Vikan


Vikan - 10.10.1963, Page 36

Vikan - 10.10.1963, Page 36
Næsí segir frá Garðari, er var samskonar maður og átti fram- vísa móður er vísaði honum til landsins. Það er gaman af þessu. Kerlingin hefur lesið á enskum bókum „að farið er milli land- anna‘‘, og vísar syni sínum á landið eftir þeim bókum. Það kalla trédýrkendur framvísi og telja dulrænt fyrirbrigði! Hér er þó gjört of mikið úr viti og lær- dómi kerlingar. En Garðar sigldi umhverfis landið og komst að raun um að það var eyland, en svo var fyrr, er landið var nefnt Sólarey og þeir sem fóru „á milli land- annaí', hafa ekki þurft á þess- ari fræði að halda. Hann hafði vetursetu á Húsavík við Skjálf- andaflóa og þar missti hann frá sér mann, þræl og ambátt, og varð þetta fólk eftir af honum í landinu, auðu, og virðist þetta hafa verið lakur farþegn. Hann lét vel af landinu, en þó ekki meira en það, að nú var það nefnt Garðarshólmur og hafa menn ekki þurft að hafa stórar hugmyndir um hólmann, eða hólminn. Uni, sem kallaður var hinn danski, landnámsmaður á Una- ósi, og ævintýramaður, var son- ur Garðars, svo litlu hefur það verið fyrir landnám, sem Garðar var á ferðinni. Eitthvað hefur brostið á framsýni móður Garð- ars, að hann skyldi eigi festa byggð í landinu. Þá er það sagan af Flóka Vil- gerðarsyni. Hann var víkingur mikill og gekk að blóti miklu og blótaði þrjá hrafna. Hann fór þá að leita Garðarshólma, svo þetta hefur verið stuttu áður en Ingólfur kom til sögunnar. Flóki kom að austanverðu landi hjá Horni og sigldi síðan fyrir sunn- an land og leizt hvergi á landtök- una, en er hann og félagar hans komu fyrir Reykjanes og sáu Faxaflóa, þá héldu þeir að hann væri fljót eitt mikið og mörk- uðu af því stærð landsins! Hvergi leizt Flóka á landtökuna fyr en hann skreið inn á fjörð einn, inn úr norðanverðum Breiðafirði. Þar var veiði mikil og nú gleymdu þeir félagar að heyja fyrir kindum sínum og drápust þær um veturinn. Hér er gengið svo langt í sögugjörð- inni að álykta að Flóki hafi haft gripi á skipi, því einhvernvegirín dreymir sagnritara um það ann- að slagið, að gripir þurfa að vera í manna búsetu. En þá er það nokkuð merkilegt að Fióki skyldi ekki leita lands fyr en hann hefur siglt umhverfis hálft landið og frekast betri hluta þess. Öll einkenni fremur röklausrar þjóðsögu hefur þessi Flóka saga, og er frekast grín- saga. Það sem helzt verður les- ið úr þessum þjóðsögum, og það, sem þeim er öllum sameiginlegt, er það hversu þessir menn aliir eins og fælast landið, einkum Flóki, sem þó hefði þurft að leita lands sem fyrst og það kjörlands, og hefðu flestir freist- azt til að sigla upp hina miklu á, Faxaflóann, er búið var að sigla með öllu Suðurlandi. Þess- ir menn eru allir af þeirri gerð, sem ekki á sér góðs von, af bú- andi fólki í löndum, og þess vegna vaða þeir ekki inn í hér- uð meðan þeir vita ekki hverjir sitja á fleti fyrir. Flóki gengur upp á fjall eitt og sér fjörð fullan af ísi. Þá kall- ar hann landið ísland, sem síð- an hefur orðið lífseigt nafn. Ef til vill var erindinu lokið, að koma ónefni á landið, þar sem honum hefur virzt það, að hér gætu refir ekki náð kirsuberj- um, þar sem landið var byggt. Hefði hann ályktað það, að hér væri framtíðarland, og það hiaut hann að álykta, eins og ísland var þá, hefði hann náð að kanna það til, þó ekki væri nema lítillar hlítar, hefði hon- um sízt komið í hug að velja landinu fráhrindandi ónefni. Næst segir frá þeim fóst- bræðrum Ingólfi og Hjörleifi. Þykir sýnilega góð saga af Hjörleifi að hann herjaði víða um írland, drap þar fólk og rændi og hertók tíu manns og hafði fyrir þræla, og síðan her- fang mikið. Þeir fóstbræður sigldu sínu skipi hvor úr Noregi og getur þess að á skipi Hjörleifs voru þrælar hans og herfangið írska og varð Ingólfur að hafa á sínu skipi búshluti þeirra beggja. Kemur nú upp að á skipi Hjör- leifs eru þrælarnir tíu, þó aðeins sjö nefndir, og jafnmargt frjálsra manna með Hjörleifi. Auk þess konur þeirra og getur ekki hvað margra, og þá sjálf- sagt eitthvað af ungviði manna, svo ætla má að á skipinu séu um 30 manna. Gera má ráð fyr- ir að skip þetta hafi verið með betri skipum, en svo mikið er kunnugt um skip á þessum tíma, að þegar komnir eru á það um 30 menn, ásamt þeirra bún- aði, herfang mikið og vistir handa svo mörgu fólki í ófyrir- sjáanlegan langan tíma, þá má nærri geta hvort áfgangs hafi verið rúm fyrir búfé, jafnvel þótt fátt væri. Þeir Hjörleifur fengu líka hrakning við landið áður en þeir tækju Hjörleifs- höfða og varð vatnsfátt á skip- inu, og er einmitt vatnið mesta vandamál slíkra ferða og er þungur farmur, en mikið magn þarf af því ef á að vera til hlít- ar t. d. stórgripum á langri ferð. Fóðrið er rúmfrekt og hvergi pláss fyrir það í skipinu, þar sem það blotnaði ekki í ágjöf- um, en það er tíðast fyrirbæri í siglingum og þarf ákaft að ausa skipsrúm. Það er ljóst af þessu að Hjörleifur hefur ekki búfé á skipi, og reyndar engir sem í þessum siglingum standa. Ingólfur tók land við höfða þann er síðan heitir Ingólfshöfði, við sjó, fram undan Öræfajökli, en Hjörleifur við annan höfða, er nefndur var, fram undan Dynskógahverfi. Þarna höfðu þeir svo vetursetu og það er ekki verið að leiða hugann að því, hvernig þeir menn höfðu vetursetu er koma að auðu landi, vistalausir og búfjárlaus- ir. Slíkar sögur geta verið í Þús- und og einni nótt, en ekki í vís- indalegu sagnfræðiriti. Þess getur einnig að Hjörleif- ur hafi reist tvo skála og var önnur tóftin átján faðmar, en önnur nítján, og eru það húsa- kynni fyrir fólkið í öðrum skál- anum en þrælana og herfang og búslóð í hinum. Ekki getur úti- húsa, sem von er. Nú skeði það að Hjörleifur ætlar að fara að sá og til að brjóta landið hafði hann þrælana og lét þá draga plóginn, en átti þó einn uxa, segir sagan, og vildi hann spara hann. Þetta líkaði þrælunum stórilla og gerðu það ráð að drepa uxann og ljúga því í Hjör- leif að skógarbjörn hefði drep- ið hann, og gengu þeir þá Hjör- leifur og hans menn, einn og einn á skóginn að leita bjarn- arins, en þrælarnir allir saman réðust á hvern einn og drápu þá þannig alla.* Þessu á maður að trúa að þrælarnir vopnlausir drepi vopnaðan mann, án þess, að sá vopnaði hafi svo sem einn mann fyrir sig, og þar á meðal kappinn Hjörleifur. Skáldskap- urinn í sögunni er stílgóður, en verður ekki að sannleika fyrir því. Öðruvísi hefur dráp Hjör- leifs orðið, og allt sem Ingólf- ur mælir um málið er hann kemur á vettvang, án þess að vita neitt hvernig þetta hefur að borið, er af sama toga. Hér þýðir ekki að auka sögu í Þús- und og eina nótt, en mann get- ur dreymt það, að Hjörleifur hafi ætlað að fara hinu sama fram við Dynskógamenn og hann hafi farið við frlendinga og sé búinn að ræna af þeim uxanum, og drepa menn. Og þótt þeir hafi ekki vopn í Dynskóg- um, þá er þar margur liðlegur lurkurinn og þess hafa ráns- menn þessir kennt. Það er ekki til neins að kenna þrælunum dráp Hjörleifs. Sagan segir svo, að þrælarnir hafi farið burt með konur Hjörleifs og félaga hans og farið í báti, sem nú er þarna til staðar og hefur þá orð- ið að vera á skipinu m. a. Ingólfur drap svo þrælana í Vestmannaeyjum þar sem þeir voru komnir með konurnar, að því er virðast má, án þess að hafa vitað hvernig í málinu lá. Auðvitað varð hann að hefna Hjörleifs, og þetta leit allt sennilega út, þegar farið var að segja frá því. Annan vetur var svo Ingólfur við Hjörleifshöfða, og hefur nú líklega skorið upp korn, en auð- vitað er hann enn í auðu landi, það er sagan ekkert að fást um. Síðan fer hann brott um vorið og er hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli, sem nú er kallað * Þessi upplýsing um hugsanlegan skógarbjörn í landinu, bendir sfzt á það, að menn hafi ekki haft hugmynd um gripi í landinu á þessum tíma. Avon — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.