Vikan


Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 10.10.1963, Blaðsíða 41
gefa ykkur öllum „ágætt". Þið takið á móti mér út á götu allt- af þegar ég kem í skólann, opn- ið bílhurðina, berið töskuna og grammófóninn fyrir mig, setjið undir mig tvo stóla og gefið mér blóm. Ég sé á þessu að þið hafið skilið allt sem ég hef sagt um músik og þarf í raun og veru ekkert próf að halda. Ekki satt?" ,,Ó, Nína Pavlovna. Þér eruð of gamansamar." „Maður er aldrei of gaman- samur minn kæri. Mundu það. Fjör framar öllu. Og nú dveljum við ekki lengur við þetta. Snú- um okkur að starfi. Það er hinn rétti elexír lífsins, englarnir mínir. Allir mættir? Auðvitað. Hvernig spyr ég." Sem sagt: Síðasti fundur árs- ins. Próf. Hvaða spurningar viljið þið fá? „Ó, Nína Pavlovna!" Hún gaf okkur vængi sem megna að bera mann hátt yfir hversdagsþras og smáborgara- hátt upp í blá víðerni þaðan sem sést um veröld alla. Yfir vötn og heiðar, bláfjöll eða föllaufg- aðan haustskóg. Yfir iðjusamt starf bóndans á akrinum, fiski- mannsins í fjörunni með fiski- flugu, tjöruangan, reyk úr lág- um eldhússtrompum inn til dala eða fram til langra lognsléttra fjarða í landi Griegs. Hún kenndi okkur að virða og elska starf meistaranna í stað þess að tilbiðja frægð þeirra og dýrka nöfnin. „Verdi var enginn guð, en hann var maður, og það er meira um vert. Við elskum hann af því að hann elskaði okkur — aðra menn — reyndi að skilja þá og segja sannleikann um það sem hann hafði af þeim reynt. Mozart skoða ég líka sem vin minn." Hún kenndi okkur að finna til skyldleikans milli bjarmans sem læðist upp á fjallatinda á sumarmorgni, þegar dalalæðan liggur enn á mýrunum og blóm- in í hlíðunum byrja að hrista af sér döggina og bjartra fiðlu- tóna sem leita varlega upp og færast hægt í aukana, við þoku- mjúka tóna kontrabassans, sem liggja enn yfir safaríku sofandi grasi undir niðri í dölunum eins og hvít dalalæða. Léttir flautu- tónar spretta fram öðru hverju eins og blómknappar sem springa "út og fella af sér litla daggardropa. Hún lék fyrir okkur „Sei si bon" með Yves Montan, og sté undir dansspor upp á franska vísu Amor til dýrðar. Hún flutti líka ljóð á frönsku, sem enginn okkar skildi orð í. En við skildum gleðina, sem hún naut við að hafa svo fagurt mál í munni, og það var nóg. Þegar gott fólk gleðst einlæg- lega, gleðjast einnig hinir þótt þeir viti ekki beinlínis hvers- vegna. Lífsnautn hennar draup á okkur eins og hunang. Hún lék fyrir okkur með sömu upphafningu parta úr stórum hljómkviðum gömul ein- föld sálmastef eða viðlag úr ný- tízku dansi. Ekkert var svo stórt eða svo smátt að það fengi ekki rúm í hjarta Nínu Pav- lovnu. Ég sé hana slá taktinn með langri grannri hendi, hávaxna, tígulega sem drottningu. Það fer titringur um kímnilegt and- litið. Sá sami sem framkallar tón í þöndum streng. Hún er svartklædd eins og ætíð. Hvítt hreyfing sem menn þannig valda dreyfist síðan með áranna fjöld, eftir að ferð þeirra er lokið. Að lokum man enginn hver olli. Þetta dettur mér í hug sem ég sit uppi á bátadekki um borð í Heklu á leiðinni heim. Skip eru merkileg. Þau brjóta sér rispu um ver- aldarhöfin, með busli og boða- föllum, hvert eftir sinni stærð og afli. Hvítfyssandi boðarnir sem rísa út frá kinnungunum smálækka svo er lengra dregur frá. Síðan hverfa þeir sjónum. Sennilega er þó ölduhreyfingin æði lengi að deyja út, til fulln- ustu, þótt augu okkar segi að UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfektfráNÓA. HVAR ER ORKIN HANS NOA? l'aS cr alltaf sami lelkurlnn i hénnl Ynd- isfriS okkar. Ilún hefur faliS örkina hans Nrta einhvers staSar f blaSinu og licitir góSum verSlaunum handa þeim, sem getur fundlS Srkina. VerSlaunin eru stfir kon- fektkassi, fullur at liczta konfektl, 'og framleiSaiidlnn er auJSvitaS SæigætisgerS- in N6i. Nafn HclralU Örkln ei á bls. Síðast er dreglS var hlaut verSIaunln; Ása Hreinsdóttir, Víðimel 38, Rvík. Vinninganna má vitja & skrifstofu Vikunnar. hárið þyrlast um höfuðið eins og geislakrans. Ég vildi geta sagt meira frá henni eða einhverjum hinna lærimeistaranna okkar, sem veittu okkur alla sína krafta og töldu okkur aldrei neitt of gott, t. d. yfirkennara okkar leiðtoga eða meistara 1. deildar, leik- stjóra, M. Ó. Knebel, sem eins og Nína Pavlovna bar samhljóm- inn af lífi og starfi alls heims- ins í brjósti. En ég er hræddur um að mér takist það ekki. Slíkt fólk tollir ekki á skrifuðu blaði. Það er of stórt og þróttmikið. 25. júní '63. Tilveran á sér merkilegar hliðstæður: Menn ferðast frá landi til lands. Það má líka taka svo til orða, að þeir ferðist frá vöggu til grafar. Kringum ævi- ferðir sumra er mikið umstang, en aðrir komast þetta nokkurn veginn hljóðlaust. Sumir valda róti og jafnvel ófriði í kringum sig. Aðrir fara lygnan sjó án at- burða. En þó í misjöfnu sé, safa allir einhver áhrif á umhverfi sitt, sem þeir ferðast um. Þessi kjölrákin sléttist út og hverfi í fjarskann. Það fylgja okkur mávar enn- þá. Þeir sveima uppi yfir aftur- stefninu og fyrir aftan skipið. Útlenzkir máfar. Þeir koma mér ekki við. Þó eru þeir sosum eins og allir aðrir mávar. Aðeins ekki „okkar"! Enda eru þeir hver af öðrum að missa áhugann á okk- ur ,og týnast út í hálfrökkrið, fyrir aftan. Þegar þeir koma heirh til sín og fara að éta spæelpulsur í Kaupmannahöfn, munu þeir sjálfsagt gleyma að íslenzkir kokkar hafi matað þá á Hólsfjallahangikjöti úti á Kattegati á þeim drottins degi 28. júní '63. Kannski á sá órói sem þeir hafa komið á minn sál- arsjó, eftir að sléttast út úr minningunni, eins og sporin á hafinu, enda þótt mjúklegt svif þeirra yfir fánanum veki mig sem stendur til skáldhneigðar. Og þó. Þeir eru alltént fulltrúar alls sem fylgir manni heim á leið úr öðrum álfum. Þess vegna gleymast þeir ekki. Evrópustrendur eru að hverfa. Ég hálfsé eftir að yfirgefa þær. Hlakka þó til að sjá íslands- strendur. Því miður er maður of takmarkaður til þess að til- einka sér allt sem lífið hefur að bjóða. Áður en við sjáum hilla undir nýja strönd, er okk- ur horfin sú, er við síðast stóð- um á. Áður en við höfum lesið helming þeirra bóka sem finn- ast fýsilegar, er heiti þeirrar fyrstu sem heillaði,' löngu gleymt. Við ný kynni, gleymast gamlir kunningjar, hvort þú vilt eða ekki. En þótt lönd, fólk og fróðleikur hverfi þannig af yfir- borði vitundarinnar, eignast það sjálfsagt allt sinn samastað ein- hvers staðar í undirvitund- inni (sem nú er svo mikið í tízku að tala um) og bíður þar síns vitjunartíma. Meðvitund okkar er harla lít- ið ílát og fljótt að fyllast. En þegar minningar um fyrri vini og atvik liðinnar tíðar, verða að rýma pláss meðvitundarinn- ar fyrir nýjum, þoka þær gömlu niður í lest hinnar andlegu fleytu en glatast ekki. Þar halda þær áfram að óma, þótt hljóð- öldur hverrar einnar séu, þegar frá dregur, of veikar til þess að við tökum eftir þeim, verða greindar innan um þann mikla samsöng. En þær geta þó nægt til þess, að þegar við mætum hliðstæðum þeirra, eða þurfum á þeim að halda, er við rispum ný veraldarhöf, þá munum við hvað við eigum geymt í lestinni og getum dregið það fram. Á meðan ég var í Moskvu, var sú borg viðfangsefni minnar meðvitundar, minn veruleiki, en ísland ævintýri langt úti í sjó. Þegar ég var beðinn að segja frá íslandi, vissi ég sjaldnast hvað ég átti að segja, því ég hafði aðeins lifað á íslandi en ekki rannsakað það. Hins vegar minntist ég oft at- vika úr íslenzku mannlífi, þeg- ar fyrir báru hliðstæð — eða andstæð — í því rússneska. Það er alltaf miklu eftirsókn- arverðara að lifa söguna heldur en skrifa hana. Þess vegna skrifaði ég lítið hjá mér um „ástandið í Sovétt" en leitaðist því meir við að lifa og hrærast í þessu „ástandi'' og njóta þess sem það hafði upp á að bjóða. Þess vegna var ég heldur aldrei gestur í Moskvu heldur einn af innfæddum, nema kannski rétt fyrst í stað. Ég náði að samlag- ast þarlendu mannlífi og lærði að unna því, einnig vegna þess að ég átti þar gengi að fagna, og aðgang að djúpum fróðleiks- brunnum með mikilli lífsreynslu snjallra lærifeðra. Kunningja fann ég þar marga og samstarfs- hóp mjög samhentan. Átti auð- veldara með að blanda geði við f ólk. þar en áður hérna heima, og gerði meira af því. Geðblönd- un leiðir til skilnings manna hvers á öðrum. Skilningur til ástar manna hvers á öðrum. VIKAN 41. tbl. 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.