Vikan


Vikan - 10.10.1963, Page 37

Vikan - 10.10.1963, Page 37
Ingólfsfjall í Ölfusi. Hefur hann þá siglt vestur með landi og upp Ölfusá. Ekki getur þess á hverju hann lifði þarna, en þarna er heygott land og lax í Ölfusá. Hann hafði kastað öndvegis- súlum sínum fyrir borð, er hann sá ísland. Voru það einskonar stólbríkur þar sem höfðinginn lét búa sér sæti í stíl við kon- ungshásæti, því miklir menn er- um við Hrólfur minn. Nú fund- ust þær reknar af sjónum fyrir neðan heiði, þar sem lengi hét við Sund, innarlega við Faxa- flóa. Nú varð Ingólfur að fara þangað og taka sér eilífðar ból- festu, því þessu höfðu heiðnu goðin úr tré ráðið, að þarna ber spækurnar að landi. Senni- lega er þetta samt trúmála á- róður síðari tíma manna, þó heldur órökrænt sé af kristnum mönnum að hampa því, að heið- in goð gætu þessu ráðið, en auð- vitað vissu þeir að Guð var til þá, eins og á þeirra dögum og það var hann, sem þessu réð, þótt þeir sem í hlut áttu þekktu hann ekki. Segir nú frá því að Ingólfur átti þræla tvo, og þeir höfðu staðið í því að finna súlurnar. Leggur nú Landnámshöfundur þessum þrælum það í munn að segja, er þeir Ingólfur fluttu úr Ölfusinu; „Til ílls fórum við um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta“. Ekki finnst nokk- ursstaðar last í Landnámabók um nokkurt landsvæði annað en þetta og ekkert gat verið fjær lagi en segja þetta, því þótt fal- legt sé við Ingólfsfjall, er þó fallegra við Sund, og þótt ríkt sé land við Ingólfsfjall er þó ríkara við Sund. Eðlilegast var að þrælarnir segðu, ef þeir á annað borð ekki þögðu, sem sjálfsagt er að þeir hafi gert, „lengi getur gott batnað í þessu landi“. Það er eins og höfundur- inn sé að má til þeirra Ingólfs ættmenna með þessu þræla- skrafi, og dettur manni nú í hug það sem fyr var sagt um alls- herjargoðann, að geta hans að engu, þrátt fyrir það að hann var Ingólfs ættmaður. En því er á þetta minnzt, að það gæti bent á það, sem líkast er um sögu- ritun af þessum tíma, að jafnvel þótt hér séu ágætir menn að verki, geti þeir sýnt hlutdrægni þegar þeim ræður svo við að horfa, og sannist það í einum hlut, þá gildir endurtekningar- regla sögunnar um allt málið. Landnámssagan verður svo upptalning á þeim mönnum er komið hafa út til landsins, hvað- an þeir hafi komið og hverra manna í heimalandi sínu, þótt þar beri oft út af, að vitneskja sé fyrir hendi um það. Þeir dreifa sér um landið allt, leita að löndum ef þeir koma þar út sem numið er fyrir og það er auðsætt að þetta gera þeir til að verða það sem litlu síðar kemur á daginn, við þjóðveldis- stofnunina, mannaforráðsmenn, en ekki er hér um svo marga menn að ræða er út koma, að eigi gat það verið mikil manna- forráð, sem yfir þeim væri að hafa, þar sem það er aðeins skyldu- og skipalið. Á engu viti gæti slík búseta í landinu verið byggð, af ekki fleira fólki en út kemur, og óþarfi að gera ráð fyrir öðrum fólksflutningi til landsins, en þeim sem Land- náma telur. Má minnast þess að á sama tíma, sem Norðmenn eru að flytja til íslands, eru þeir að leggja undir sig og byggja Normandi á Frakklandi, að öllu betra land en fsland, og hafa þangað farið eigi færri menn en til íslands. Sömuleiðis höfðu Norðmenn lagt undir sig eyjarn- ar fyrir norðan Skotland og hafa flutt þangað fleiri en færri, enda réðu þeim í umboði Noregskon- ungs, norskir jarlar, sem urðu að styðjast við norskan her, eða tiltæka Norðmenn. Þessi svipur á landnáminu sýnir það, að hér taka vopnaðir menn forræði yfir fleiri og færri mönnum, sem til staðar eru í byggðunum, taka lönd fyr- ir sig og sína ættmenn, eftir því sem þörf krefur, undiroka þá um vinnu og fégjöld. Stofna síð- an ríkið og tryggja sér og sínum afkomendum völdin og þykjast einir vera allt. Þrælahöfðingj- ar hafa aldrei haft annan né betri móral. DÖNSK STOÐ UNDIR MÁLIÐ. Bók kom út í Danmörku á þessu ári, sem heitir Arv og race hos mennesket. Lýtur hún m. a. að hinum vísindalegu blóð- flokkarannsóknum á þjóðum, sem eru nútímavísindi um skyldleika og uppruna þjóða. Bókin er eftir Ove Trydens- berg og J. V. Spárek. Er þetta 11. bókin í bókaflokknum: Berlingske Leksikon Bibliotek, en því verki er ritstýrt af mönn- um með marga lærdómstitla. Segir svo í lauslegri þýðingu. UPPRUNI ÍSLENDINGA. Annað gott dæmi um það, að hægt er að varpa ljósi á sögu- leg vandamál með blóðflokka- rannsóknum, er spurningin um uppruna íslendinga. Vegna frá- sagna hinna íslenzku sögurita er almennt álitið, að íbúar lands- ins séu afkomendur víkinga, sem námu þar land eftir að hafa farið frá Skandinavíu snemma á miðöldum. En sé litið á viss atriði í frásögnum hinna eldri bóka (t. d. íslendingabók Ara fróða um 1170) hlýtur að vakna efi um það, að hvað miklu leyti uppruna Islendinga sé að leita VIKAN 41. tbl. 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.