúa. Þar að auki yrði ég svo að greiða skuldakröfuna og lögfræðingnum. Það mundi setja mig á hausinn. Og svo ætl- astu til að ég kaupi bílinn á 5000 pesos“. „Ég skil þig fyllilega", sagði Miguel kuldalega. „Þú vildir kannski segja mkr hve mikið verð þú vildir greiða fyrir hann?“ Forstjórinn yppti öxlum og virtist ekki hafa neinn áhuga á kaupunum. Gekk að skrifborði sínu og fór að blaða í einhverjum pappírum. „Ef hann er hvorki betri né verri en ég geri ráð fyrir, mundi ég í allra hæsta lagi bjóða í hann 1000 pesos“. Miguel gekk þegjandi út. Svo undarlega vildi til ,að forstjór- inn veitti honum eftirför. „Það getur vitanlega átt sér stað, að bilunin sé ekki svo ýkjaalvar- leg. Þá gæti bíllinn kannski ver- ið alltað 1500 pesosa virði'1. Miguel leit fast á hann. „Sen- or“, mælti hann af virðuleik og bældi niður reiði sína. „Ekki neita ég því, að 1000 pesos er mikill peningur fyrir mig. Meira fé, en ég hef nokkurntíma eign- azt. Engu að síður, þá brenni ég bílinn, heldur en að ég selji yður hann“. Enn svaf hann af nóttina undir berum himni. Hann lá lengi and- vaka og braut heilann um ráð til að selja bílinn á heiðarlegan hátt, þannig að hann fengi sem næst sannvirði fyrir hann. En þetta var í afskekktasta hluta landsins, bíllinn stórskemmdur og þar að auki hvíldi á honum lögmæt kyrrsetningarkrafa, svo að það virtist með öllu útilokað, þar eð han gekk þess ekki heldur dul- inn, að sérhver maður, sem hann kynni að færa þetta í tal við, mundi reyna allt hvað hann gæti til að pretta hann. Þegar hann kom aftur heim til bæjarins daginn eftir, sneri hann sér að slæpingjunm á torg- inu, sem snúizt höfðu svo hastar- lega gegn honum, eftir að hann eignaðist bílinn. Hann tók þá tali, einn og einn í senn. Það var dálítið, sem hann þurfti að skýra fyrir þeim, og um leið og tryggja sér aðstoð þeirra. Undir miðnættið, þegar vel- flestir í bænum voru í fastasvefni söfnuðust þeir nokkrir hljóðlega saman umhverfis bílinn, hvers með sitt múldýr með sér og nokkurra faðma langan kaðal- spotta. Miguel var þar líka með sitt múldýr og sex flöskur af tequila. Hljótt og gætilega bundu þeir kaðlana í framhöggslá bíls- ins og aktygi múldýranna; hvöttu múldýrin hvísllágt, svo að þau lögðust á dráttartaugarn- ar og héldu af stað með bílinn í togi. Það var ekki fyrr en leiðangurinn var kominn út fyr- ir bæinn, drjúgan spöl upp í brekkurnar, að þeir félagar þorðu að tala saman upphátt. „Og César þykist vaka allar nætur í bílnum, til þess að koma í veg fyrir að hjólbörðunum verði stolið“, varð einum þeirra að orði. „Sjáið þið hann kannski, þarna í framsætinu“. Þeir ráku upp skellihlátur, mösuðu og létu háðsglóðurnar fjúka. Nú stóðu þeir allir sem einn maður að dirfskubragði, sem eflaust mundi lengi í minn- um haft — að leika á hin ger- spilltu yfirvöld í bænum og fínu þjófana í borginni, hrifsa ger- semina af þeim, þegar þeir þótt- ust hafa læst í hana klónum, og gera allt þeirra kænlega ráða- brugg að engu, án þess þó að nokkuð yrði á því haft. Þeir létu tequilaflöskurnar ganga á milli sín og gerðust stöðugt kát- ari og háværari, eftir því sem lengra kom upp í brekkurnar. „Hluturinn er ekki annar en sá‘‘, sagði einn af þeim, „að þar sem Miguel má ekki aka bílnum, fyrr en hann gefur greidd Dios- dado þessi 300 pesos, verðr hann að sjálfsögðu að koma bílnum á öruggan stað, svo að Diosdado hafi fulla tryggingu fyrir skulda- kröfunni“. Enn hlógu þeir, hvöttu múldýr- in, ýttu á eftir bílnum og hresstu sig á tequila. Þetta gekk allt auð- veldlega, á meðan þeir höfðu götuslóðann, en varð allt örðug- ara, þegar honum sleppti og þeir nálguðust býli Miguels. Það var áreiðanlegt, að þann veg, eða öllu heldur vegleysu, hafði engu fjórhjóla farartæki verið áður ekið; þeir urðu að leggjast á Þetta er í lagi, herrar mínir, ég hef fundið kvcikjarann minn. Nei, takk, ég þarf enga hjáip. VIKAN 41. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.