Vikan


Vikan - 10.10.1963, Qupperneq 42

Vikan - 10.10.1963, Qupperneq 42
 Söluverðlaun Ferð í Raufarhólshelli og Krýsuvíh Þeir, sem selja 20 Vikur fimm sinnum eða 100 Vikur, í alls fjögur skipti, fá að fara með. Keppnin er frá 3. október til 31. október. SÖLUBÖRN sem höfðu hverfi í sumar og geta ekki selt í vetur vegna skólans, vinsamlegast látið Blaðadreifingu vita, sími 36720. SÖLUBÖRN sem geta selt í vetur og ekki hafa selt Vikuna í sumar, nú er tækifærið að ná í gott hverfi. Mörg hverfi laus í Vesturbænum, Hlíð- unum, Laugarneoi, Vogunum og Smáíbúða- hverfi. Til að fá hverfi þurfið þið að koma eftir kl. 1 á fimmtudegi og selja 15 Vikur. Það er mjög gott núna af því að það eru svo fáir að selja. SÖLUBÖRN, sem höfðu hverfi í fyrravetur, en fóru í sveit í sumar, fá hverfi án þess að selja 15 Vikur eftir kl. 1, en þau verða að koma fyrir 10. október annars verða þau að selja 15 Vikur eftir kl. 1. Ég horfði á Moskvu verða eftir á sínum stað, er lestin flutti mig burt yfir endalausar víðátt- ur Rússlands og flaug þá í hug að ef til vildi yrði þessi morgun- sýn mín síðasta á þessu horni veraldar. Þá fannst mér ég vera að glata einhverju sem ég síðar fengi ekki upp bætt. En allt í einu er komin lykt af sjó. Hvítir mávar. Blaktandi fáni í siglutré. Rauður og hvítur kross á bláum grunni. Sjómenn gera dót sitt klárt á dekki. Ró- legir, handfljótir. Stórir menn og sterkir en kurteisir í sínum framgangsmáta. Mig langar að hlaupa niður á bar og spandéra á sjálfan mig einum Agli sterka. ÉG ER KOMINN HEIM. íslenzkur veruleiki krefst pláss í meðvitundinni og Moskva víkur óðara ofan í lest eða út í minninguna eins og brautin sem leysist upp fyrir aftan skip- ið og týnist út 1 fjarskann. Moskva er orðin ævintýri úti í blánum. Þó á ég í lestinni ýmsar minn- ingar frá þeim stað. En nú koma til mín menn og spyrja: Hvað segirðu mér nú um Moskvu? Hvernig er ástandið þar? Þá hrekk ég upp við þá staðreynd að ég veit ekki einu sinni hvað kílóið af magaríninu kostar, sem þó mun vera ákaflega mikilvægt. Moskva? Já, Moskva. Hvað skal segja um hana? Og þó. Ég á reyndar í lestinni ýmsar minningar frá þeim stað sem gætu verið forvitnilegar. En um þær verður að segja eins og heimasætan um Felsenborg- arsögurnar: „Þær eru sosum ekki um neitt bara um mann- lífið í heiminum.“ ★ DEMANTAR í PARADÍS. Framhald af bls. 17. legt að eiga fjórar konur, kom það af sjálfu sér, að sérhver stúlka var þannig heitþundin um leið og hún hafði aldur til. Hver sá maður, sem gerðist til að brjóta þessi óskráðu lög, var út- lægur ger frá ættflokknum, og dæmdur til að halda inn í frum- skóginn án vopna eða vista, en það mátti heita sama og dauða- dómur. Ekki voru þær siðvenjur, sem vörðuðu lausung og hórdóm síð- ur strangar. Sérhver eiginmaður réði skilyrðislaust yfir lífi konu sinnar, og það mátti víst kallast alger undantekning, ef viðkom- andi sýndi þeirri eiginkonu nokkra miskunn, sem gerðist sek um ótrúnað. Það var ekki ein- ungis að hin seka væri tekin af lífi, heldur var líkami hennar brenndur á báli og öskunni stráð út yfir fljótið. Aftur á móti var sérhverri eiginkonu það mikill heiður, ef maður hennar auð- sýndi kærkomnum gesti þá risnu, að láta hana hvíla hjá honum næturlangt, eða galt vel- gerðarmanni sínum þakkarskuld á þann hátt. Konur voru manni gefnar níu til tíu ára að aldri. Væri um syst- ur að ræða, var sú elzta gefin fyrst, en þær yngri urðu um leið heitbundnar eiginmanni hennar og settust að í kofa hans ásamt henni. A stundum voru þær ung- börn, þegar þetta gerðist, og oft- ar en einu sinni heyrði ég bónd- ann komast þannig að orði, þeg- ar hann benti á konu sína: „Ég hef alið hana upp. Hún er kona mín.‘‘ Ef svo vildi til, að viðkomandi stúlka ætti fleiri systur en þrjár, en fleiri konur en fjórar mátti enginn karlmaður eiga, urðu hinar um kyrrt hjá foreldrum sínum, þangað til þeim bauðst eiginmaður. Væri hún hins vegar einkadóttir foreldra sinna, eða ætti hún ekki nema eina systur eða tvær, var bónda hennar leyf i- legt að fylla töluna með stúlk- um af annarri fjölskyldu. Konur unnu yfirleitt öll störf, nema hvað þær fóru hvorki á fiski- veiðar eða dýraveiðar, og ekki fengust þær heldur við kofa- byggingar. Taurepanar þekktu plöntu eina, sem hafði þá náttúru, að drykkju konur seyði af henni þegar þær skyldu fæða, fundu þær ekki til sársauka, er þær ólu barn sitt. Rætur af annarri jurt, sem þeir þekktu, höfðu þá nátt- úru, að seyðið af þeim gerði kon- ur ófrjóar; ræturnar voru steytt- ar og soðnar og þegar kona, sem einhverra hluta vegna vildi ekki eignast fleiri börn, hafði drukk- ið sopa af seiðinu daglega um nokkurt skeið, varð hún ófrjó næstu tvö árin. Að því tímabili liðnu, neytti hún seiðisins enn á sama hátt, ef hún vildi vera ófrjó önnur tvö árin. Það leið ekki á löngu að við Antu urðum nánir vinir, og heimsótti hann mig oft í kof- ann, sem byggður hafði verið handa mér. Átti ég nokkurn þátt í því, að þetta var tvímælalaust vistlegasti kofinn í þorpinu; voru á honum skjáir, hurð í dyr- um og meira að segja gat ég fengið mér þar bað. Antu veitti mér tilsögn í tungu ættflokksins, en ég kenndi honum dálítið í spænsku í staðinn, og brátt gát- um við rætt saman nokkurnveg- inn vandkvæðalaust. Lífið þarna var mér að öllu leyti mjög að skapi. Ég þurfti ekki neinar áhyggjur að hafa af hversdagslegum þörfum og ég naut hins fyllsta frelsis á allan hátt. Samt sem áður gat ég aldrei gleymt hinu eiginlega ^2 — VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.