Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 32
Nýtt írá GEFJUN VIK ii TERYLENE-TWEEDJAKKAR 30% TERYLENE 65% ULL 5% MOHAIR GEFJUN - IÐUNN KIRKJUSTRÆTI © Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. -«jw HrútsinerkiS (21. marz—20. apríl): ¦^Bk Þú verður að beita hörku og vera ákveðin við (Z^^S persónu sem er milligöngumaður vegna óhapps ^t&F sem hefur hent þig. Nokkrir unglingar munu ganga fram af þár með framferði sínu, forðastu cð lcika hlutverk siðaprédikarans. Lyftu þér eitthvað upp um helgina. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí): Þú verður þess áþreifanlega var að margt fer öðru vísi en ætlað er. Persóna sem er talsvert ynjri en þú, gerir þig að trúnaðarmanni sínum og leitar ráða hjá þér. Ættingi þinn mun koma þér mjög á óvart með framtakssemi sinni. Taktu engar stór- ákvarðanir. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Ennþá hefurðu ekki komið auga á hentugustu lausn erfiðs verkefnis, en þú nálgast markið óð- um. Menn sem þú hefur lítið daglegt samneyti við hafa augastað á samvinnu við þig. Notaðu and- lega og líkamlega krafta þína til fulls, þá er ástæða til að ætla að árangurinn verði góður. Krabbamcrkið (22. júní—23. júlí): Undanfarið hefurðu verið alltof nízkur og fast- heldinn á hlut sem tilheyrir þér, það myndi bæta fjölskyldulífið til muna ef þú slakaðir svolítið á. Nú er rétti tíminn fyrir þig að fara fram á bætt kjör, en það væri mikill styrkur ef þú gætir fengið félaga þína til að sameinast þér í kröfunum. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ágúst): Það verður nokkuð um ókunnugt fólk í kringum þig, sem þú þarft að umgangast, en kynnist samt ekki. Einn kunningja þinna lendir í vandræðum og þarft þú að hjálpa honum. Öll viðskipti ættu að gefa góða raun. Gerðu vini þínum greiðann sem hann bað þig um í síðustu viku. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Þú hefur verið dálítið uppstökkur upp á síðkastið, en ef þú íhugar málið, sérðu að þú hefur verið ósanngjarn í skoðunum þínum. Masgefinn félagi þinn er með óskemmtilegar sögusagnir um skyld- menni þitt, þér er ráðlegast að skipta þér sem minnst af honum. Vogarmcrkið (24. septcmber—23. október): Þú ert þvingaður vegna rimmu sem þú hefur lent í við starfsfélaga þinn, láttu sem minnst bera á að nokkur ósátt sé í millum ykkar, ennþá eiga eftir að koma fram atriði sem varpa ljósi á málið. Líkur eru á að þú eyðir nokkru fé í happdrætti eða aðrar skeikular gróðavonir. Drekamerkið (24. október—22. nóvember): Það verður mikið um að vera í kringum þig og nóg að gera. Þú uppgötvar allt í einu lausn á vandamáli sem þú hefur oft ergt þig yfir. Óvænt töf verður á verkefni sem þú vinnur leynilega að. Þú kemur til með að leita til ókunnugra varðandi mál, sem varðar hagsmuni þína. ©Bogmannsmerkið (23. nóvcmber—21. desember): Það lítur út fyrir að áform þín gangi að vonum þrátt fyrir dálítinn mótvind í byrjun. Þér mun falla mjög vel við umhverfi þitt, og njóta tilver- unnar. Þú skalt ekki taka að þér ákvörðun mál- anna, því félagar þínir hafa sem stendur betri hugmyndir en þú. ^^^ Steingeitarmerkið (22. desember—20. janúar): ÆP?\ Gefðu Eullan gaum að því sem þér er ráðlagt ef ™lrJ Þér er annt um velferð þína. Þú kemst því miður «TB&r ekkl hiá óvæntum útgjöldum, sem verða vegna óheppilegra viðskipta. Menn munu taka eftir þér vegna iðni þinnar og samvizkusemi. Slappaðu af um helgina. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar): Vertu ekki of dulur á tilfinningar þinar og láttu skoðanir þínar óhikað í ljósi, en gættu þess vel, að skapið hlaupi ekki með þig í gönur. Óvænt þró- un mála breytir útlitinu þér í hag. Kunningi þinn er líklegur til að reyna að hafa áhrif á þig varðandi kaup og sölu, láttu hann ráða. ©Fiskamcrkið (20. febrúar—20. marz): Þú stendur í þrefi, sem er nokkurs virði fyrir þig að hafa yfirhöndina í, en til þess að svo verði þarftu að beita allri þinni bragðvisi og fara var- lega í sakirnar. Ævintýri sem þú tókst þátt í fyrir nokkru tekur á sig nýja mynd. wm 32 — tikav a. m.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.