Vikan


Vikan - 10.10.1963, Side 40

Vikan - 10.10.1963, Side 40
trjánum. Þau lemjast við nakta stofna. Fólk hímir á stoppistöð og skýlir fýlusvipnum undir hatt- borðum og regnhlífum. Heldur saman kápunum í hálsmálið. Sultardropar á nefjum. „Djöfuls garri er í honum í dag.“ „Já, bölvuð ótíð.“ „Þeir spá köldum vetri.“ „Á“ „Kiktu inn með frostinu.‘‘ „Ladno.“ Hrollkaldur haustdagur. Rétt hjá stæðinu stendur pilt- ur í göturæsinu. Á stéttarbrún- inni stúlka. Þannig verða þau álíka há. Þau horfa hvort á ann- að. Brosa. Horfa. Standa hreyf- ingarlaus í slagveðrinu og horfa. Vagninn kemur öslandi. Beyg- ir framhjá piltinum og rennir upp að stéttinni. Menn hrista af sér hrollinn og flýta sér inn. „Það kemur bráðum annar,“ segir pilturinn. Stúlkan brosir. Þau eru bæði berhöfðuð, og hann þar að auki regnfrakka- laus. Vagnarnir halda áfram að beygja framhjá piltinum. Vatn- ið heldur áfram að streyma úr loftinu. Vindurinn heldur áfram að skaka nakin trén og piltur- inn og stúlkan að standa og horfa og ljóma. Þeim er heitt. Vatnið rennur úr hári þeirra um bak og brjóst. „Minn kæri — fallegi — eisk- aði.“ Hún á erfitt um andardrátt. Hamingjan hefur lagt undir sig brjóstið þar sem öndunarfærin eiga að vera. Ég gefst upp á að horfa á þau, kuldans vegna. Tek næsta vagn. Þegar vagninn öslar þungfær af hrollköldum farþegum, upp götuna, hverfa þau mér í regn- móðuna þar sem þau standa með geislabauga um höfuð og njóta þess að láta strauma ástar og slagveðurs hríslast um bak og brjóst. Hún á stéttarbrúninni. Hann í elgnum í rennunni. „Mín kæra — fagra,“ hvíslar regnið við rúðurnar. Hvílikur haustkuldi! Hvílíkur vorhiti! 12. nóv. ‘62. „Formdýrkun" er skammar- yrði með Rússum. Það er ekki viðurkennt að form í sjálfu sér sé mikils virði. Hjá okkur segja myndlistarmenn að verk þeirra séu fyrst og fremst litir og form, þeir mála af litagleði og glöggu formskyni. Rússar kalla þá formdýrk- endur, sem þýðir hjá þeim sama og klessumálari. Litir og form hjá þeim eru ekki verðmæti í sjálfu sér. Að- eins tæki til þess að birta með þeim frásögn, atvik, boðskap eða lífsspeki. Hugsun í mynd verður að vera hrein og bein og skiljanleg, en formið er aukaatriði. Ef segja má að við hugsum of mikið um útlit en vanrækjum innihaldið — skýra rökrétta hugsun, þá má kannski segja að þeir vanræki útlitið fyrir inni- haldið. Hús er, fyrir Rússum, fyrst og fremst tæki til þess að búa í. Hver eru hlutföll lengdar og þakhæðar skiptir aftur minna máli. Eða hvort gluggar heldur eru langir og mjóir eða stuttir og breiðir. Eða hvort litur á veggjum er brúnn eða rauður. Þetta er allt „ladna“. Reyndar álítur enginn, eða fáir útlit og handbragð hluta einskis virði, en það gegnir ekki virðingarstöðu eins og hjá okkur. Nú ber að gæta þess, að handverksmenningu Sovétríkj- anna má varla telja nema 20 ára, og þó varla. Fyrir byltingu bjuggu allir í hreysum og lápu dauðann úr skel nema aðallinn sem var fámennur og að stórum hluta útlendur. Þær fáu bygg- ingar sem bragð var að, kirkj- ur og hallir keisaranna hafa án efa verið unnar að miklu leyti af innfluttum meisturum. Síðan koma byltingar og styrjaldir sem standa næstum samfellt í 40 ár. Styrjöldum fylgir fremur niðurrif en upp- bygging. Síðan hefur verið háð ein heljarslóðarorrusta við upp- byggingu atvinnuvega. Fram- leiðslan hefur allt fram á síð- ustu ár snúizt um að gera mat- væli sem veittu næringu, án tillits til ilms og bragðs, föt, sem veittu skjól án tillits til tízk- unnar í París, og hús sem héldu kulda og vatni. Það þarf því engan að undra þótt í Moskvu sé ekki ^lgengur sá æskilegi samhljómur lita, hlutfalla og forma sem saknað er af þeim fulltrúum v.-evrópskrar mynd- menningar sem, mér finnt rétti- lega státa af þroskaðra form- skyni. Hús minna ekki alltaf á hús. Sum minna á eldspýtnastokka, sum á skrautrituð heiðursskjöl, rykfallin, sum á gamlar kýr. Hús geta líkzt öllum hlutum í veröldinni eins og kvenhattar. Það getum við séð í gamla Arbathverfinu í Moskvu. Þetta er gamalt og virðulegt hverfi. Byggt á tímum hins mikla kaup- mannaveldis. Kaupahéðnar þess- ir voru margir stórauðugir, og héldu sig því þurfa að berast á svo sem hirðfólkið gerði, til þess að þeir gætu líka verið miklir menn. En auður þeirra og veldi var víst meira en smekkvísi og menntun, enda bera húsin sem þeir reistu kannski meira skraut, en fegurð. Það veit enginn hvert þau snúa, nema þau sem standa við götu snúa yfirleitt einni hliðinni, sem enginn veit hvað eru marg- ar, út að götunni. Göturnar aftur á móti liggja allar á einn veg það er í ótal hlykkjum. Senni- lega hafa þær malbikuðu götur sem nú liggja um Arbat þróazt upp úr troðningum heim að „eignum“ höfðingjanna í gamla daga meðan enn voru hestvagn- ar og varla það, og vegalagning miðaðist við það að krækja fyr- ir þúfur og polla (eins og Grímsnesvegurinn). En vegna elli sinnar, skrauts og skringi- legheita er Arbat eitt af mest aðlaðandi hverfum í Moskvu, og göturnar þar þekkilegar þrátt fyrir sína mörgu hlykki. I þessu hverfi stendur Leik- listarinstitútið sem við nemum í, umvaxið stórum gömlum trjám. 3. des. ‘62. Guð, guð, guð, ó guð minn góður! Þetta minnsta og þó stærsta neyðaróp smýgur gaddfreðið dauðakyrrt kvöldrökkrið hljóð- látt, mjúklátt og þrungið. Þetta var í gærkvöldi. 25 stiga frost. Allt hélugrátt og hart. Ég var á heimleið gang- andi og gat ekki einu sinni hugs- að fyrir kuldanum sem nísti inn að beini gegnum tvöfaldan síðan ullarfrakka, loðhúfu, ull- arvettlinga og kuldaskó. Ég stanzaði og leit í kringum mig. Skammt frá sá ég fullorðna konu sem stóð undir garðvegg um vetrarkvöld í 25° gaddi, hrein eins og barn, algerlega yfirbuguð og kveinaði ó, Guð, ó, Guð minn, ó, Guð minn almátt- úgur. — Hún hafði kastað sér allri út í sorg sína og skynjaði ekkért annað. Tvær konur stóðu hjá henni og reyndu að hressa hana upp . — Svona, svona Masínka, þetta er nóg. Nú för- um við heim og drekkum te. Fólk gekk framhjá og vildi hjálpa, spurði hvað að gengi. Vinkonurnar sögðu að í dag væri afmælisdagur sonar þess- arar konu og þær höfðu farið upp í kirkjugarð til að leggja blóm á leiði hans. Og menn reyndu að hjálpa, fá konuna til að fara heim og hressa sig, buðu að fylgja henni, gefa henni heitt te eða vodka. Gaddurinn nísti, og fólk gafst upp á að standa þarna í kuldanum. Einn fór, annar kom, bílar þustu framhjá. En þessi kona heyrði ekkert, sá ekkert og fann ekkert nema sorg sína og endurtók í sífellu þetta eina orð sem mér fannst þá bera í sér dauða allra heims- ins sona og dætra. Guð, guð, guð, guð! 15. júní ‘63. Kennslustund í tónfræði. „í dag tölum við um negra- músík. En fyrst þarf ég að segja ykkur smásögu sem sýnir hvernig vondir atburðir geta leitt af sér góða. Það var fyrir aldamótin. Þá gekk yfir alda Gyðingaofsókna í Rússlandi. Ég bjó þá í Kiev, og heyrði með mínum eigin eyrum ópin í Gyðingakonunum sem höfðu verið dregnar út á götu, og sá íbúð Gyðingafjölskyldu sem hafði verið umturnað. Það var mér mikil lífsreynsla og lærdómsrík, en gefi samt Guð ykkur gæfu til að hljóta ekki svipaða reynslu. Um það leyti var það sem Gyðingafjölskyldan Gerswin flýði vestur um haf. í fjölskyldu þessari var þá lítill mússíkelskur drengur sem síðan átti eftir að fá áhuga á negra-tónlist. Fá- brotin stef þessa frelsisþráandi fólks fengu hljómgrunn í lista- manninum unga sem sjálfur hafði orðið að flýja ættland sitt fyrir áþján manna, og þau ganga sem rauður þráður í gegnum öll verk þessa mikla meistara — Georges Gerswins. Og látum okkur nú setjast þægilega, snúa glymskrattanum í gang, og hlusta á rödd þessa fagra riddara gyðjunnar Múss- íku. Gerið svo vel, Georges Gerswin — Rapsodi in Blue. Hin hálfáttræða Nina Pavlovna slöngvar sínum háa og greini- lega fyrrum spengilega líkama á stól úti í horni, hallar beina- beru hvítu höfði að veggnum, dregur sér reyk úr sígarettunni sem hvílir milli langra grannra fingranna og er þegar upphafin í æðri heim. Fínlegir nasavæng- ir hennar titra örlítið þegar tón- arnir taka að leita hægt og auð- mjúkt út í rúm herbergisins. „Hlustið.‘‘ „Góða kæra Nína Pavlovna. Okkur langar að þakka yður fyrir allt sem þér hafið sagt okkur í vetur og allt sem þér hafið útskýrt og lífgað fyrir okkur. Við óskum yður góðrar heilsu, já, reglulega góðrar og hvíldar og skemmtunar í sum- ar. Vonum öll að hitta yður glaða og hrausta að hausti. Ég átti að afhenda yður þess- ar rósir frá okkur öllum.“ „Litlu yndislegu prakkarar. Nú verð ég auðvitað að gefa ykkur hæsta vitnisburð á próf- inu, þegar þið gerið svona fal- lega hluti. Ekki satt?“ „Nína Pavlovna. Hvernig get- ið þér sagt annað eins og þetta.“ „Nú hvað annað. Auðvitað stenzt ég ekki við annað en að _ VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.